VIKAN

Er ekki fegurðardrottning en ég brosi vissulega í gegnum tárin.  … Hjálp mín í gegnum sorgarferlið felst m.a. í því að ég er að hjálpa öðrum í skólagöngu lífsins, en bekkirnir geta reynst býsna erfiðir. Hjálpin felst í ómetanlegri fjölskyldu og vinum, samhug og samstöðu. Hjálpin felst í fullvissu minni á því að ég geng aldrei ein og trúnni á hið eilífa líf, og þar fer fremst í flokki eilífa lindin mín, hún Eva Lind Jónsdóttir sem hvíslar hvatningarorð í eyra mömmu sinnar.

Gleði og jákvæðni voru skilaboðin hennar – og ég hef tekið þá ákvörðun að gleði og jákvæðni skuli vera einkunnarorðin mín. Afkoma mín byggist á starfinu mínu, einkaviðtölum, námskeiðum og fyrirlestrum m.a. um meðvirkni og málefni andans. Markmiðið með starfinu er, fyrir utan það að vera þessi „meðhjálpari“ á lífsgöngunni og eiga fyrir salti í grautinn, að afla tekna svo ég geti staðið betur við bak barna minna sem kveðja yndislega systur og til að hafa tök á heimsóknum til barnabarnanna i Danmörku, sem sjá svo ung eftir einstakri mömmu. Þess vegna ákvað ég að samþykkja viðtal við Vikuna til að kynna mig og mín störf.

Ég er þakklát fyrir kynninguna1017515_555837287808133_719084663_n(1)i og þakklát fyrir lífið.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s