Hvað ertu að hugsa?

Hugsanir eru ekki staðreyndir, ekki heldur þær sem við höfum hvað ástarsambönd varðar.. Það er til alls konar hugmyndafræði um sambönd og ástina eins og:

– Ástin er sársaukafull   (Love hurts)
– Það er ekki hægt að treysta konum/körlum
– Ég er ekki nógu góð/ur
– Hjarta mitt er lokað eða ég get ekki opnað hjarta mitt
– Ég er ekki elskaður/elskuð
– Það er engin/n meðvituð/meðvitaður  kona/karl á lausu
– Sambönd eru bara drama
– Það er ekkert til sem heitir „sönn ást“
– Ég er ekki nógu flott/ur/kynþokkafull/ur/verðmæt/ur
– Ég er of ung/ur / gamall/gömul fyrir ástina

Áttum okkur á því að við erum mjög líklega ómeðvitað að hugsa eina eða fleiri af þessum hugsunum.  Þær hafa stundum orðið til við vonda og/eða sársaukafulla fyrri reynslu

Þess vegna heldur fólk áfram að sækja tilfinningar úr fortíð og varpa þeim yfir á framtíð og varpa tilfinningum sem það hefur upplifað í fortíð í fyrra sambandi yfir á nýtt samband og yfir á nýjan maka.  Sum okkar hafa samsamað sig svo fullkomlega með þessum gömlu hugsunum og tilfinningum að þær lita alla tilveruna og verða eins og álög eða spádómur um framtíð sem við erum sjálf að uppfylla. 

Þegar samband gengur skrykkjótt – er það stundum vegna þess að við erum að varpa á það fyrri reynslu, nota útrunnar hugsanir og tilfinningar sem tilheyrðu öðru og liðnu tímabili á það sem er að gerast í dag.

Þegar við vörpum sárum en þó útrunnum hugsunum og tilfinningum yfir á samband – er það eins og að nýta  ruslahaug.

Það er því kominn tími til að kveðja gömlu hugsanirnar sem ekki þjóna okkur lengur – og taka upp nýrri og bjartsýnni hugsanir.

Engum – eða fáum, dettur í hug að borða mat sem er kominn langt yfir síðasta neysludag? –  Af hverju að nota andlegt fæði sem er orðið ónýtt og er skaðlegt heilsu okkar og hamingju?

Gætum að hvað við hugsum ..

(Þessi grein er endursögn af grein á síðunni Ascended Relatiionships)

Ég skrifa minna þennan mánuð – en er að halda dagbók á framboðssíðunni minni www.kirkjankallar.wordpress.com  en ég er að sækja um stöðu sóknarprests á sunnanverður Snæfellsnesi, vonast til að ég geti skrifað þaðan frá 1. desember nk. 🙂  Það vantar ekki orkuna frá Jöklinum.

1237725_718572361489869_2098217819_n

Hugsaðu þig „Upp“ …

Þegar við erum langt niðri – er það stundum vegna þess að við höfum sokkið í kviksyndi. – Ekki raunverulegt kviksyndi, eða það sem við sjáum með berum augum, heldur kviksyndi neikvæðra hugsana. –

Ef við höfum náð að hugsa okkur niður,  hver er þá aðferðafræðin við að komast upp? –  Jú, við hugsum okkur upp.

Það er það sem við erum að gera með því að æfa jákvæðar staðhæfingar í stað neikvæðra,  það er það sem við erum að gera þegar við erum að sleppa tökum á því sem þyngir okkur og heldur aftur af okkur þannig að við erum föst í kviksyndinu. –

Að hugsa upp er „tækið“ – og ef við eigum erfitt með að gera það sjálf þurfum við leiðsögn við að læra á „tækið“ –

Nýtt námskeið  – „Ég get það“ –  hefst 21. október nk.  Verið velkomin! –  Skráning HÉR  ath, að það er hægt að fara fram á skiptingu greiðslna í 3 hluta.

971218_563124067057884_436886814_n(1)

Er unglingurinn þinn í vanda?

Þó það hljómi kanski undarlega,  þá er það nú í flestum tilvikum þannig að ef unglingurinn er í vanda,  óánægður, leiður, „latur“ – „frekur“ – er með „unglingavandamál“ o.s. frv.  þurfa foreldar oft að líta í eigin barm.

Hvernig líður mömmu? – Hvernig líður pabba? – Hvernig eru samskiptin þeirra?

Foreldar eru fyrirmynd, – ef að leið foreldris til að líða betur er að reykja sígarettur, af hverju ætti unglingurinn ekki að leita þeirrar leiðar?

Börn og unglingar þjást þegar foreldrum þeirra líður illa.  Þau spegla sig í foreldrum sínum. –

Ef foreldrar ætla að hafa eitthvað til að gefa, og ætla að vera góðar fyrirmyndir þurfa þeir að fara að huga að sínu sjálfstrausti, sinni sjálfsvirðingu og sinni hamingju almennt.

Ánægt foreldri með gott sjálfstraust og sem virðir sjálft sig, bæði á líkama og sál er fyrirmyndar-foreldri.

Þess vegna er svo mikilvægt að foreldrar skoði sig sjálf og athugi hvort þeir eru að nota súrefnisgrímuna, eða bara reyna að demba henni beint á barnið og hafi ekki þrek til að halda henni þar vegna þess að þeim vantar allan kraft og kunnáttu til þess að nýta sér hana – þegar þeir hafa ekki notað hana sjálfir.

Ef að sjálfsrækt er „soðin niður“ í einfaldleika þá byggir hún á:

A) Að þykja vænt um sig, nógu vænt til að rækta líkama og sál.

B) Að lifa með vitund, þ.e.a.s. að vera áhorfandi að eigin viðbrögðum – eigin viðhorfi o.s.frv. –  (Vera sinn besti vinur/vinkona)

Það er auðvitað hægt að telja ýmislegt fleira upp en þetta er þessi tvö stærstu mál sem fólk þarf að komast yfir.

Þetta gildir bæði fyrir foreldra og börn.  En foreldrar eru fyrirmyndir og hægt að kenna þetta 😉

happy-kids