Í kjörþyngd með ketó – andlegur stuðningur

Í lok ágúst 2018 tók ég ákvörðun að fara á ketó mataræði. Ég nennti ekki að vigta eða mæla, ákvað bara að finna hvað tilheyrði ketó og hvað ekki, og „voila“ ég léttist um tæp 20 kíló á einu ári. Ekki nóg með það, heldur losnaði ég við blóþrýstingslyfin mín líka – og ég hætti að taka gigtarlyf sem læknirinn minn var að láta mig prófa.

Ég hef farið af ketó aftur, en er mjög meðvituð um lágkolvetna lífsstíl og veit að það sem þarf stundum er ekki bara matur, heldur andlegur stuðningur. –
Því hversu mikið sem við VITUM hvað við eigum að borða og gera, ef að andinn fylgir ekki með – þá erum við oft fljót að gefast upp og fara í alls konar sem ekki er gott fyrir okkur. –

Mér datt því í hug að bjóða upp á svona kombó námskeið – fyrir fólk sem vill prófa að sleppa hveiti og sykri, pasta, grjónum og öllu sem inniheldur mikil kolvetni og taka upp lágkolvetna eða jafnvel alveg ketó lífsstíl til að bæta heilsuna. –

Hvernig, hvar og hvenær? –

Hvar: Hólmslandi, Tungufelli – Heiðmörk (í stofunni hjá mér). Einnig fer hluti fram á netinu – en útbúinn verður hópur á facebook. Þar verða t.d. settar inn hugmyndir að mat – uppskriftir o.fl.
Hvenær: Fjóra mánudaga kl. 18:00 – 20:00 20. 27. sept. 4. okt. 11. okt. – hittumst vikulega.
Fjöldi: Hámark 7 manns í hverjum hópi
Verð: 38.000.- krónur pr. mann/konu (Ketó kvöldverður innifalinn öll skiptin)

Ath! – Ég er ekki næringafræðingur, hjúkrunarfræðingur eða læknir – þannig að þetta er bara byggt á minni eigin reynslu og því sem ég hef lært sjálf. Ég er kennari og prestur og hef starfað sem ráðgjafi varðandi „andlega næringafræði“ til margra ára. Vinnan er ekki minna að komast í andlega kjörþyngd – en líkamlega, þannig að við tölum um tilfinningar og mataræði, ekki minna en t.d innihaldslýsingar í réttum 🙂 …

Þú bókar þig á námskeiðið með því að senda mér póst á johanna.magnusdottir@gmail.com eða með einkaskilaboðum. Staðfestingagjald er 5000.- til að festa plássið – og restin greiðist svo í síðasta lagi 19. september.