Smá fræðsla um gerendameðvirkni

Hvers vegna er gerendameðvirkni skaðleg? –

Vegna þess að hún firrir geranda ábyrgð og möguleika á að taka á sínum málum, um leið og ábyrgðin færist þá oft á þolanda. Sá sem segir frá eða stendur með þeim sem afhjúpar geranda (oft þolandi) er gerður ábyrgur fyrir afleiðingum. –

Dæmi: Vinsæll uppáhaldssöngvari þjóðarinnar er afhjúpaður sem gerandi í það alvarlegu máli að þolandi (þolendur ) er í miklum sárum. Hefur þó hikað við að koma fram, nákvæmlega vegna þess að söngvarinn er hálfgert óskabarn þjóðarinnar.

Eins og móðir ver barnið sitt og trúir engu illu upp á það – þá stígur ekki bara fram ein móðir – heldur her mæðra sem neitar að trúa einhverju illu upp á óskabarnið. Gerir frekar lítið úr því sem hann gerði, bara mistök – hann missteig sig o.s.frv. – Talar jafnvel um að verið sé að leggja hann í einelti. Oft er það ein sem stígur fram, ein sem er vinsæl – þekkt af því að vera skynsöm góð kona og mælir fram í allri ienlægni – því hún trúir einlæglega á drenginn. –

Svo fylgja aðrir – „já loksins steig einhver fram og varði óskabarnið“ –

Í allri athyglinni á að skilja drenginn, fyrirgefa honum og vilja vel. Já, hvar er umburðarlyndið fólk? – Þá sitja þolendur hans í skugganum og hugsa, – „hefði ég ekki átt að koma fram?“ – „Er ég að skemma einhverja ímynd fyrir fólki?“ – Hvað þá með þá þolendur sem EKKI hafa komið fram – sem hafa þagað? Hvað með framtíðarþolendur, ekki bara óskabarnsins, heldur almennt. „Borgar sig ekki að fá einhverja fræga leikkonu til að „verja“ sig?

Það hafa stigið fram „talsmenn“ eða „talskonur“ gerenda – og hreinlega valta yfir þolendur og „talsmenn“ eða „talskonur“ þolenda. Setja upp varnagla áður en þau byrja ræður sínar: „Ég veit sko að ég verð ekki vinsæl en ….“ Jú, þú verður vinsæl meðal þeirra sem hópast í gerendameðvirknihópinn að baki þér. Það hefur bara komið fram undanfarið og hef ég séð það hér á netinu.

Konur sem meina svo innilega vel – en gera sér enga grein fyrir skaðanum sem þær valda. – Ég skrifaði grein til að útskýra skaðann af einni svona grein. Ég fékk viðbrögð frá þolendum sem voru þakklátir því þeir höfðu upplifað grein talskonunnar sem blauta tusku í andlitið. –

Punkturinn með því að útskýra skaða gerendameðvirkni er að þegar verið er að VERJA gerendur – er um leið verið að SKAÐA þolendur m.a. með því að draga úr áreiðanleika þeirra og alvarleika þeirra árása sem þeir hafa orðið fyrir.

:-/ … pælið aðeins í því. Gerendameðvirkni = þú stendur að baki geranda – þú ferð í „lið“ með geranda gegn þolanda.

Hér eru nokkrar setningar sem ég hef kóperað – sem upplifun eftir að pistill Bjarkar Jakobsdóttur var birtur og eftir að ég rýndi í hann:

„Ég las greinina hennar Bjarkar Jakobsdóttir og var í sjokki eftir að lesa hana!!“

„Ad.skrolla.yfir lækin vid thennan pistil er eitt sf thvi sársaukafyllsta.sem.eg hef upplifad.a.fb. eins og 1000 hnifar i hjartađ. Studningur folks med kynferdis og ofbeldisfolki gegn tholendum i formi emoja med hjörtum og knusum er eitt thad ògeđfelldasta.sem èg hef sèđ.“

„Ég er buguð yfir þessari orðræðu og viðkvæmni fyrir gerendum 😪 þolendur sem stíga fram og segja sögu sína fá ekki nærri eins mikil viðbrögð og þessi ömurlegu skrif.“

—-

„Verandi ein af þeim sem steig fram í þáttunum Heimilisofbeldi því èg vildi gera eitthvað gott með það ofbeldi sem ég hef orðið fyrir fannst mér skrif Bjarkar svo mikið skref aftur á bak! Og sjá allan meðbyrinn sem hún fékk var ömulegt!“

“ Svo gott að fá þessa grein eftir grein Bjarkar. Mikið sem ég var aum og lítil í mér eftir að lesa hana. Ég er alin up við þessa þöggun og þorði ekki að segja frá þar sem maðurinn var guð almáttugur að mati allra í minni fjölskyldu. Ég var því miður ekki eini einstaklingurinn sem lennti í honum. Svo koma svona risaeðlur eins og Björk og henda manni til baka í barnæsku og unglingsár.“

Þetta er bara brot af viðbrögðum, en vonandi nóg til að skilja AFLEIÐINGAR skrifa sem áttu að vera úr hjarta sem grét vegna meðferðar á geranda. Ef það er ekki gerendameðvirkni þá heiti ég ekki Jóhanna Magnúsdóttir. –

Gerendameðvirkni – og meðvirkni er aldrei jákvæð. Meðvirkir einstaklingar eru ekki vont fólk og meinar ekkert illt – og meinar reyndar gott. En fattar kannski ekki að með því að verja og vernda einn er það að skaða annan. 😦

Ástæðan fyrir því að ég þekki þetta svona vel er að ég hef verið í gerendameðvirka „liðinu“ oft og mörgum sinnum. Ég var í hjónabandi þar sem ég var sífellt að verja manninn minn eða „fegra“ hegðun hans eða afsaka. Ekki síst gagnvart sjálfri mér. Mér fannst ég oft eiga sök á hans hegðun. Tók á mig sök.

Ég var aðstoðarskólastjóri þar sem ég varði (framan af) hegðun skólastjóra, skrifaði bréf í hans nafni.

Meðvirknin verður oft til vegna þess að það er svo erfitt að horfast í augu við sannleikann – við raunveruleikann. Að einhver sem maður elskar/virðir hafi gert eitthvað á hlut náungans. – Getur það verið? Við viljum taka „höggið“ á okkur. Fara í skaðaminnkandi aðgerðir svo fólkið OKKAR meiði sig ekki.

Þetta er stundum notað sem „tæki“ hinna gerendameðvirku – gagnvart þeim sem vilja segja frá: Kona sem kom til að segja frá kynferðisofbeldi innan kirkjunnar var spurð eitthvað á þessa leið: „Hvað um sjúka og aldraða móður þína, verður þetta mál ekki of erfitt fyrir hana – viltu ekki bara halda þessu fyrir þig?“ –

Nóg komið í bili – er þreytt eftir að skrifa þetta, en ég hef þörf fyrir að fólk skilji hvernig við hreinlega virkum. Ég trúi að við getum öll lært þetta.

Sannleikurinn mun gera okkur frjáls – jafnvel þó hann sé sársaukafullur.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s