Gömlu hjónin og rúnstykkið ..

Systir mín sagði mér skemmtilega og lærdómsríka dæmisögu nýlega, en hún var einhvern veginn á þessa leið:

Eldri hjón höfðu þann sið að deila einu rúnstykki daglega. – Þar sem eiginmanninum þótti svo vænt um konuna sína,  gaf hann henni alltaf efri partinn – þennan með birkinu (því það fannst honum sjálfum betri hlutinn)  og hann tók sjálfur botninn.  Þetta höfðu þau gert í tugi ára, og það var ekki fyrr en þau voru komin á áttræðisaldur að eiginkonan spurði manninn hvort að hún mætti fá botninn í eitt skipti. – Maðurinn varð hissa og spurði hvort henni þætti ekki efri hlutinn betri.-

„Nei, reyndar þykir mér botninn betri, ég hef bara aldrei kunnað við að biðja um hann, því ég hélt að þér þætti hann betri“ – svaraði þá konan.

Það sem hjónakornin gerðu rangt frá upphafi var að tala ekki saman um hvorn hlutann þau vildu frekar.

Eiginmaðurinn áætlaði að þar sem honum þætti efri hlutinn betri, þætti konunni hans hann líka betri.  Eiginkonan lét sig hafa það að borða neðri helminginn í góðri trú um að eiginmaðurinn væri að fá það sem honum þætti betra. –

Samskipti geta verið flókin .. sérstaklega ef að enginn tjáir sig!

Í öll þessi ár hefðu bæði getað verið að borða þann hlut sem þeim líkaði betur, – og annar kostur,  hefði e.t.v. verið að skera rúnstykkið þvert! 😉 …

Að sjálfsögðu má heimfæra þessa sögu upp á svo margt í okkar lífi: „Af hverju sagðir þú ekki að þú vildir?“ …….
„Af hverju spurðir þú aldrei?“ …

Það hefur örugglega mátt spara margan misskilninginn (og jafnvel fýluna)  með því að segja og spyrja.

Hver eru svörin og hver er ástæða þess að við segjum ekki og spyrjum ekki? –

2 hugrenningar um “Gömlu hjónin og rúnstykkið ..

  1. Bakvísun: Gömlu hjónin og rúnstykkin | Innihald.is | Þjóðmál – Afþreying

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s