Lífssýn

Ég er smám saman að safna í körfu, góðum gildum og visku sem mig langar innilega að fara eftir og deila með mér – „leitast við af fremsta megni“ og allt það, t.d. að taka mig ekki of hátíðlega, vera heiðarleg og sönn, dæma ekki, tala ekki illa um aðra, öfundast ekki og setja mig í spor annarra, rata veg hófsemi o.s.frv. en eitt í viðbót er að ég vil ekki upphefja mig á kostnað annarra  .. ég verð þó aldrei og langt í frá fullkomin, nema að fullkomleikinn liggi í ófullkomleikanum? ..

Ísland og Íslendingar margir eru búnir að vera að ströggla undanafarin ár, frá kreppubyrjun, fjárhagslega, en ekki síður andlega. Neikvæð umræða hefur verið ríkjandi og stundum hefur legið eins og óveðurský yfir landinu.  Fólk er reitt og svekkt og það smitar,  líka í börnin okkar.

Allt sem við tölum um við eldhúsborðið heima, spegla börnin og taka oft sem sína byrði.  Við þurfum að gæta að okkur.  Tölum fallega um og við hvert annað, líka í fjölmiðlum. 

Samtakamátturinn er gífurlega mikilvægur en við höfum verið sundruð vegna ýmissa mála, já hópar og nei hópar hafa myndast og gífurleg pólitísk spenna, svo margir í þjóðfélaginu kvörtuðu að þeir treystu sér varla í fjölskylduboðin, vegna pressu og umræðu við að kjósa hitt eða þetta. Svart eða hvítt.

Veröldin er svo sannarlega ekki svart/hvít.

Við þurfum öll að huga að okkur, öll að fara í „naflaskoðun“ byrja á að breyta því sem breytt verður og bæta það sem bætt verður, en fyrst og fremst draga það fram í okkur sem er gott og jákvætt;  setja fókusinn á styrkleika en ekki veikleika og rækta þá.  Ef hver og ein manneskja gerir það fer hún að verða jákvæðari, lætur umhverfið ekki hafa eins mikil áhrif og fer að standa með sjálfri sér. Hættir að lifa í hugarheimi annarra, og uppgötvar hver hún er og hver vilji hennar er.

Ég trúi því að við séum öll fædd friðelskendur, við viljum gera gott og við viljum náunganum vel. Það besta sem við gerum í því tilfelli er að reyna að setja okkur í spor náunga okkar, óvinar okkar líka – prófa að rökræða frá hans sjónarhóli.  Það er áskorun.

Framtíðarsýnin er því grímulaus heimur, heimur án blekkingar og yfirborðsmennsku. Án hindrana, fáfræði og fordóma. Upplýstur heimur. Það getur stungið í augun til að byrja með og verið óþægilegt, en yfirleitt er hægt að venjast birtunni og tröllin verða að steini.

Heart

Ein hugrenning um “Lífssýn

  1. Bakvísun: Mest lesið á árinu 2013 | johannamagnusdottir

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s