Þú veist svarið …

Öll okkar svör eru innra með okkur, –  hvað vil ég?  Hvað vilt þú?    Mitt svar er innra með mér og þitt innra með þér.   Ef við teljum okkur ekki vita svörin,  er það vegna þess að við erum búin að búa til hindranir –  eða lokanir og náum ekki að sækja svörin okkar.
Stundum er svarið of sársaukafullt –  og þá þykjumst við ekki vita svarið, eða förum í afneitun því að  það er „þægilegra“ þá stundina að  þykjast ekki vita hvað okkur er fyrir bestu. –

Svona staðhæfingum eins og koma hér að ofan þurfa að fylgja dæmisögur, svo hægt sé að skilja.

Ég segi sögur af henni Önnu, en Anna er bara tilbúin persóna,  sem ég bý til úr mörgum persónum sem ég hef rabbað við og einnig er hún hluti minnar eigin reynslu:

Anna var í sambandi við mann sem hún var mjög ástfangin af,  en hún fann að það var ekki gagnkvæmt.   Hann vildi samt ólmur vera með henni –  en fljótlega fann hún að þó hann segðist vera hrifinn af henni,  þá sýndi hann það ekki í verki,  og seinna komst hún reyndar að því að hann var óheiðarlegur gagnvart henni   (Kannski vissi hann ekki sjálfur hvað hann vildi því hann var ekki í tengslum við sjálfan sig ?)   Hún vissi að þetta samband myndi ekki ganga upp,  en hún fór í afneitun,  vegna þess að það var of sárt að hætta – og allt of mikil vonbrigði. –

Það þýddi ekkert að aðrir segðu henni að þetta myndi ekki ganga upp,  hún varð eiginlega bara þrjóskari við það –  „ég ætla að láta þetta ganga“  hugsaði hún, – en var þá komin í ákveðna stjórnsemi og örvæntingu.
Alltaf vissi hún hvað var rétt –  en hún vildi ekki vita það.
Svörin eru alltaf innra með manni.

Annað dæmi er t.d. um hvernig við blekkjum okkur með mataræði –  eða t.d. alkóhól – sígarettur o.s.frv. –

„Ég ætla að kaupa súkkulaðikex, svona ef að það koma gestir“ ..    Það sem þú veist er að þú munt líklega ekki fá gesti og borðar súkkulaðikexið  sjálf/sjálfur að lokum.  –    Þú veist það sérstaklega ef það hefur gerst áður.      Þetta getur líka verið þegar þú ert að taka fyrsta glasið eða bjórinn og hefur áður átt erfitt með drykkju, –   „æ ég fæ mér bara eitt glas“ .. en svo verða þau mörg.      Margir ætla líka að reykja minna,  borða minna ..   en fara í gamalt far.    Það er því fyrsta glasið eða fyrsta sígarettan sem skiptir máli, –  að blekkja ekki sjálfa/n sig. –

Þegar við gerum ekki það sem við vitum, eða það sem er í raun best fyrir okkur til langframa  (in the long run)  er oft  sjálfsblekking. –      Sumir segja:  „Ég veit þetta allt og kann allt“ – t.d. um mataræði,  „en ég geri það ekki“.

Ástæður fyrir því að við vitum  en  gerum ekki geta verið flóknar,  t.d. gömul innræting um að í raun eigum við ekkert skilið að ganga vel eða vera glöð og hamingjusöm.    Eða við höfum ekki trú á því.     Stundum getum við líka hafnað einhverju góðu sem kemur í líf okkar áður en okkur er hafnað.     Ein stúlka dró sig viljandi niður – þegar hún fór að upplifa gleðitilfinningar – því hún vildi frekar stjórna því sjálf en að  gleðin yrði stöðvuð utan frá eða af öðrum.

Það er margt í mörgu og við mannfólkið með flóknar tilfinningar –  en ef við slökum á og setjumst niður með sjálfum okkur,  og elskum okkur eins og við værum að elska barn,  þá kannski förum við að hlusta á okkar innri rödd – sem veit svarið og fara eftir því?

Það er þess vegna sem sjálfsumhyggja og sjálfsvirðing er mikilvæg.  Að virða sig viðlits og veita okkur athygli.    Því það sem við veitum athygli vex og dafnar – og hvers vegna ekki að veita  okkur sjálfum athygli og hlusta?

Þegar sársaukafullu ákvarðanirnar eru teknar,  eða þær erfiðu,  þá erum við SJÁLF til staðar til að mæta okkur með mildi –  og klöppum okkur á öxlina og segjum “ þú átt allt gott skilið,  þína eigin virðingu og annarra – og ég ætla að lifa samkvæmt því.“  –

Allir eiga skilið að njóta lífsins –   og  GLEÐIN  er besta víman.

Gleðin kemur þegar við erum við sjálf og erum þakklát fyrir að vera þau sem við erum og þurfum ekki að breyta neinu né stjórna neinu.

67458981_2783168081728172_1318662548802764800_n

„Ávallt viðbúin“

Eftirfarandi er haft eftir Oprah Winfrey:  „Nothing about my life is lucky. Nothing. A lot of grace, a lot of blessings, a lot of divine order, but I don’t believe in luck. For me, luck is preparation meeting the moment of opportunity. There is no luck without you being prepared to handle that moment of opportunity. Every single thing that has ever happened in your life is preparing you for the moment that is to come.“ — Oprah

Á íslensku:

“Ekkert í mínu lífi byggir á heppni. Ekkert.   Sumt er vegna náðar, annað er blessun, eða guðleg forsjón –  (stundum kallað „skikkan skaparans“ – innskot mit) –  en ég trúi ekki á heppni. Fyrir mér er heppni undirbúningur sem mætir augnabliki tækifærisins.  Það er engin heppni  sem fylgir því að vera tilbúin/n að höndla þetta augnablik tækifærisins.   Hvert einasta atriði sem hefur gerst í lífi þínu er undirbúningur það sem koma skal.Það má eiginlega segja að þessi boðskapur sé í ljóðinu sem kallar á okkur að vera til þegar vorið kallar.   Við erum tilbúin fyrir vorið.

Vertu til er vorið kallar á þig,
Vertu til að leggja hönd á plóg.
Komdu út því að sólskinið vill sjá þig,
sveifla haka og rækta nýjan skóg!

HEY!

Þetta er sungið t.d. á Skátamótum enda þeirra slagorð:  „Ávallt viðbúin“ ..

tækifæri

Sjálfs – traust / Self – esteem

Skilyrðislaust verðmæti okkar –   Okkar innra verðmæti  helst það sama frá fæðingu til dauða. EKKERT og ENGINN breytir því. Ekki eignir okkar, það sem við gerum, vandamál okkar eða velgengni. Við erum alltaf jafn verðmæt og það þýðir að „við erum nóg“  – skilyrðislaust.
Markmið okkar er að finna frið, gleði, sátt og ást hið innra, því það er grunnurinn að öllu öðru. Það er engin trygging fyrir því að verða glöð og sátt að eignast hluti eða ná ytri – eða veraldlegum árangri. Það sjáum við í t.d. fólki sem á fullt af dóti/peninga en er samt óánægt og er jafnvel á flótta frá sjálfu sér í gegnum vímuefni, alkóhól eða aðrar fíknir. Kannski valdafíkn. En öll fíkn er flótti. Markmiðið er að vilja vera með okkur sjálfum og tengjast okkur sjálfum. Að sjá gullið hið innra með okkur, að trúa að það sé og að gera eitthvað í því – eins og að teygja okkur eftir því. Inn á við. Þurfum ekki að „betla“ hamingju frá öðrum.

Sjálf – styrking er að styrkja sjálfið ekki að styrkja hið ytra heldur hið innra sjálf.   Það er um SJÁLF,   annars væri það  „Hinna“ – traust.    Það sem er EKTA og hrein/n ÞÚ.  Það sem er raunverulegt er það sem er varanlegt.    Það sem þú fæðist með og verður ekki af þér tekið.
Þú ert að rækta þitt raunverulega vald – sem ekki er hægt að taka af þér. Þú passar upp á þitt innra barn og berð ábyrgð á því.

Munum að þakklætið er undirstaða gleðinnar – og ætlum að ástunda þakklætið og iðka jákvætt sjálfstal.

Ég elska mig  –  Ég samþykki mig –  Ég þakka mér –  Ég fyrirgef mér –  Ég virði mig.
„Þessi  mig/mér  sem við erum að tala um er barnið sem þú einu sinni varst.  Foreldrar þínir höfðu áður ábyrgðina barninu þegar það var lítið,   eða aðrir fullorðnir,  en núna er barnið á þinni ábyrgð og það er einnig á þinni ábyrgð að elska barnið og styrkja í þessum viðkvæma heimi.
Our Unconditional value  (Our value „no matter what“ )  – Our  inner value remains the same from birth to death. NOTHING and NO ONE can change that. Not our belongings, what we do, our problems or our success. We are always the same value – and that means „we are enough“ unconditionally.

Our goal is to find peace, joy and harmony and love – acceptance on the inside. That is the foundation for everything. There is no guarantee for happiness with worldly success. We can see it f.ex. in people who have lots of things/money but are still unhappy and even fleeing from them selves through drugs, food or alcohol or other addictions. Maybe the addiction to power. But all addiction is flight from one self. Our goal is to want to be with our selves and connect to our selves.
To see the gold inside of us, to believe in the gold inside of us and to act on it – by reaching for it – inside, we don´t need to beg for happiness from other people.

Self – empowerment – is to make your inner self strong, not the outer or other. The self that is REAL og Clear YOU.   What is lasting and can´t be taken away from you.  –  Self esteem is about  SELF not OTHER,  then it would be Other-esteem.
You are growing your authentic power – which can not be taken away from you. You take care of your inner child – and be responsible for it 

Remember that gratitude is the foundation for Joy, and we are going to practice gratitude and use positive affirmations for our selves.

I love my self –  I accept my self –  I thank my self – I forgive my self –  I respect my self.

Your „self“   we are talking about is the child you once were,  your parent´s had the responsibility for the child when it was small – or/and some other grown – ups,  but now the child is your responsibility and it´s also yours to love the child and empower it in this fragile world.  

11392815_10206491177699484_9005382576710526593_n

Fyrirlestrar – örnámskeið í boði

Fyrirlestrar í boði fyrir vinnustaði – félagasamtök eða  aðra hópa.   Umfang allt frá  30 mín – 3 tíma  ( Annað hvort 3 tíma í röð,  eða koma í 3 skipti ).

 

 

Nafn á fyrirlestri Umfjöllun
Sorg, áföll  og sátt Viðbrögð við sorg og leiðir og  hjálparráð  til að ná sátt við missi,  hvort sem um er að ræða  dauðsföll, skilnað, sambandsslit, atvinnu-heilsumissi o.s.frv. –   Þú hefur upplifað breytingar í lífinu sem þú vildir ekki,  en þarf að takast á við þær.
Meðvirkni – grunnfyrirlestur Kjarnaatriði í meðvirkni,   orsakir  – sjálfsskoðun,  lausnir.   Hvað getum við gert og hvað ekki?  –
Þakklæti sem forsenda gleðinnar  Mikilvægi þess að ástunda þakklæti og lifa í heimi fullnægjuhugsunar í stað skorts.
„Ég get það“   Hvernig náum við markmiðum okkar,  og hver eru hin raunverulegu markmið og um leið hindranir? –    Hvernig temjum við okkur jákvætt sjálfstal?  –
Mín heilsa,  mín ábyrgð. Mikilvægi þess að taka ábyrgð á eigin heilsu  til að auka lífsgæði og lífsgleði.
Mátturinn í Núinu Fræðsla um núvitund – og hvernig við náum að njóta augnabliksins óháð ytri aðstæðum.   Slökunaræfingar.

Til að panta fyrirlestur eða fá nánari upplýsingar:   johanna.magnusdottir@gmail.com

Hægt að sérsníða fyrirlestra og námskeið miðað við þarfir.

419760_399582396722202_155458597801251_1749816_1666267657_n

Með stálkúlu í maganum …

Ég man ekki ártalið,  en það eru a.m.k. 15 ár síðan að ég var stödd á kaffistofu Kvennakirkjunnar í Kjörgarði – sem var og hét.    Inn kom koma og kynnti sig og sagðist heita Sólveig.  Ég spurði hana hvaða þjónustu hún væri að bjóða upp á,  en hún leigði þarna herbergi  þar sem hún bauð upp á meðferðir.    Jú,  það var höfuðbeina-og spjaldhryggsjöfnun. –    Hún hefði alveg eins getað sagt eitthvað á kínversku,  því ég vissi ekkert hvað það var.    Ég hafði þjáðst af brjósklosi í  þó nokkurn tíma,  gengið hölt og búin að minnka við mig vinnu í 80%  af þeim sökum.     Ég spurði hvort hún gæti hjálpað við brjósklos. –   Hún svaraði að það gæti hún – og svo talaði hún eitthvað um „vefræna tilfinningalosun“ .. og það var aftur einhvers konar tungumál sem ég skildi ekki.
„Tilfinningarnar eiga það til að setjast í bakið“  minnir mig að hún hafi sagt, –  en ég ákvað að panta tíma og prófa öll þessi „ósköp“  –  en það gat ekki verið meiri þjáning en að fara til sjúkraþjálfarans,  en ég var alltaf að drepast í bakinu eftir tíma hjá honum. –

Fyrsti tíminn: 

Ég lagðist á bekk,  fullklædd og Sólveig talaði blíðlega til mín.    Hún setti höndina undir hrygginn vinstra megin,  og ég fann eins og straum og hita fara niður í vinstra fótinn (en ég var með brjósklos vinstra megin).     Vegna þess hvað það er langt um liðið man ég auðvitað ekki allt í smáatriðum en þetta man ég mjög vel:  Hún lagði höndina á magann á mér og spurði um tilfinninguna í maganum.    Mér að óvörum svaraði ég að það væri eins og það væri stálkúla í maganum.    Hún spurði mig hvað ég væri gömul og mér fannst það skrítin spurning,  en ég svaraði að ég væri fimm ára og ég var allt í einu komin í portið þar sem ég bjó á Grettisgötu  í bakhúsi.    Ég lýsti því að ég stæði  þarna og mamma var búin að setja plötu fyrir garðinn okkar,  svo að vinur minn kæmist ekki inn.   Hann hafði kastað sandi framan í mig og hann mátti ekki leika við mig. –
Svo fór að hellast yfir mig mikil sorg og ég fór að hágráta,  þarna sem ég lá á bekknum og óstöðvandi flaumur tára hélt áfram að koma.     „Var ég alveg búin að missa það?“  ..  Ég skildi sjálf ekki hvað var að gerast þarna í herberginu í Kjörgarði,  en Solveig sagðist myndu passa upp á mig og ég treysti henni til þess. –
Ég rifjaði þarna upp nafn drengsins og gat nefnt það  –  en ég hafði algjörlega gleymt þessu,  og þetta hlytur að kallast „bæld minning“   en nokkrum dögum eftir að þetta gerðist  lést þessi ungi drengur.    Einhver krakki kom gangandi niður göngin og kallaði:  “ _________  er dáinn “    (ég vil ekki setja nafnið hans hér).
Af einhverjum orsökum hafði ég tekið þá hugmynd inn að ég hefði átt einhverja sök á dauða  drengsins.    Vegna þess að ég klagaði hann  og mamma hefði þess vegna lokað á hann  að það væri mín sök,  og  sektin var stálkúlan í maganum á mér.      Á þessu tímabili fór ég að pissa undir –  og sem fullorðin var ég sífellt að fá þvagfærasýkingu og blöðrubólgu.      Það gerðist varla upp úr þessu.    Það hafði eitthvað hreinsast og stálkúlan var farin.     Þetta var ótrúlegur tími –   og ég fór síðan í fleiri tíma og ég hef í gegnum ævina farið t í  höfuðbeina-og spjaldhryggsjöfnun  til að hjálpa mér við svo margt – og ekki síst þegar ég  var í djúpri sorg og gat losað um hana þarna í örygginu. –

Bakið lagaðist líka,  ég þurfi ekki að „fara undir hnífinn“ eins og sagt er.

Þegar fólk er að ráðast á óhefðbundnar lækningar verður mér oft hugsað til minnar göngu til heilsu,  en ég hef sigrast á ótrúlega mörgum sjúkdómum án lyfja.    Ég hef notað óhefðbundnar aðferðir,  heilun,  Bowen,   höfuðbeina-og spjaldhryggsjöfnun,  heilbrigt mataræði og síðast en ekki síst:   viðurkenningu á tilfinningum mínum – um leið og ég tala fallega til sjálfrar mín og anarrra.    Falleg orð eru það besta,  alveg eins og við tölum fallega til blómanna okkar til að þau vaxi betur.  –

Það er ekki öll heilsa falin í pillum –   en ég vil taka það fram,  að líka þegar við þurfum að taka lyf eða fara í meðferðir eða aðgerðir  þá er mikilvægt að  hugsa jákvætt um lyfið og meðferðina.   Ég fór í 25 skipti í geislameðferð 2015  og tók meðvitaða ákvörðun að hugsa jákvætt um þá meðferð og fara í hana af heilum hug,  en það er hægt að finna alls konar greinar um skaðsemi geislameðferðar.

Það er til nokkuð sem heitir Placebo áhrif,  og þá trúir maður að lyfið  (sem er í raun lyfleysa eða  bara einhvers konar gervipilla)    geri manni gott og hún virkar eins og lýsining segir að hún virki.      En það eru líka til Nocebo áhrif og það  þýðir að ef við t.d. trúum að það sé eitur í pillunni okkar,  virkar það illa fyrir okkur.

Hvað segir þetta okkur?     Jú,  aðferðirnar virka betur ef við höfum trú á þeim,  þó að trúin ein sé kannski ekki nóg ein og sér.     Líkami og sál vinna saman eins og læknavísindin og lyfin og hið óhefðbundna eiga að vinna saman.

heilsa

 

Fermingarræða 18. apríl 2019 – lífið er ævintýri.

 

Ó, ljóssins faðir, lof sé þér,
að líf og heilsu gafstu mér
og föður minn og móður.
Nú sest ég upp, því sólin skín,
þú sendir ljós þitt inn til mín.
Ó, hvað þú, Guð, ert góður!

Það er ljúfsár stund að standa hér í prédikunarstól og flytja ykkur heilræði í síðasta skipti sem fermingarhópi. –    Þið eruð fjögur af fimm ungmenna hóp sem fermist í dag, –  Bjarni Dagur,   Júlía, Ísabella og  Svava Margrét,   en Sveinn  er sá fimmti og fermist hann síðar.   Ég hef svona í gamni,  kallað ykkur hin fimm fræknu,  en rithöfundurinn Enyd Blyton skrifaði alls 21 bók um ævintýrin sem þessir fimm einstaklingar lentu í.  –   Enid var einn þekktasti höfundur minnar bernsku,  og einnig muna margir eftir öðrum bókaflokki hennar sem voru kallaðar „Ævintýrabækurnar“ –  en það voru titlar eins og Ævintýradalurinn,   Ævintýraeyjan og Ævintýraskipið – til að nefna nokkrar.     Í dag er það væntanlega höfundur Harry Potter,  J.K. Rowling sem er nær ykkar samtíð,  kæru  fermingarbörn. –
Inngöngulagið okkar var einmitt þemalag Harry Potter,  spilað svo listilega af Zbigniew organistanum okkar. 


Ég ætla svo að stökkva lengra aftur í tímann og vitna í höfundinn Mark Twain sem frægastur var fyrir söguna sína af ævintýrum Stikkilsberjafinns.

Eftirfarandi tilvitnun er höfð eftir Mark Twain:

„Twenty years from now you will be more disappointed by the things that you didn’t do than by the ones you did so. So throw off the bowlines. Sail away from the safe harbor. Catch the trade winds in your sails. Explore. Dream. Discover“

 “Að tuttugu árum liðnum munu þeir hlutir sem þú ekki gerðir, valda þér meiri vonbrigðum, en þeir sem þú gerðir”    svo leystu landfestar.  Sigldu úr öruggri  höfin og  fangaðu vindinn í seglin.  Farðu í rannsóknarleiðangur.   Láttu þig dreyma og uppgötvaðu.“  – Mark Twain 

Mark Twain er hér að hvetja okkur til að vera óhrædd við að halda út í lífið.    Skipið er öruggast í höfninni,  en það er ekki hlutverk skipsins að liggja í höfn,  heldur að sigla.

Stundum segir fólk – eftir  ákveðna  lífsreynslu:  „Þetta var ævintýri líkast“ –     Í ævintýrunum  gerast bæði góðir og vondir hlutir, –   og í lífinu okkar gerast góðir og vondir hlutir. –     Það sem er mikilvægast er kannski ekki hvað gerist – heldur hvernig við mætum þessum hlutum og hvað við gerum úr þeim. –      Gerir það okkur að fórnarlömbum eða sigurvegurum?  –

Hvernig endaði líf Jesú Krists,  jú hann var krossfestur,  en lítum við á Jesú sem fórnarlamb eða sigurvegara?

Í upphafsmessu vetrarstarfsins í haust ræddum við um Jesú Krist sem leiðtoga og fyrirmynd.  –  Jesús lifði  af hugrekki og eindrægni,   hann mætti  illu með góðu.  Það þýðir að hann fór ekki á sama plan og þeir sem ofsóttu hann.    „When they go low – you go high“  sagði Michelle Obama fv. Forsetafrú Bandaríkjanna, – eða  þegar þeir leggjast lágt – rísum við hátt.“ –

Það gerast góðir hlutir og það gerast vondir hlutir,   en við látum hið góða verða ofan á – og verðum þannig liðsmenn Krists og fylgjendur.

Það er mikil ábyrgð að vera leiðbeinandi ungmenna á mótunarskeiði,  eins og það hlutverk sem mér var falið með ykkur, –   en áherslan hefur verið á  góðu hlutina,  en þó kannast við hið illa.

Í bæninni sem Jesús kenndi segir hann:  „Eig leið þú oss í freistni, heldur forða oss frá illu“ –     Við erum að biðja Guð um að hjálpa okkur við að halda okkur á beinu brautinni. –   Braut kærleikans.

Ég hef löngum sagt að einlæg trú er ekki mæld í því hversu flink við erum að læra utanbókar,  heldur í því hvernig við náum að taka inn kærleikann í hjartað okkar og gefa hann frá okkur. –

„Djúp og breið, djúp og breið – það er á sem að rennur djúp og breið“ –   Við höfum margoft sungið þetta í sunnudagaskólanum.   En hvaða á er þetta sem rennur djúp og breið  og rennur til mín og rennur til þín? –     Munið þið hvað áin heitir?    Hún heitir Lífsins lind,  og þessi lind rennur frá Jesú til okkar – og frá okkur til náunga okkar.   Jesús gefur okkur svo við getum gefið. –

Í lok fermingarstarfsins bað ég ykkur,  ágætu fermingarsystkini  – að skrifa niður aðeins eitt orð sem ykkur þætti einkenna lærdóm fermingarstarfsins  í vetur, – og eins og við öðrum verkefnum þá brugðust þið við og það komu fimm mismunandi orð:    Hamingja,   Umhyggja,  Traust,  Þakklæti og Lífið.
Ég ætla nú að skoða hvert orð fyrir sig:

Byrjum á  Traustinu –      Alveg eins og Jesús gefur okkur kærleikann,  gefur hann okkur líka traustið.  –  Og þá líka sjálfstraustið.   Við þorum að sigla á vit ævintýra – við þorum að láta okkur dreyma og segja já við tækifærum.   Traust er líka undirstaða allra góðra samskipta.   Við byggjum á Jesú Kristi –  sem er traustur og það gerir okkur hyggin,  – eins og hyggna manninn sem byggði á bjargi.   Húsið hans stóð,  vegna þess að hann byggði á Kristi.

Hamingja –   ég var glöð að þetta orð kom fram,   því að í upphafi starfs talaði ég um að markmið lífsins væri að lifa í gleði.   – Það er þetta með viðhorfið til lífsins,  – við höfum oftast val um hvernig við tökum á lífinu.  Við lærum líka að velja svolítið fyrir okkur sjálf – hvað gerir okkur glöð og hvað gerir okkur leið? –   Sumu getum við alls ekki stjórnað,  en það gerir okkur óhamingjusöm að reyna að stjórna því sem við getum ekki breytt. –   Þá þurfum við að sleppa – til að hleypa hamingjunni að. – Það er hægt að gera alls konar hluti – sem þið fenguð að kynnast í vetur – til að auka hamingju sína, eins og að æfa hláturjóga,  eða bara velja skemmtilegt lag til að hlusta á.  Hamingja felst líka í því að sitja ekki á tilfinningum sínum, –  svo stundum þurfum við að „hreinsa til“ og gráta smá og fyrst koma sorgartárin, en treysta því að hamingjutárin komi síðar. (Tissjú í  poka)  Mikilvægast er að setja ekki gleði sína í hendur annarra,  en sumir segja að þeir skemmti sér best sem eru skemmtilegir!!

Umhyggja –  er afskaplega fallegt orð og rót umhyggjunnar er kærleikurinn.   Kærleikur er alltaf trompið. –  Að láta sér þykja vænt um náungann og vilja hlú að honum er eitt það fallegasta í mannlegu eðli.   En eins og djúpa og breiða áin sem rennur til okkar,  kærleikurinn – þurfum við að fylla okkar kærleiksbikar og muna eftir sjálfsumhyggjunni –  til að geta gefið af okkur.
(ilmglas í poka)
Orðið um-hyggja er komið að því að huga að,  og eins og við hugum að blómunum þá hugum við að náunganum.    Umhyggja er að elska náungann eins og sjálfan sig.   EINS og – ekki meira og ekki meira, bara EINS, til að halda jafnvægi – og tæma ekki bikarinn okkar – eða við verðum of full af okkur sjálfum. –     Jafnvægi er lykilorð í umhyggju. 

 

Þakklæti –   Vitið þið að „Takk“  er töfraorð?  Um leið og við förum að þakka fyrir – eða ástunda þakklæti þá verðum við rík – því þá fer fókusinn á það sem við höfum í stað þess sem okkur skortir. – þakklætið er líka undistaða gleðinnar,   þakklátt fólk er glaðara fólk.   Einfaldast bænin okkar er bara: „Takk fyrir“ –    því  þakklætið laðar að sér þakklæti  og það er mikilvægt að muna að þakka líka fyrir það sem okkur finnst venjulega sjálfsagt.   Hvað ef við hefðum vaknað í morgun með einungis það sem við þökkuðum fyrir í gær?    Hvað myndum við velja að þakka fyrir?  –  Þegar við látum hugann reika,  og veljum það sem við viljum vakna upp með – þá veljum við örugglega fjölskylduna, heilsuna og eitthvað sem er næst hjarta okkar,  þannig vitum við líka hvað skiptir mestu máli. 


Við skulum síðan enda á fimmta orðinu en það er Lífið –    Lífið er guðs gjöf.  Andardrátturinn er guðs gjöf og fjölbreytileiki lífsins er guðs gjöf.    Það er mikilvægt að muna að lífið er dýrmætt og okkar að fara vel með.    Margir bera armbönd til áminningar um að lifa lífinu lifandi,  því lífið er ekki sjálfgefið.  Það vitum við flest. –    Þegar ég var barn skrifuðum við texta í minningarbækur bekkjarfélga okkar,  setningar eins og  „Lifðu lengi en ekki í fatahengi“  og  „Lifðu í lukku en ekki í krukku“ –   Þetta þýðir að við eigum ekki að halda aftur af okkur, –  koma upp úr krukkunni – eða  út úr fatahenginu – eða skápnum,  sem við sjálf og vera óhrædd við að lifa lífinu lifandi og halda úr höfn. 

Segja já, við tækifærunum,   segja já við ævintýrunum  og síðast en ekki síst,  segja já við Jesú Krist og treysta hans forsjá.

Jesús er upprisinn  það er ævintýri og lífið er ævintýri!

sigur-kross

Stenen – En minde om Paula f. 8.11. 1955 d. 2.4. 2019

56835707_10219005891318639_260827965112188928_o

Jeg skrev den artikel først på Islandsk,  men fordi jeg ved Paula har mange  danske venner og bekendte besluttede jeg at oversætte den  (så godt som jeg kan)  på Dansk.   ❤

´´´

Nogle gange  møder man mennesker som du oplever at du har kendt hele livet. På den måde mødtes vi,  jeg og Sigrun Palina Ingvarsdottir, Paula.     Til at begynde med,  snakkede vi sammen på messenger på Facebook,  men så mødtes vi I  „den rigtige verden“  I Paulas hjem I Danmark.  –   Der fik jeg en varm velkomst av  Paula og  hendes dejlige dattre Solveig og Elisabet og vi sad og hyggede i den smukke stue på  Valbyvej.   Der var også hendes barnebørn og nogle dyr,  som gik ud og ind (også høns!),   men Paula elskede også dyr  og nogen av dem  „fik lov“ til at besøge hende på  hospitalet.    De var en vigtig del I hendes liv.

Dagen som vi mødtes var den 12. December 2017.   Jeg kunne opslå det I messenger.    Men det var noget andet som jeg kunne opslå,  og det var vores samtale som startede meget tidligere.

Jeg,  som mange andre,  havde følgt med Paulas bekempælse I det såkaldte „Biskopssag“  en sag der blev hendes livs tyngste  sten.   Jeg havde gjørt mere end at følge med,  jeg havde skrevet artikler som handlede om den sag,  en av dem skrev jeg efter at jeg las hvad Paula havde selv skrevet og prædiket I kirken.   Den første I Bessastadakirke den 20. Februar 2011  som kaldtes „Kærlighedens hænder“  og den senere  havde titelen „Forsoning“ og den læste Paula I  Grensaskirke  den 22. Juli 2011.

Der avleverede Paula en symbolsk sten til kirken  –  og disse ord følgte med.

„På grund av min bekæmpelse vil jeg give jer den sten som er symbolsk for alle disse år.

Den er grov,  og man kan godt skade sig på den,  men den er også smuk og mosen er en symbol om at det begynder at helbrede igen.     I denne sten ligger det ansvar jeg har taget,   men nu vil jeg avlevere den til jer som en symbol om at ansvaret er jeres.
Ansvaret på Biskopssagen og de konsekvenser som det havde og stadigvæk har for så mange.

Stenen skal være en minde om at vi må aldrig glemme,  vi skal heller lære fra fejlerne og bruge  erfaringen til at lave  fremtiden.

Stenen er stadigvæk grov og kold som virkeligheden I Biskopssagen er,  men mosen vokser alligevel på den.“

—–
Igen til  kommunikation mellem mig og Paula.

Den 11. Januar 2013,  efter min datter Eva døde,  skrev Paula til mig.  „Min kære Johanna,  jeg skriver til dig med en dyb sorg i hjerte.  Jeg føler din miste.  Jeg kender dig så lidt, men alligevel så meget.   Jeg sender mine dybeste sympati og beder Gud at styrke dig I al din sorg.   Jeg kunne ikke forestille mig mere sorg end at miste min børn og at mine barnebørn blev uden mor.   Jeg beder for dig og du er I min hjerte og sinde hver dag og har været siden Eva blev syg.

Kærlighedens knus, Paula.“

Efter vi mødtes I December 2017 .. skrev Paula til bl.a. til mig:   „Jeg glemte at fortælle dig at da du var her da Eva var syg,  følgte jeg med hvordan det gik.   Jeg havde sådan en stærk fornemmelse for dig og jer.   Igen og igen  tænkte jeg at møde på hospitalet for at stytte dig.   Jeg gjørde det ikke,  fordi vi ikke kendte hinanden på den tidspunk.   Jeg turde ikke og syntes jeg var halv gal at ville bara møde op 😊    .. knus og kram.“

 

Paula var en menneske som tog sig av andre mennesker  –  jeg kunne godt have bruget hendes støtte der inde på Rigshospitalet hvor jeg sad ved min datters dødsbed. –    Senere fik jeg besked fra Paula I Juni 2015,   men der var hendes datter Solveig blevet meget syg og usikkert at hun ville overleve.    Vi var I kontakt med hinanden og Pala ville spørge om hvordan  man kunne overleve at miste sit barn.     Heldigvis blev Solveig frisk igen og Pala  gik ikke igennem den erfaring,  men nu er det hendes børn som oplever at miste sin mor,  hendes egtemand at miste sin kone og barnebørn som mister sin bedstemor.

—-

Næste „møde“  hos os Paua var så i Cafeen I Rigshospitalet I København I Maj 2018.  Vi mødtes og snakkede I over en time.
—–

I Oktober  2018  mødtes vi  på Amagerbrogade I København, hjemme hos min bror, Binni og svigerinde,  Thora, som døde 18. Marts 2019.   Pala og Thora  havde vidst om hinanden,  men de  nåede sammen igennem deres sygdom.    Vi havde faktist alle tre tilhørt en facebook gruppe som kaldes „Kærlighed og kræft“  som vi brugte til at snakke sammen og støtte hinanden.   Der skrev Paula tit gode og opmuntende ord til os andre og også kunne hun snakke om sine bekymringer,  lige som vi alle gjørde.  Det positive ved sådan gruppe er at finde at vi er ikke ene  med vores bekymringer og  tanker,  der er andre som tænker det samme, og der findes ingen forkerte spørgsmål.   Men den negative side, ved at tiløre sådan en gruppe er at miste vores venner fra gruppen til sygdommen,  men måske er den kolde realitet  som døden er også vigtigt at se I ojnene og snakke obenbart om den.   Kræft er dødens alvor, og nogle vil dø og nogle vil leve,   men da vi kan støtte hinanden  gør vi det.    Vi tænker på ord fra en berømt Islandsk skuspiller som døde av kræft sidste år,  Stefan Karl:
„Livet er nu “ ..

I Paulas besøg på Amagerbrogade snakkede vi om mange ting som er vigtige, og vi snakkede om angsten og døden og også  at frygte ikke døden.   Mange forældre frygter mere for sin børn  og dem som de elsker,  end for sig selv.    Derfor er det tit svært at give slip,  dog  de er selv blevet meget syg og ikke nogen livskvalitet længere.

Efter besøget kom Alli, Paulas mand at hente hende og Paula strålede som en forelsket ung pige og fortalte os at  hun syntes hendes mand var så smuk.   Det var dejligt at se deres stærke forbindelse.

Sidste gang jeg mødte Paula var  I min svigerindes bisættelse,  den 1. Marts,  men hun og Alli mødte der og sad og snakkede sammen en god styk tid.   Paula snakkede om hvor godt hun kunne lide formen på  bisættelsen og sådan noget kunne hun godt tænke sig for sin egen,  men for os andre  var det lidt mærkeligt at høre på.
Kun en måned senere var hun væk,  men hun døde  den 2. April.   Den samme dag som min svigerindes bisættelse foregik,   døde Paulas eks mand og far til hendes børn,  Sigurður Blöndal,  men det fik Paula at vide efter bisættelsen.

Jeg fik et opkald fra Alli den 2. April om at Paula  var død.   Jeg havde, som andre, følgt med nyheder fra hendes side hvor familien skrev.  Jeg blev meget ked av det og var overkommet av sorg.  Der blandedes to sorg – sorgen for min svigerinde som døde kun omkring en og halv måned før,  fordi den gang var der ikke meget tid og rum til sorgen,  og også sorg for flere som havde døet før,  fordi  det er som da nogen dør som vi er I god forbindelse med at  minden fra alle de andre dukker også op.    Jeg var ked av det for Paulas famile og alle hendes kære venner og fordi hendes kamp var kommet til slut.    Hun var og er den som vinder,  fordi dog døden overtager kroppen  – lever Paula.

Kontrasten er fødsel og døde.  Paula blev født og Paula døde,  men hun lever fordi livet har ingen kontrast.

Í bogen  „A course in Miracles“  står der:

„Nothing real can be threatened.   Nothing unreal exists.   Herein lies the peace of God.“

Paula var og er  „ægte“   

Jeg vil  snakke lidt om stenen igen.    Jeg kan huske dengang vi mødtes første gang,  spurgte hun mig om hvis jeg vidste hvor stenen var.  Den som hun havde givet til kirken.   Jeg fortalte som var at det vidste jeg ikke og jeg havde aldrig set den.    Hun fortalte om stenens historie,  lige som den er fortalt her tidligere.  –

Efter Paulas død har jeg tænkt meget på hende,   og jeg har sent „besked“ til hende ud I den store  universe  at hvis det er noget hun vil fortælle mig,  eller jeg skal modtage så er jeg klar.    Jeg er følsom og har tit oplevet ting som  man ikke kan se eller høre,  men føle på en anden måde.   Det eneste som jeg kunne ikke få fred for var det med stenen.  Husk:  „Stenen“  var det eneste som jeg kunne mærke, og det sketes flere gange.

Jeg var forvirret,  var skulle jeg med den sten?  Skulle jeg ringe til biskops kontoret og spørge om den?   Ville det ikke være underligt?  … Men så fik jeg svaret.

I midten av April måned  blev jeg kontaktet  av Bjarni Karlsson præst som spurgte om jeg vil  læse bibelord I Paulas bisættelse  på Island.   Jeg skulle servere samt ham, hans kone og biskopen over Island.    Jeg svarede,  som det var,  at det ville gøre mig ære at gøre det og mit hjærte fyldtes med taknemmelighed.    Dagen før jeg skrev den artikel  (på Islandsk)  ringede så Bjarni til mig og fortalte at han ville sende teksten som jeg skulle læse,  men jeg var også blevet nysgerrig hvilken tekst han ville vælge.

Jo,  sagde Bjarni,   jeg skulle læse teksten som var skrevet på stenen som Paula gav til kirken.  –

Den lyder sådan:

Jeg har stridt den gode strid, fuldført løbet og bevaret troen.  Nu har jeg retfærdighedens sejrskrans i vente, som Herren, den retfærdige dommer, på den dag vil give mig – og ikke mig alene, men alle dem, som har glædet sig til hans tilsynekomst. ( 2 Tim 4:7-8)

I går har jeg trækket et smukt englekort til Paulas familie,   og jeg blev ikke forbavset da det kort var en  Beskyttelses engel   „Guardian angel.“
Det er en stor menneske som siger farvel,  en menneske som ville beskytte alle og det kan være at den jørdiske krop er for „stram“   for så meget behov for at beskytte så mange.   Hun kan nu være til stæde både I Island og Danmark,  hos jer alle og også hos kvinder som meg.   Hun ville så gerne komme til hospitalet da jeg sad hos min datter,   måske gjørde hun det I  ånde og måske var jeg så stærk fordi jeg fik hjælp som man ikke ser,  men føler på en anden måde.

Gud bevar Paula og alt hendes gode arbejde og hendes gode og lyse sinde.

Gå I fred smukke engel,  men vær også velkommen.

Jeg elsker dig  ❤

 

guardian

Til sidst giver jeg Paula ordet I den her artikel,  men det er hendes digt fra  den gang som hun var I  Bessastadakirke  den 20. Februar 2011.

Nu står jeg her.  I kærlighedens hus. 
Jeg er sandhedens stemme og jeg er ikke stille længer. 
I hører mig.  Ser mig. 
I tror på mig og jeg kan mærke kærligheden. 
Jeg behøver ikke at være fuldkommen eller god. 
Jeg rækker min hånd frem til jer. 
Jeg har åbnet  vejen 
og sammen begynder vi at helbrede. 
Vi tænder lys.  
Så forsvinder frygten. 
Jeg gynger højt, højt op I himmelen og der er øjne, blide og gode. 
Nu ved jeg Guds vilje for mig. 
Ved jer siger jeg:  Husk at passe godt  på jer.  
Og glad siger jeg:  Tak for mig.