Þegar þú ferð ofan í holu – við skilnað – þarftu hjálp?

Shania Twain lýsir því að missa manninn sinn við skilnað – að sorgin sem hún upplifði hafi verið á svipaðri stærðargráðu og þegar hún missti foreldra sína, en þau létust í bílslysi þegar hún var liðlega tvítug. –
Það var eins og dauði – að hennar sögn. Endalok svo margra þátta í lífi hennar. – Hún segist aldrei hafa komist yfir dauða foreldranna, og hafi þá hugsað „shit“ hvernig á ég að komast yfir þennan skilnað. – Hún hugsaði þá – að hún þyrfti að finna leið til að komast áfram, hvernig hún ætti að skríða upp úr þessari holu – sem hún var komin í.“

Þetta kemur fram í heimilidarmynd um Shania, sem er á NETFLIX.

Það eru ekki allir sem átta sig á því hvað skilnaður getur verið erfiður og mikil sorg – og oft ætlast til að fólk bara „hristi hann af sér.“ – Eftir skilnað upphefst sorgarferli – og til að „skríða“ áfram – eins og Shania lýsir svo vel þar að fara í gegnum tilfinningarnar í ferlinu. Í GEGNUM er lykilorð – en ekki framhjá – undir eða yfir, en það gerum við þegar við forðumst tilfinningar. Það gerum við með vinnu, með vímuefnum, með því að hlaupa í nýtt samband. Það er vissulega einhver möguleiki að heila sig – um leið og maður er kominn í nýtt samband, en það þarf þá samvinnu nýja makans og ekki hætta í sjálfsvinnunni.

Ég hef boðið upp á námskeiðið Sátt eftir skiilnað – alveg frá því 2012 (með hléum) þar sem ég leitast við að mæta fólki og búa til vettvang – þar sem hægt er að tala upphátt um tilfinningar og fara í gegnum þær án þess að vera dæmd – eða sagt að „herða sig nú bara upp“ – Það sem þarf er skilningur – og alveg eins og allt fólk sem er í sorg þá þurfum við tíma til að aðlagast breyttum aðstæðum. Breytingar eru sársaukafullar. Svo er hægt að fara að skoða – í framhaldi hvort eitthvað gott kemur út úr breytingunum, en það gerist ekki á svipstundu, eins og brella eða töfrar. Þarna þarf fólk að sýna sér mildi og þolinmæði.
Það getur verið hetjuskapur bara að koma sér á fætur – og í sturtu þegar mikið áfall hefur riðið yfir. Samt er oft ætlast til þess að fólk, eftir skilnað, mæti bara glaðbeitt í vinnu með „það er allt í lagi hjá mér“ grímuna – mjög snemma eftir að áfallið hefur dunið yfir.

Nánar má lesa um námskeiðið ef þú smellir hér.

Þú getur líka pantað tíma hjá mér í einkaráðgjöf – síma 8956119 eða sent póst á johanna.magnusdottir@gmail.com

Það sem er í raun og veru dónalegt er að segja við manneskju „Þú ert dónaleg/ur“ –

Hugsum okkur að lífið sé spegill og það sem við segjum við aðra komi til baka til okkar eins og bergmál. –

Ég hef nú starfað með fötluðum um tíu ár, – stundum er það fylgifiskur fötlunarinnar að eiga erfitt með samskipti – nú eða vera ofur heiðarleg. Sum „fötlun“ liggur í því að fólkið bara kann ekki að nota hvíta lygi eða fara „fjallabaksleið“ að efninu. – Nú eða ef það er spurt þá segir það sannleikann. –

Ef þú spyrð: „Hvernig finnst þér klippingin mín?“ – og viðkomandi segir: „Mér finnst hún ekki falleg.“ – Þá er hann bara að segja það sem honum finnst – en er ekki dónaleg/ur. Ég hef hins vegar orðið vitni að akkúrat þessum samskiptum. Einhver er spurður – svarar af heilu hjarta og sá sem spyr móðgast og kallar „þú ert dónalegur“ …

Í raun ættum við aldrei nokkurn tímann að segja við einhvern – „ÞÚ ERT DÓNALEG/UR“ – því að í því liggur dómur – og um leið og við segjum þetta erum við sjálf orðin „dónarnir“ – því hversu kurteist er það að segja svona við fólk – og hvers vegna leyfum við okkur það? –
Jú þarna er vankunnátta í samskiptum á báða bóga. –

Það er alltaf tækifæri til að læra. –

Þau sem vinna á leikskóla þekkja vel til þess sem kallað er „Ég og þú boð“ að nota Ég boð í stað þú. Í „Þú ert“ – liggur nefnilega dómur og jafnvel getur viðkomandi barn/fullorðinn upplifað það sem árást. Samskiptin verða aldrei góð í framhaldi af því. – Það eru líka „lokuð samskipti“ –

Hvernig er hægt að svara með „ég“ ef við upplifum að einhver er særandi – nú eða að okkar mati dónaleg/ur? – Hvernig tölum við út frá sjálfum okkur án þess að dæma að ráðast á?

T.d. með klippinguna? – „Mér finnst leiðinlegt að þér finnist klippingin mín ekki fín, því álit þitt skiptir mig máli.“ – eða bara „Takk fyrir að segja álit þitt, ég er bara þokkalega ánægð með hana sjálf“ ..

Ef einhver lætur eitthvað mjög ljótt og það sem við upplifum dónalegt út úr sér – þannig að við særumst eða móðgumst, þá er það kannski lenska að særa á móti, meiða eða móðga? – Það eru auðvitað ekki samskipti í kærleika eða virðingu. – svo það hjálpar ekki að fara á sama plan, heldur – einmitt bara að segja nákvæmlega hvernig OKKUR líður.

Ef ég er að keyra með einstakling sem öskrar í bílnum – jafnvel eitthvað óviðeigandi og ljótt. Þá öskra ég ekki til baka: „HÆTTU ÞESSUM ÖSKRUM OG DÓNASKAP“ – heldur: „Kæri vinur veistu það að mér verður svolítið illt í eyrunum og hjartanu þegar þú öskrar – ertu til í að stilla þig aðeins fyrir mig? – Þetta eru raunveruleg dæmi sem ég hef sjálf upplifað og viðbrögðin verða allt önnur en ef farið er að rífast t.d. við einhverfan einstakling. –


Virðing – Virðing og aftur Virðing og svo „dash“ af kærleika – gera öll samskipti betri. –Fyrirlestrar /námskeið/ hugleiðslukvöld o.fl. í september 2022

Hér verður listað upp það sem er í boði í dásemdarsalnum á Fiskislóð 24 í septembermánuði.

„Ég lifi og þér munuð lifa“
Tölum um líf eftir dauðann – fyrirlestur og samtal á persónulegum nótum.
Ég mun tala um mínar upplifanir af því að mæta fólki sem er farið og hvernig það hefur haft áhrif á líf mitt.
Fimmtudagskvöld 1. september kl. 20:00 – 22:00
Hámark 12 manns
Verð 3.500.- krónur

——————————————–
Hugleiðslukvöld –
leiðin inn á við og þar sem við stækkum hið innra verðmæti, þannig að hið ytra verður ekki eins ríkjandi í lífi okkar. –
Notalegar kvöldstundir með leiddri hugleiðslu sem virkar heilandi í leiðinni.

Mánudagskvöldin 5. 12. 19. og 26. september kl. 20:00 – 21:30 (möguleiki á framhaldi í október)
Verð 3000.- krónur stakt kvöld eða 10.000.- krónur fyrir fjögur skipti.

——————————————–

Fyrirlestur /námskeið: Sjálfmynd og samskipti

Fimmtudagskvöldi 8. september kl. 20:00 – 22:30
Verð 3.500.- Hámark 12 manns
Sjá nánari upplýsingar ef smellt er HÉR

———————————————-

Námskeiðið Sátt eftir skilnað:
„Sátt eftir skilnað“ Laugardaginn 10. september kl. 09:00 – 15:00 –  eftirfylgni á miðvikudagskvöldum 14. 21. og 28.  september kl. 20:00-21:00 
Verð 24.900.- krónur – léttar veitingar innifaldar (þó ekki hádegisverður)
Nánari upplýsingar ef smellt er HÉR

——————————————


Meðvirkni og stjórnsemi – örnámskeið.

Þriðjudaginn 13. september kl. 20:00 – 22:30

Sjá nánari upplýsingar ef smellt er HÉR——————————

Minni á að hægt er að panta hjá mér tíma í heilun /ráðgjöf = ráðgjafarheilun:

Hún fer þannig fram að ég tek á móti þér og við eigum stutt samtal – síðan leggstu á bekk og við eigum saman ca. 50 mín í þögn þar sem ég nota tækni sem heitir Access Bars og snerti þá aðallega höfuð þitt. – Þetta er þó ekki bara allt „tækni“ heldur líka næmni, þannig tengist ég þér betur og fæ sjálf ráð hvernig ég get best hjálpað þér.

Fyrsti tíminn er 90 mínútur – en síðan eru þetta ca. 60 mínútna tímar, er þú vilt koma aftur.

Verðið er enn á „opnunartilboði“ og er 9000.- krónur tíminn.

Allt ofangreint pantar þú hjá johanna.magnusdottir@gmail.com eða í síma 8956119
Einnig hægt að hafa samband við mig á facebook.


Ykkar einlæg; Jóhanna Magnúsdóttir ❤


Þegar þú getur ekki sagt nei – segir líkaminn nei :-/

Þegar við erum börn er okkur sagt að vera stillt og prúð – eða skilaboðin eru að það að vera „góð“ sé að það sé sem minnst fyrir okkur haft. Við lærum að hemja okkur og jafnvel bæla tilfinningar þegar við erum börn. Það geta verið bein skilaboð – eins og ef sagt er við okkur „ekki gráta“ þegar við þurfum að gráta, eða að við lesum það út úr fyrirmyndum okkar og samfélaginu. Við lærum þannig að vera samþykkt – með því að geðjast og þóknast – og vera stillt. Þannig fáum við viðurkenningu. –

Við lærum líka oft að við þurfum að gera eitthvað til að fá að heyra að við séum einhvers virði. – Við tengjum gjörðir við verðmæti okkar. –
Þess vegna, þegar við erum beðin um að GERA eitthvað, þorum við ekki að segja nei, jafnvel þótt við séum þreytt, illa upplögð eða bara alls ekki tilbúin, vegna þess að við tengjum það við að vera góð, vera verðmæt og vera viðurkennd.
Þetta þýðir alls ekki að við getum ekki sagt JÁ þegar við erum beðin um hjálp, en bara að við gerum það á réttum forsendum. – Ekki segja „já“ en finna að jáið þýðir bara að það er verið að stafla enn meira á þinn verkefnalista, sem er kannski yfirfullur. – Þannig verður það yfirþyrmandi og í framhaldinu gæti okkur akkúrat farið að verkja í líkamann, því hann finnur að við ráðum ekki við meira. –

Það er gott að líta í eigin barm. –

Hefur líkaminn einhvern tímann stoppað þig? –
Hvað eigum við að gera þegar líkaminn stoppar okkur? – Eigum við ekki að hlusta? – Eða eigum við að þagga niðrí honum, alveg eins og það er stundum þaggað niðrí börnum sem eru að kvarta? „Mamma mér er illt“ – „svona, svona, þetta eru bara smámunir“ – Einhvern tímann verðum við að hlusta, en stundum er það of seint, – þ.e.a.s. við erum orðin of veik. –

Ef við erum í starfi sem okkur líður ekki vel – ef við erum í hjónbandi þar sem okkur líður ekki vel, gerast sömu hlutir. Líkaminn segir: „hingað og ekki lengra“ – þú ert ekki að hlusta á hjartað þitt, þú ert að fórna hluta af þér til að geðjast umhverfi /maka/ almenningsáliti? –

Við lærðum þessa hegðun sem börn – hún var prógrammeruð inn í okkur, – en fyrsta skrefið er að verða meðvituð um hegðunina. Erum við sjálfum okkur sönn? Erum við að lifa okkar lífi eða annarra? –

Ef þú vilt hjálp við að finna út úr þessu – þá er ég með langa reynslu af því að aðstoða fólk til að vita það sem það veit 🙂 …. hjálpa þér að finna þinn eigin sannleika.

Ég hlusta á þig – ég nota líka heilun til að hjálpa þér að hreinsa út gamla prógrammið sem segir þér að verðmætið liggi bara í því sem þú ert að gera.

Ef þú vilt fá hjálp – eða bara fræðast meira um sjálfa/n þig og sýna þér sjálfsumhyggju, getur þú pantað tíma á facebook, eða johanna.magnusdottir@gmail.com

Ég er með síðu á Facebook þar sem ég auglýsi alls konar námskeið og fyrirlestra sem heitir: Jóhanna Magnúsdóttir Hvatning og ráðgjöf. Endilega kíktu við 😉


p.s.
Ég er guðfræðingur og kennari og hef starfað sem prestur. – Hef margra ára reynslu í að aðstoða fólk varðandi meðvirkni og sjálfstyrkingu. Er með sex ára háskólanám, en það má segja að minn æðsti og besti skóli hafi verið áralöng vinna með fötluðum. Hef verið aðstoðarkona einhverfra í skóla, verið leiðbeinandi á námskeiðum fyrir fatlaða og fyrir starfsfólk sem er að vinna með fötluðum. Margt af þessu fólki með fötlun hafa verið „meistaranir“ mínir hvað mannleg samskipti varðar.

„Í kirkjugörðum heimsins hvílir ómissandi fólk“ … námskeið um stjórnsemi og meðvirkni.

Það er staðreynd að við ráðum ekki öllu í þessu lífi – og ekki nokkur möguleiki á því að við getum stjórnað öllu. Við getum t.d. ekki stjórnað veðrinu og við getum ekki stjórnað öðru fólki, – eða: réttara sagt, við eigum ekki að stjórna öðru fólki, þó við vissulega reynum það oft – og fólk lætur stundum „að stjórn“ í einhvern tíma, en það endar oftast með ósköpum. –

Ástæðan fyrir því að við grípum til stjórnsemi er einmitt sú að við verðum öfgakennd í að stjórna því sem við teljum okkur GETA stjórnað. Segjum að við séum farþegar í bíl, – við erum sífellt að segja ökumanninum til, „keyrðu hægar“ – „ég myndi nú beygja hérna“ – „Ef ég hefði verið að leggja þá myndi ég leggja hér“ .. o.s.frv. – Ef við erum í flugvél hins vegar, sitjum við aftur í (nema við séum flugmenn) – og höfum bara ekkert um fluglagið að segja. Þá upplifum við vanmátt og stundum ótta og e.t.v. ákveðið valdaleysi.

Þegar að fólkið okkar veikist alvarlega, þá langar okkur ekkert meira en að vera því innan handar og hreinlega lækna það, en þá – alveg eins og í flugvélinni, þurfum við að treysta þeim sem ráðnir eru til að stýra, – þá eru það væntanlega læknar og hjúkrunarfólk. – Ef við förum að segja lækninum til – þá erum við dottinn í stjórnsemi.

Annað dæmi um stjórnsemi: Þú mætir manni á götu, hann biður þig um peninga. Þú vilt helst RÁÐA hvernig hann notar peningana, og ætlar því að hafa vit fyrir manninum. Í þessu tilfelli er það ekki okkar að „bjarga“ manninum eða taka ábyrgð á honum (væntanlega fullorðnum) – eða ráða hvort hann kaupir sér samloku eða fíkniefni. Það eina sem þú ræður er hvort þú ákveður að treysta þessum manni og gefa honum SKILYRÐISLAUST peninga.

Stjórnsemi foreldra getur valdið kvíða hjá börnum. Stjórnsemi getur verið lúmsk. Við tölum um tilfinningastjórnun eða „emotional manipulation.“ „Móðir þín heitin vildi alltaf að þú færir í lögfræði.“ „Ég er búin að segja öllum vinkonum mínum að þú ætlaðir í háskólann“ .. Þetta tengist oft að sjálfsmynd foreldra byggist á hvernig börnin þeirra standa sig. Veik sjálfsmynd – sem byggist á gjörðum eða eigum, eða á nánum fjölskyldumeðlimum – en ekki á innri styrk, er akkúrat oft rótin að stjórnsemi og meðvirkni!

Veistu hvort þú ert stjórnsöm/stjórnsamur? Ertu holl/ur barninu þínu? Maka þínum? Eru aðrir í kringum þig stjórnsamir?

Það eru fleiri birtingarmyndir stjórnsemi – og t.d. það að vera ómissandi – eða álíta sig vera það – er ein birtingrmyndin. Þegar ég sjálf greindist með krabbamein 2008 og þurfti að fara í aðgerð þá sagði ég við lækninn minn; „Ég get nú ekki tekið mikið frí frá vinnu“ – en þá svaraði hann einmitt: „Veistu það Jóhanna mín, að í kirkjugörðum heimsins hvílir ómissandi fólk“ … Þetta var eins og kjaftshögg – en ég lærði af þessu. Eftir að ég fór að greina stjórnsemi og meðvirkni, gerði ég mér grein fyrir því hvers vegna ég var „ómissandi“ – ég hafð hreinlega unnið að því að gera sjálfa mig ómissandi í vinnunni, því ég hafði þörf fyrir viðurkenningu og að skipta máli. Stjórnsemin kom líka fram í því að meðan ég taldi mig ómissandi þá var ég um leið að lýsa yfir vantrausti á annað fólk. Rótin að stjórnseminni er í raun lágt sjálfsmat og þörf fyrir að vera við stjórn – því það er kannski eitthvað sem við höfðum einhvern tímann upplifað sem við höfðum EKKI stjórn á. Í mínu tilfelli gæti það verið það að missa föður minn sjö ára gömul, – og þar ofan á minni áföll þar sem ég fékk engu ráðið sem barn.

Meðvirkni – og þá stjórnsemi verður einmitt til sem eðlileg hegðun barns við óeðlilega hluti. Það er óeðlilegt að missa föður ung og fá enga áfallahjálp eða umtal Það er ekki síst úrvinnslan, eða úrvinnsluleysið sem veldur þessum viðbrögðum að fara út í stjórnsemina. Ef við „greinum“ okkur meðvirk og/eða stjórnsöm þá verðum við að mæta okkur með mildi, því það á sér skýringar sem við hreinlega höfðum ekki getu eða kunnáttu til að bregðast við á nokkurn annan hátt en að fara í þessa hegðun. Það er þó hægt að vinna með þetta á fullorðinsárum, eins og ég sagði í upphafi; með því að mæta sér með mildi, skoða sögu sína og kannski taka fyrsta skrefið: að viðurkenna vandann!

Með stjórnsemi tökum við oft ábyrgð af einhverjum sem eiga að hafa sjálfar/sjálfir ábyrgð. Tökum gleði frá fólki, tökum þroska frá fólki, – og við vantreystum fólki. – Það er því bara alls ekki góður eiginleiki að vera stjórnsöm! ..

Meira um þetta og úrvinnslu – í litlu námskeiði sem ég ætla að bjóða upp á 13. september frá 20:00 – 23:00
Staðsetning: Fiskislóð 24, 101 Reykjavík
Hámark 12 manns á námskeiðinu
Verð 6.000.- krónur
Léttar veitingar innifaldar – og ég tek á móti þér með mildi
Skráning hjá johanna.magnusdottir@gmail.com

*******GLEÐIKVÖLD******

Þar sem gleðin er eina víman! –

Drög að dagskrá:

Mæting og gestir fá gleðisnafs 🙂

Við setjumst í hring og kynnum okkur lítilsháttar.

Farið í gleðihugleiðslu í ca. 10 mínútur (kannski á Spánarstrendur)

Við gerum gleðiorkuæfingar Donnu Eden.

Tölum svolítið um það sem gerir okkur glaðar – það sem þú veitir athygli vex og dafnar.

Penna-æfingar.

Sköpunargleðiverkefni.

Gestir fá allir að draga englaspil og fá gleðiráð í kringum það.

Gerum að lokum „tapping“ frá kvíða yfir í tilhlökkun – og förum heim með tilhlökkun í maga og bros á andliti.

Litagleði ríkjandi – svo fólk þarf að koma í litríkum fatnaði, rósóttum, skræpóttum – eða eins og hugmyndaflugið leiðir það.

Get líka boðið upp á svona kvöldstund fyrir hópa 🙂

Tveggja tíma prógram – frá 20:00 – 22:00

Verð 5000.- krónur
(léttar veitingar innifaldar – ath! allar veitingar óáfengar – þar sem gleðin er vímuefnið).

Hláturinn lengir lífið og hækkar tíðnina okkar – og þegar við hækkum tíðnina förum við að laða það góða að okkur ❤

Mátulegur fjöldi er 8-12 manns 🙂

= Gaman saman!

Staðsetning Fiskislóð 24, 2. hæð

Gleðikvöld verður haldið fimmtudag 4. ágúst nk.

Bókanir: johanna.magnusdottir@gmail.com

Gleðistýra: Jóhanna Magnúsdóttir

Sjáfsmynd og samskipti – námskeið/fyrirlestur 8. september 2022 kl. 20:00 – 22:30

„Hver er ég?“ er væntanlega ein stærsta tilvistarspurning okkar mannfólksins, í framhaldi af því kemur spurningin – „Hver er tilgangur minn?“ –

Í framhaldi af því að skoða okkur sjálf – er gott að átta sig á samskiptum við annað fólk. Hver er það sem er að tala og bregðast við? Breytum við um persónu/hlutverk eftir hver á í hlut?

Hvernig tala ég út frá hjartanum? Út frá sjálfri/sjálfum mér?

Allt ofangreint og meira verður til umfjöllunar á örnámskeiði þann 8. september nk.

Markmið námskeiðisins er að þátttakendur fái betri sjálfsskilning og verkfæri til betri samskipta – bæði við sjálfa sig og aðra. –

Það verður a.m.k. gaman 🙂 Það skiptir öllu máli.

Staðsetning: Fiskislóð 24, 101, Reykjavík
8 . september – fimmtudag
Kl. 20:00 – 22:30

Leiðbeinandi: Jóhanna Magnúsdóttir – kennari og ráðgjafi
Verð: 3500.- krónur (tekið frá sæti með greiðslu)
Innifalið kaffi/te og nasl á meðan námskeiði stendur
Hámarksfjöldi þátttakenda eru 12 manns

Skráning hjá johanna.magnusdottir@gmail.com eða í messenger á facebooksíðu minni eða Jóhanna Magnúsdóttir Heilun og ráðgjöf (sími 8956119)
SÁTT eftir skilnað – námskeið laugardag 10. september 2022

Sátt – er kannski síðasta tilfinning sem við hugsum þegar við erum að ganga í gegnum skilnað. Skilnaður við maka felur í sér brostnar vonir og væntingar og breytingar sem var einhvern veginn þvingað upp á okkur.

Engin/n fer af stað í samband eða hjónaband með það markmið að skilja. Markmiðið er að ná að verða gömul saman, haldast hönd í hönd, horfa á sólarlagið og yfir farinn veg. Kannski eftir að hafa yfirstigið erfiðleika. –
Þegar þetta tekst ekki, verða vonbrigði. –Sagan okkar fór ekki eins og við höfðum ímyndað okkur – og það gerir okkur óhamingjusöm.
Þið hafið lagt í ferðalagið saman, en einhvers staðar á leiðinni skiljast leiðir. Það veldur, í lang flestum tilfellum sársauka. Þann sársauka þarf að viðurkenna, en ekki deyfa. Óviðurkenndur vandi verður ekki leystur. Vandi sem er deyfður er bara settur í dvala.

Ef þú vilt andrými – umhverfi – til að ræða þinn skilnað þá býð ég upp á slíkt með námskeiði sem ég kalla „Sátt eftir skilnað“ – Markmiðið er sáttin. Sátt við það sem við fáum ekki breytt. Ef við erum föst í að reyna að breyta fortíðinni getum við lent í þráhyggju og „blaming game“ og það er vont að vera föst.

Hægt er að lesa nánar um námskeiðið og uppbyggingu ef smellt er á þennan hlekk –
Skráning er hjá johanna.magnusdottir@gmail.com
Námskeiðið er haldið laugardaginn 10. september nk. að Fiskislóð 24, 2. hæð – kl. 09:00 – 15:00 og þrír tímar í eftirfylgni á miðvikudagskvöldum 14. 21. og 28. sept kl. 20:00 – 21:30 á sama stað.
Verð 24.900.- (staðfestingargjald 3000.-) Morgun- og eftirmiðdagshressing innifalin, en á Grandanum eru fjölmargir veitingastaðir þar sem hægt er að skreppa og snæða í hádegishlénu.
Fjöldi á hverju námskeiði eru 6-9 manns.

Leiðbeinandi er Jóhanna Magnúsdóttir, kennari og guðfræðingur.

Vertu hjartanlega velkomin/n

FRÁ sorg til SÁTTAR – námskeið um sorg og að mæta sjálfum sér í sorgarferli

Ég heiti Jóhanna Magnúsdóttir, er með leyfisbréf sem kennari og embættisbéf prests. Ég hef starfað í mörg ár sem ráðgjafi og kennari. Hef kennt mörg námskeið hjá símenntunarmiðstöðum, og þá mest hjá Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum.
Í guðfræðináminu lærði ég sálgæslu og þar er m.a. fjallað um sorgina og sorgarferlið, – en mestan lærdóm hef ég þó dregið af eigin lífsreynslu – að vinna með fólki í gegnum sorgarferlið.

Ég þekki af eigin reynslu sorgina við að vera barn sem missir foreldri, en ég var sjö ára gömul þegar faðir minn lést. Bestu vinkonu mína – æskuvinkonu missti ég þar sem hún fékk krabbamein. Ég þekki sorgina við skilnað, þegar við barnsfaðir minn skidum eftir 20 ára hjónaband. Ég þekki sorgina við að missa móður yfir í heilabilun – þar sem hún hvarf hægt frá okkur. Stóra sorgin mín varð 2013, þegar dóttir mín lést í blóma lífsins – aðeins 31 árs, frá tveimur ungum börnum. – Það var margföld sorg, fyrir mig sem móður, að missa hana og horfa upp á sorg barna hennar og annarra náinna aðstandenda.

Ég hef skrifað marga pistla um sorgina – um hvernig við neyðumst til að bera hið óbærilega, hugsa hið óhugsandi – eins og að missa barnið sitt, og í raun sættast við hið ósættanlega.

Hvernig náum við því og hvers vegna er það mikilvægt? –
Hvað er sorgarferli – klárast það einhvern tímann?
Hvernig er hægt að læra að lifa með sorginni?

Ég hef ákveðið að deila reynslu minni, en ég hef mikla ástríðu fyrir því að hjálpa fólki og deila því sem ég hef lært, bæði af bókum og eigin reynslu og upplifunum – og mun bjóða upp á eins dags námskeið/fyrirlestur um SORG, þar sem boðið verður upp á eftirfylgni í 2 skipti – einn og hálfan tíma í senn þar sem hópurinn hittist.

Hámarksfjöldi á námskeiðinu eru 8 manns.

Átt þú erindi? Ef þú hefur elskað og misst og finnst þú eiga erfitt með að komast í gegnum sorgina óstudd/ur – þá áttu erindi. Skiptir ekki öllu hversu langt er liðið frá missi.

Námskeiðið er haldið miðvikudag 7. september kl. 17:00 – 20:00
Eftirfylgnikvöld eru: 14. og 21. september kl. 20:00 – 22:00

Alls 8 klukkustundir

Ath! Þegar þú hefur skráð þig og greitt staðfestingargjald – bæti ég þér í lokaðan facebook-hóp, ef þú ert á facebook og ég set þar inn ítarlegri upplýsingar og dagskrá á upphafsdegi. Eftirfylgnin er til að gefa fólki rými til að tjá sig um hvernig gengur – eftir námskeiðið.


Námskeiðið er haldið að Fiskislóð 24, Reykjavík 2. hæð
Skráning með því að senda mér tölvupóst johanna.magnusdottir@gmail.com
eða hringja í síma 8956119

Gjald fyrir námskeiðið – auk eftirfylgnitíma er 19.800.- staðfestingargjald er 3000.-

Innifalið er m.a. kvöldhressing og lítið hefti með minnispunktum frá námskeiðinu.

Markmið er að þér líði betur – og fáir meiri sátt í hjartað. ❤

Þú sem heyrir hrynja tár
hjartans titra strengi.
Græddu þetta sorgarsár
svo það blæði ei lengi.


Námskeiðið er fyrir allt fólk óháð hverrar trúar það er.

Ath! – Ég mun einnig setja hér upp annað námskeið/fyrirlestur sem svarar mjög algengri spurningu: „Hvernig mæti ég fólki í sorg? – fyrir aðstandendur og vini.
Guð sem gefur okkur frelsið til að fara okkur að voða

Mæðradagshugvekja frá 12. maí 2019.

Foreldrar sem eiga von á barni vita að heimurinn er ekki öruggur. Það er áhætta að eignast barn, vegna þess að það eru alls konar áskoranir og ógnir í heiminum. Barnið getur meitt sig og mun á einhverju tímabili meiða sig. Foreldrar vita þetta, en þeir taka áhættuna, því þeir vita að það að eignast barn er tækifæri til að elska og einnig tækifæri til þroska.

Góð móðir er mild en máttug og setur barni sínu elskuleg mörk. Hún leyfir barni sínu að gera mistök og læra af þeim, en stelur ekki þroska þess og gleði.

Barn uppsker gleði með að geta og gera sjálft. „Sko mig“ segir barnið og hlær við eða upplifir stolt yfir framförum sínum.

Þannig hefur Guð gefið okkur frelsi og sleppt okkur lausum og er ekki alltaf að taka fram fyrir hendurnar á okkur og þannig þroskumst við og lærum.

Kona sem var á fertugsaldri kvartaði undan ofverndun móður sinnar og sagði: „Mér líður eins og barni sem er löngu farið að ganga, en mamma er alltaf að taka í hendurnar á mér í þeim tilgangi að styðja mig, en um leið stöðvar hún mig.“ – Mamma hennar elskaði hana að sjálfsögðu mjög mikið, en þarna skorti kannski eitthvað upp á að hún treysti henni út í lífið. Ábyrgð móður er að sjálfsögðu mikil á meðan barnið er ósjálfbjarga og einnig fyrstu ár þess og fram á unglingsár, en svo kemur sá tími þar sem móðirin verður að sleppa og gefa barninu frelsi til að lifa og þroskast. Það getur verið ógnvænlegt, en í því felst hin óeigingjarna og skilyrðislausa elska.

Þetta vita fuglarnir sem horfa á eftir ungum sínum fljúga úr hreiðrinu. Þeir vita líka að ungarnir eru með vængi sem gera þeim kleyft að fljúga. – Stundum lenda þessir ungar í ógöngum og kannski bíður þeirra bara gin á gráðugum ketti – en samt þurfa þeir á einhverjum tímapunkti að yfirgefa hreiðrið og öryggið. Fugl í búri er væntanlega öruggastur, en hann syngur væntanlega ekki eins glaðlega og sá sem er frjáls.

Stundum lendum við, sem fullorðin, í óhöppum eða jafnvel stórslysum og segjum „Hvers vegna gerði Guð ekkert?“ og erum þá að reikna með að Guð sé eins og mamman í sögunni, sem sleppti ekki takinu af dóttur sinni vegna þess að hún treysti henni ekki. En það er víst ekki bæði haldið og sleppt, eða hvað? – Guð leggur okkur lífsreglurnar og Guð vakir yfir okkur og elskar, – og vefur okkur í umhyggju og „heldur“ þannig utan um okkur eins og elskandi móðir, en faðmur Guðs eða elskandi móðir er ekki spennitreyja eða búr.

Guð tók stærstu áhættu sem hægt er að taka „Því svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf son sinn eingetinn, til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki, heldur hafi eilíft líf. Guð sendi ekki soninn í heiminn til að dæma heiminn, heldur að heimurinn skyldi frelsast fyrir hann.“

Guð er sem móðirin sem gefur okkur frelsið, frelsið til að leika, læra og lifa.