Er slóðinn varðaður með kærleika? …

Næstum daglega stöndum við frammi fyrir einhvers konar vali, – veraldlegu vali eins og  hvað við eigum að hafa í matinn, og svo vali um viðhorf. –

Ákvarðanir eru teknar og við tökum stefnu samkvæmt þeim, og svo kemur eitthvað upp á og þá breytist stefnan.

Oft heyrum við sagt „Ég veit ekki hvað ég vil“ –  eða „Ég veit ekki hvert ég er að stefna“ –

Þetta þýðir þó varla að við vitum ekki neitt.

Við getum byrjað að stilla upp fyrir okkur það sem við vitum, – flest fólk vill t.d. frið, gleði, ást, styrk o.s.frv. –  Þá er hægt að setja fókusinn þangað, eins og fram kemur í síðustu færslu sem nefnist: Hókus Fókus.

Það eru nokkur ár síðan ég sá tilvitnun frá Carlos Castenada og er hún eftirfarandi:

„Does this path have a heart? If it does, the path is good; if it doesn’t it is of no use.“  

Það er gott að hafa svona vörður, vörður hjartans – kærleikans – á slóðanum okkar.  Ef við lendum á gatnamótum og þurfum að velja á milli tveggja leiða, að spyrja okkur hvor leiðin færi okkur meiri kærleika, meiri ást – og þá allt sem áður er nefnt; gleði, frið og styrk. ❤

6a00d8344a59a353ef00e54f4fbf2d8834-800wi

Er hefndin sæt – eða súr? …

Ef þú hefur einhvern tímann rekið tána í stálfót – þá þekkir þú tilfinninguna sem kemur.  Sársauki – reiði og margir bölva upphátt.  Engum dettur þó í hug að sparka aftur á sama stað,  því þá meiðir sá hinn sami sig aftur. –

Það er ekki hægt að kenna neinum um nema okkur sjálfum að hafa rekist á stólinn.

Þegar aftur á móti einhver klessir innkaupavagninum aftan á hælana á þér í Bónus,  og þú finnur til – þá ertu komin/n með „sökudólg“ og gætir hvesst þig við hann,  sársaukinn er þó hinn sami,  og verknaðurinn var væntanlega og að öllum líkindum óviljaverk – og fæstir öskra á þann sem meiðir þá,  eða tekur sinn vagn og þrusar aftan á „sökudólginn.“ –

En í hvaða tilvikum þurfum við „hefnd?“ –

Væri það ekki ef að stóllinn hér i upphafi hefði sjálfstæðan vilja (sál) tilfinningar og myndi hreinlega ráðast á okkar tær? –   Eða að náunginn í Bónus hefði keyrt viljandi aftan á hælana á okkur?

Kannski felst hefndarviljinn helst í því að fólk þráir að einhver – og þá aðilinn sem særði SKILJI hvað þetta er vont.  Það liggur í fæstum tilvikum í því að vilja meiða.  Ef að sá sem keyrir aftan á biðst einlægrar afsökunar þá þurfum við varla að sýna honum framá hvað hann meiddi okkur mikið.

Hvað með hin andlegu sár? – Hvað með sárin eftir trúnaðarbrest eða höfnun? –   Höfnun upplifir fólk þegar makinn heldur framhjá með öðrum aðila.  Á þá að halda framhjá á móti og eru þá báðir aðilar komnir á sama plan? –  Er ekki bara skaðinn skeður og annað hvort að vinna í sáttum og fyrirgefningu eða kveðja stólinn, – nei ég meina makann?

Það er nefnilega þannig að reyna að hefna sín – með því að gera það sama, er eins og að sparka aftur í stólinn,  sársaukinn verður bara meiri.

En vissulega getur verið að þú sért búinn að kenna maka þínum „Lexíu“ – þ.e.a.s. nú hefur hann upplifað sársauka trúnaðarbrestsins,  eða það að þú ert búin/n að kenna henni hvaða tilfinningar það koma þegar þú stígur út fyrir ykkar heitbindingu.

En þetta er ekki sæt hefnd, hún er súr.

Auga fyrir auga, tönn fyrir tönn skilur heiminn eftir blindan og tannlausan. – Reyndar var þessu mótmælt í „The Intouchables“ þar sem síðasti maðurinn verður væntanlega eftir með eitt auga og eina tönn,  eða hvað?

En við náum því sem talað er um.

Það sem við viljum fá út úr hefndinni er einhvers konar uppgjör – skilningur og það þarf ekki alltaf að vera að gera það sama við gerandann og hann gerði þér. –

Dauðarefsingar eru löglegar enn í einhverjum fylkjum Bandaríkjanna, –  við sjáum í bíómyndum þar sem bugaðir foreldrar sitja og horfa á aftöku morðingja barnsins þeirra.   „Nú er réttlinu fullnægt“ – gæti setningin verið.

Líf fyrir líf – en hvað?  Er hefndin sæt? –  Fara foreldrarnir heim með bros á vör og sól í hjarta?  Er barnið komið til baka?    Auðvitað ekki.

Og er ekki verið að hefna sín á röngum aðila?  Ætli það séu þá ekki aðstendendur þess sem gerði sem sitja eftir með sorgina að missa.  Þá eru komnir fleiri syrgjendur í heiminn, gleði, gleði – eða ekki.

Það er eitthvað hörmulega rangt við þessa „hefnd“ –

Fólk þarf svo sannarlega að taka afleiðingum gjörða sinna,  fræðast,  skilja og átta sig.  Ef þetta fólk er ekki fært um það, og glæpurinn er á því stigi að það er hættulegt samfélaginu,  þarf að einangra það frá þeim sem það getur valdið skaða og til þess eru fangelsin.  Auðvitað eiga þau að standa undir nafni líka sem „betrunarhús“ – og þar þyrfti að vera öflugt starf þar sem farið er í að vinna uppbyggingarstarf með þá sem eru þar.

Enn aftur að fórnarlömbunum.  Það er einhver fróun sem fólk leitar, leitar skilnings,  það vantar eitthvað eða einhvern til að beina sársauka sínum og reiði að.

Vandamálið er að það að rífa auga úr þeim sem rífur auga úr okkur færir okkur ekki sjonina á það auga. –

Jú – hinn er eineygður líka,  en það breytir engu fyrir okkar sjón.

Til að geta náð bata – andlegum bata,  þurfum við að fyrirgefa, fyrirgefa OKKAR vegna.  Vegna þess að batinn næst ekki meðan við hvílum í reiðinni.   Batinn næst ekki meðan við erum föst í ásökun.  Batinn hefst þegar við sleppum tökunum á geranda,  kveðjum hann – höldum okkar leið, stillum fókusinn af honum og á okkur.  Byggjum upp andann, sættumst við aðstæður,  svona ERU þær og við getum ekki breytt því sem gerðist – svona afturábak. Við getum ekki breytt fortíð og sama hversu mikið við meiðum og lemjum einhvern –  við fáum ekki það til baka sem við misstum.

Höldum áfram,  og besta „hefndin“  í sumum tilvikum er einmitt að vera hamingjusöm. –   Það er ekki bara besta hefndin,  heldur í þeim tilvikum sem við höfum misst,  þá er það það hið besta sem við getum gert fyrir þann sem við höfum misst.  Þið getið bara hugsað það út frá sjálfum ykkur,  ef þið færuð úr þessari jarðvist,  mynduð þið vilja að ættingjar sætu fastir í reiði og hefndarhug eða næðu sér á strik og yrðu glöð og hamingjusöm? –

Hvað með trúnaðarbrestinn og höfnunina? –  Hvað ef að þessi fyrrverandi sér nú eftir ykkur og sér að þið eruð bara lukkuleg og glöð án hans/hennar?

Að fyrrverandi sé ekki sólin ykkar og tunglið og þið komist áfram og séuð farin að dansa salsa og ganga á fjöll með skemmtilegum hópi? –  Eða bara eiga ykkar glöðu stundir með sjálfum ykkur? –

Það er sætleiki en ekki súrleiki.

Það er af mörgu að taka hér – og ég hef tekið ýmislegt hér inn sem við gætum viljað hefna fyrir.  En hefndin – svona klassíks þar sem við viljum gera það sama við hinn aðilann – gengur sjaldnast upp.  Hún er súr og við gætum í sumum tilvikum alveg eins sparkað í stólinn sem við meiddum okkur á aftur, og svo aftur og bara meitt okkur út í hið óendanlega.

Þér hafið heyrt, að sagt var: ,Auga fyrir auga og tönn fyrir tönn.`

En ég segi yður: Rísið ekki gegn þeim, sem gerir yður mein. Nei, slái einhver þig á hægri kinn, þá bjóð honum einnig hina.“ –  (MT 5.:38-39)

Þetta þýðir að við förum ekki á sama plan og sá/sú sem slær.  Við rísum yfir það og tökum ekki þátt.  Skiljum að flest ofbeldi eða það sem á okkur er unnið er út frá sársauka, dómgreindarleysi eða vanmætti þess sem fremur verknaðinn.  (Ofbeldi er í raun vanþekking og vanmáttur – vanmáttur þess að geta tjáð og ástundað kærleika – og kærleika kennum við varla með ofbeldi).

Kristur segir á krossinum,  „faðir fyrirgef þeim því þau vita ekki hvað þau gjöra“ –  er það ekki skýrasta dæmið?

Fyrirgefningin er gjöf til okkar sjálfra, – ef hún reynist okkur ofviða má feta í fótspor frelsarans og biðja föðurinn,  æðri mátt, lífið að taka boltann – fyrirgefa fyrir okkar hönd, því mennska okkar hindrar okkur í því að fyrirgefa beint og milliliðalaust. –

En fyrirgefning er fyrst og fremst gjöf frelsisins til okkar sjálfra,  hún hindrar það að hegðun annarra tæri upp okkar eigin hjörtu.

Fyrirgefningin er sæt.

1234933_10151721377503141_1503000993_n

Það er ekki í boði ..

Getur verið að fólk haldi að lausn þeirra mála finnist í því að finna sökudólga fyrir því hvernig komið er fyrir því? –

Eftir því sem það bendir meira á ytri aðstæður og annað fólk tekur það minni og minni ábyrgð á eigin lífi og endar með að vera gjörsamlega valdalaust.

Af hverju að taka af sér valdið, sinn eigin mátt og megin? – Af hverju að stilla sér upp sem fórnarlambi og upplifa sig föst í aðstæðum í stað þess að spyrja; „Jæja hvað get ÉG gert, og hvaða leið er nú best út úr þessum aðstæðum?“ .. Væl – vol – kvart og kvein. Það er allt í lagi að gráta og syrgja, og það er meira að segja leiðin til að halda áfram, en að festast í slíkum aðstæðum er ekki lausn, ekki bati og ekki í boði – svo talað sé gott leikskólamál.

Þetta framansagt varð að einlægum „status“ hjá mér á facebook sem margir voru sammála og langar mig að halda þessu hér til haga.  Í framhaldi fékk ég spurninguna:

  • „Að leiðbeina þeim sem biðja um aðstoð út úr svona ógöngum er meira en að segja það. Svona hugsunarháttur getur hafa viðgengist hjá fjölskyldum síðan langa langa amma bjó með honum langa langa afa „dagdrykkjumanni“ Þetta er svo „eðlilegt“ ástand út frá óeðlilegum aðstæðum. Er þetta ekki eitthvað í okkur öllum?“
    Svarið mitt var á þessa leið:
  •  Þetta er spurningin um að sleppa – um að fyrirgefa – og frelsa sig þannig úr ánauð aðstæðna og fólks í staðinn fyrir að fara dýpra inn í aðstæður eða tengjast þeim/því sem særir okkur enn fastar. Það er rétt vegna þess að því meira sem við biðjum fólk um að sleppa tökunum, þess fastar heldur það.
    Óskin verður að koma innan frá – og allir verða að eiga sitt „aha“ moment. Engin/n verður þvingaður eða þvinguð til breytinga. EKki frekar en hægt er að segja fólki að trúa. Trúin og allt sem ER kemur innan frá, frá uppsprettunni – sem vill okkur vel og er hreinn kærleikur.
    Sá/sú sem VILL hlusta  heyrir og sá/sú sem VILL sjá sér, en það er spurning hvort að viljinn sé fyrir hendi, það eru þessar endalausu hindranir og þessi mikla mótstaða (resistance) sem við erum að glíma við. Jú við öll.
    1095045_563187810407763_647635916_n

Uppskrift að betra lífi ..

1.  Ástundum þakklæti – því þakklæti leiðir til gleði og gleði til árangurs.

2. Gerum okkur grein fyrir að tilgangur lífsins er gleði,  og alltaf þegar við stöndum frammi fyrir ákvörðunum þá veljum þá sem veitir meiri gleði.

3. Veljum góða andlega næringu,  við förum ekki í jákvæðnikúr, við breytum siðum okkar þannig að góð andleg næring er það sem við kjósum á diskinn okkar allt lífið. –  Þess meira pláss sem við gefum hinu góða því minna pláss er fyrir hið vonda. –

4. Forðumst að vera fórnarlömb,  klæðum okkur ekki í „fórnarlambsbolinn“ á morgnana heldur „sigurvegarabolinn“ –  berum höfuðið hátt.

5. Fyrirgefum, sleppum ásökunum – gerum okkur grein fyrir aðstæðum og skiljum þær, en notum hvorki fólk né aðstæður til að stimpla okkur inn í aðgerðaleysi og eymd.  Eymd er valkostur.

6.  Trúum að við fáum aðstoð lífsins, að þegar við segjum „já takk“ að lífið komi til móts við okkur.  – Trúin er þessi hlekkur sem oft vantar þegar allt hitt er komið.  Þegar við vitum allt – t.d. hvernig við eigum að ná árangri – en við trúum ekki á eigin árangur.  Trúðu á þinn mátt og megin.

7.  Veitum athygli og virðum það góða,  okkar eigin kostum og kostum þeirra sem eru í kringum okkur.  Að veita athygli er svipað og að virða,

8. Ekki leita eftir elsku, gleði, skemmtun eða  þakklæti frá öðrum. Elskum, gleðjumst, skemmtum okkur og þökkum.  Við höfum uppsprettu þessa alls innra með okkur.  Okkur skortir ekkert.  Gleði laðar að sér gleði, elska laðar að sér elsku og þakklæti laðar að sér þakklæti.

9. Leyfum okkur að skína, leyfum okkur að eiga allt gott skilið, verum að-laðandi, það þýðir að við fyllum á okkar eigin bikar – fyllum á hann með heilagleika sem við getum lært við hugleiðslu, yoga, bænir,  útiveru,  fjallgöngur eða annað sem við finnum að gefur okkur nánd við það sem er heilagt og tært.

10.  Gerum okkur grein fyrir því að hið andlega líf, vellíðan hið innra er undirstaða að betra veraldlegu lífi.

11. Verum heiðarleg og sönn,  gagnvart sjálfum okkur og öðrum. Heiðarleiki er grundvöllur góðra samskipta. Tjáum okkur opinskátt og segjum það sem við meinum, en förum ekki fjallabaksleið að efninu.  Tölum út frá hjartanu,  það þýðir að segja ég en ekki þú. „Mér líður svona þegar“ .. í stað þess að ásaka „Þú ert ..“

12.  Sýnum samhug en verum ekki heimshryggðarkrossberar.  Heimurinn hefur ekkert gagn af okkur ef við erum gagntekin af sorg yfir atburðum sem gerast hinum megin á hnettinum.  Þá fjölgar bara fórnarlömbunum ef við erum orðin óstarfhæf eða máttlaus vegna þessarra atburða.

13. Lítum okkur nær.  Dokum við og lítum í eigin barm áður en við förum í það að dæma náungann.  Ef við erum vöknuð ekki dæma þau sem eru enn sofandi.

14. Þegar við lendum í stormi, myrkri, holu  – sem okkur líður illa í – hugsum ekki myrkur, heldur hugsum ljós.  Þá erum við lögð af stað út úr myrkri, holu, sorg.

15. Munum að þó að sælla sé að gefa en þiggja þá þurfum við líka að sýna þá auðmýkt að vera á þeim enda að þiggja. Þiggja hrós og þiggja hjálp. – Ekki vera of stolt,  –

15. Opnum hjörtu okkar, sýnum tilfinningar, höldum ekki leyndarmál sem skaða okkur,  virðum innri frið.

16. Elskum óvini okkar – óttann og skömmina, – „Kill them with kindness“ – það þýðir að við eyðum þeim með elsku.  Rými þeirra minnkar og endar með því að við verðum að mestu óttalaus og förum að lifa af hugrekki. – Stundum elskum við mest með að sleppa tökunum – og af hverju ekki að sleppa tökunum á ótta, kvíða og afbrýðisemi? –   Stjórnsemi – það að treysta ekki er að óttast. „Faith or fear“ –   Við óttumst það sem við þekkjum ekki, við óttumst óvissuna.  Óttinn og vantraustið er grunnur stjórnsemi og stundum verðum við hreinlega að sleppa tauminum því að okkur er farið að verkja – og leyfa lífinu að vera án okkar stjórnunar.

Biðjum um æðruleysi – til að sætta okkur við það sem við getum ekki breytt – sætta okkur við fortíð og fólk og fyrirgefa, okkar vegna. Biðjum um hugrekki til að breyta því sem við getum breytt, um hugekki til betra lífs, til að tjá okkur án ótta.  Biðjum um vit til að greina a milli þess sem við getum breytt og þess sem við getum ekki. –  Fortíð verður ekki breytt og fólki verður ekki breytt.

Sættum okkur við það sem er, eins og við höfum valið það – því út frá sáttinni hefst nýr vöxtur – ekki fyrr. 

Lífskrafturinn er kærleikur,  allt sem við gerum, setjum kærleikann inn í þá jöfnu og munum að meðvirkni er ekki góðmennska,  hún er vankunnátta í góðmennsku og hún er í raun eigingjörn góðmennska. –  Við erum ekki að leyfa fólki að takast á við þeirra eigin áskoranir í lífinu,  við erum að stela sjálfstæði, stela virðingu.

Mesti kærleikurinn getur verið í þvi að setja fólki mörk.

Verum sjálf breytingin sem við viljum sjá hjá öðrum. Ergjum okkur ekki á þeirra vanmætti eða vankunnáttu, – verum okkar eigin bestu fyrirmyndir og þá um leið annarra.

Lifum heil. og höfum trú.  

1185179_423218941120300_1002824657_n

Ég er nóg

Í bata  er best að lifa

og þegar ég kem auga á sársauka minn

tek ég ákvörðun um að breyta um farveg

kveð sárin sem urðu til við rangar hugsanir

vegna þess að ég hef lært að ég er verðmæt

grímulaus og allslaus fyrir Guði og mönnum

og ég á allt gott skilið, eins og við öll

ég reisi mér ekki tjaldbúðir í sorginni

ekki frekar en skömminni

sleppi íþyngjandi  lóðum höfnunar og hefndar

því ég hef frelsað sjálfa mig

og þá þarf ég ekki að spyrna frá botni

heldur  flýg af stað sem fis

inn í nýja og betri tíma

þar sem óttinn fær engu stjórnað

hugrekkið heldur mér á lofti

hjarta mitt er heilt og sátt

ég fyrirgef vegna mín

sleppi tökum á fortíð og fólki

og leyfi því að koma sem koma skal

set ekki upp hindranir og farartálma

og kvíði engu

heldur brosi breiðu brosi eftirvæntingar

við vissum ekki betur

kunnum ekki betur

kærleikurinn kemur og kyssir á bágtið

þakklætið þerrar tárin

Gleðin valhoppar í kringum mig

bíður spennt og segir í sífellu:

„komdu út að leika“  🙂

Mér er frjálst að elska

og þess meira sem ég elska

vex kærleikurinn til lífsins

ég kallaði áður „elskaðu mig!“

en nú þarf ég ekki að betla

bara elska

það er nóg

ég hef nóg

ég er nóg

quote

Hið innra verðmæti … ef aðeins…

Þegar ég fór að lesa um meðvirkni og læra, var einn af fyrstu lærdómunum að fara að elska sjálfa mig og meta skilyrðislaust.  Að sjálfsögðu kom annað fólk í framhaldi af því.

Án allra merkimiða, stöðu, stéttar, kyns, kynþáttar,  kynhneigðar,  útlits, fjölskyldu, maka o.s.frv. –

Í bókinni „Facing Codependence“ er talað um „Self-esteem“ og „Other-esteem“ – en við erum að mestu að byggja á þessu „Other“ dags daglega.

Sjálf-svirðing – sjálfs-traust  eða utanaðkomandi -virðing, utanaðkomandi- traust.

Hvað ég ég án titils – stöðu, stéttar,  atvinnu  o.s.frv. –

Hvað er ég ef ég stend eftir ein, nakin og allslaus?  Með ekkert utanaðkomandi?   Er ég einhvers virði?

„Að sjálfsögðu“  myndu margir segja,  en það eru samt önnur skilaboð sem samfélagið sendir oft og virðingin vill oft hanga á merkimiðunum – og ríkidæmið líka.  Við erum rík ef við eigum hús og bíl, fallegan maka og börn.

Hvað með þau sem eiga ekki neitt og ekki heldur börn.  Eru þau fátæk?

Konungsríki Guðs er innra með þér.  Það fæðast allir jafn ríkir og haldast allir jafn ríkir, allt sem kemur að utan er að láni,  eitthvað sem við höfum meðan við lifum þessari jarðvist,   meira að segja „hylkið“ okkar,  líkaminn er fenginn að láni.

Við erum sálir – og sálin er konungsríkið. 

733833_10201743643821718_1138113304_n

Í guðfræðideildinni las ég um mann sem hét Job. Sagan er frekar ljót í raun þar sem Guð og Djöfullinn eru að veðja sín á milli hvort að Job muni formæla Guði. .

Job var talinn réttlátur maður og Job gerði allt rétt,  Job átti fjölskyldu, hús, akur o.s.frv.  og taldi blessun sína vera m.a. þá að hann var trúrækinn.

En í stuttu máli þá missti Job allt sem verðmæti hans og hamingja byggðist á,  fjölskylduna, heimilið,  heilsuna  og meira að segja útlitið því hann var alsettur kaunum.

Job fór í gegnum alls konar ferli, með vinum sínum og með sjálfum sér,  en þessi var hans lokaniðurstaða:

„Ég þekkti þig af afspurn en nú hefur auga mitt litið þig.“ (Job 42.5)

Hann sá ekki Guð fyrr en allt var tekið burtu.

En þurfum við að missa allt til að sjá Guð? –

Nei,  við þurfum bara að líta í spegil – horfast í augu við sjálf okkur, djúpt, djúpt og þakka fyrir.  Horfa inn í sálina og sjá konungsríkið sem er þar.

Trúa. og sjá.

Skáldið Rumi er í miklu uppáhaldi hjá mér og ég sá skilaboð á sivpuðum nótum frá honum,  bara núna í morgun.

I Lost Everything,
I Have Found Myself.

1002176_10151862634988185_1494377873_n

Þetta þýðir ekki að við getum ekki fundið okkur sjálf,  eða komið heim til okkar sjálfra – nema að missa allt hið ytra.  En til þess þarf skilning á að við erum ekki líkami, við erum ekki hið ytra.

Við erum sál.

Mjög verðmæt sál.

Við þurfum ekki að leita langt yfir skammt að verðmæti okkar og ríkidæmi.

Líkami okkar þjónar sálinni og það er okkar að fara vel með þennan þjón,  tala fallega til hans og aldrei, aldrei kalla hann ljótan eða fara styggðaryrðum um hann.  Ekki fremur en við værum að tala við annað fólk.  „Sæl vinkona mín ertu með ljótuna í dag“?  – „Voðalega ertu eitthvað hrukkótt“? –  „Viðbjóðslegt þetta spik á þér“? – 

Hvernig líður okkur eftir svona tal ? –

Sjálfs-ást og virðing er lykill að farsæld – og síðasti lykillinn á kippunni er lykill þakklætis.  Þakklætis fyrir það sem við erum,  jafnvel þó það sé aðeins þessi sál og ekkert annað.

1098040_10151768472411211_208404344_n

Hugsanir eru trú –  „Thoughts are belief“ –  Hverju trúir þú um þig? –

Ef þú trúir ekki að þú sért yndisleg sál – með fullt af tilgangi – tilgangi sem er gleði – gleðina sem vex dag frá degi þegar við þökkum tilveru sálarinnar og við þökkum allt hið smáa,  eins og kom fram í pistlinum hér á undan.

Ef þú trúir ekki á þig og guðsríkið hið innra með þér – getur verið að þú þurfir að skipta  út hugsunum þínum um þig – að þú þurfir að skipta um trú? – 

Ef aðeins þú sæir verðmæti þitt og fegurð með augum þessa máttar – þessarar orku og uppsprettu alls,  sem sum okkar kalla Guð,  þá er óþarfi að missa nokkurn skapaðan og óskapaðan hlut úr lífinu – þá nærðu að sjá.

Takk fyrir að lesa verðmæta sál.

Já þú  ❤

Ertu að bíða eftir að Brad Pitt geri þig hamingjusama?

Ég las grein nýlega um samband hjónakornanna Angelínu og Brads, þar sem látið var að því liggja að þar væri komin yfirlýsing frá Brad um það hvernig hann bjargaði konu sinni þegar hún var orðin andlegt hrak, allt of horuð og sinnulaus,  með því að baða hana í gjöfum, hrósi, láta alla vita hvað honum finndist hún æðisleg og greinin klykkti út með því að hún Angelína væri spegilmynd hans!  – eða réttara sagt að konan væri spegilmynd mannsins síns.  Hér er hægt að smella á greinina:   Spegilmynd manns síns.

Þessi grein hljóðaði svona (með 1.7 þús læk á BLEIKT)

„Konan mín varð veik. Hún var sífellt á taugum annaðhvort vegna vandamála í vinnunni, sínu persónulega lífi, vegna misstaka sinna og barnanna. Hún tapaði 15 kílóum og var orðin aðeins 40 kíló. Hún varð horuð og grét án afláts. Hún var ekki hamingjusöm kona. Hún þjáðist vegna tíðra höfuðverkja, verkja fyrir hjartanu og klemmdum taugum í baki og í rifbeinum. Hún svaf ekki vel, var að sofna undir morgunn og varð fljótlega þreytt á daginn. Við vorum á barmi skilnaðar, fegurð hennar yfirgaf hana eitthvert, hún hafði mikla bauga og hætti að hugsa um sjálfa sig. Hún neitaði að fara í kvikmyndatökur og neitaði öllum hlutverkum sem henni buðust. Ég missti vonina og hugsaði sem svo að senn myndum við skilja […] En þá ákvað ég að gera eitthvað. Þrátt fyrir allt á ég fallegustu konu heims. Hún er átrúnaðargoð yfir meira en helming karla og kvenna í heiminum, og ég var sá maður sem naut þeirra forréttinda að sofna við hlið hennar og faðma hana. Ég byrjaði að baða hana í blómum, kossum og hrósum. Ég kom henni á óvart og gladdi hana hverja mínútu. Ég gaf henni fjölmargar gjafir og lifði aðeins fyrir hana eina. Ég talaði aðeins um hana opinberlega. Ég aðlagaði allar samræður og öll umræðuþemu að einhverju um hana. Ég hrósaði henni í návist vina sinna og í návist okkar sameiginlegu vina. Þú munt ekki trúa því, en hún blómstraði. Henni batnaði. Hún þyngdist, var ekki lengur á taugum og elskaði mig jafnvel meir en nokkru sinni fyrr. Ég hafði ekki hugmynd um að hún gæti elskað svo heitt.Og þá uppgötvaði ég einn hlut: konan er spegilmynd eiginmanns síns. Ef þú elskar hana af öllu hjarta, þá verður hún það.“

Hmm… Ég veit varla hvar ég ætti að byrja,  en langar fyrst og fremst að vara við því að við hengjum ábyrgð á okkar (fullorðins) lífi á herðar maka okkar eða annars samferðafólks.   „Make Me Happy“ ..  Hvað ef að Brad félli frá,  hvað sæi Angelína í speglinum? –

Það er eitthvað mikið skakkt við þessa hugmyndafræði og mér finnst hún ýta undir þessi eilífðarvæntingavandamál í samböndum.  Þ.e.a.s. að leggja ábyrgðina á hamingju sinni og heilbrigði á herðar maka síns.

Það er engin/n að segja að það megi ekki hvetja og hrósa og gefa, en það á ekki að þurfa að hvíla 100% á makanum, eins og áður segir því þá er 0% eftir ef makinn fellur frá.

Samband samanstendur – eða á að samanstanda af tveimur 100% einstaklingum.   Við minnkum ekki niður í 50% þegar við förum í samband.

Skoðum grein sem ég fann á síðunni Ascended Relationship í þessu samhengi:

Getur samband gert þig hamingjusama/n?

Ef þú ert ekki hamingjusöm/samur einhleyp, verður þú aldrei hamingjusöm/samur í sambandi.  Að vænta annars,  þýðir það að einhver önnur/annar á að gera þig hamingjusama/n, og þó að fólk geti vissulega stuðlað að hamingjutilfinningu þinni upp að einhverju marki, getur engin/n, og ekki á nokkurn máta – verið algjörlega (100%) ábyrg/ur fyrir þinni eigin hamingju.

Ef þú ferð inn í samband með þær væntingar að hin persónan geti gert þig hamingjusama/n eða gefið þér ástina sem þú heldur að þig vanti  – setur þú í gang meðvirkt samband.  Meðvirkni er eins og orku(blóð)suga og tekur frá okkur orku á mismunandi vegu.

Meðvirknin fer í gang þegar þú reynir að fá út úr einhverjum það sem þú telur þig ekki hafa.

Meðvirkni er í grunninn þannig að hún stafar af skorti á sjálfsást, að mistakast að upplifa sína eigin dýrð og sitt  eigið verðmæti, sem leiðir til þess að þú þarft samþykki annarrar persónu, og vegna þess að þú þarfnast elsku annarrar manneskju til að sanna þitt sjálfs-virði (að þú sért verðmæt/ur) – verður þetta DRAMATÍSKUR leikur – þar sem þú ert að draga að þér eða soga út elsku, samþykki og viðurkenningu frá öðru fólki.  „Elskaðu mig!!!

Ef sett á annað plan þá býður þetta upp á stjórnunarvandamál – og ákveðna „ráðsmennsku“  þar sem þú gerir hinn aðilann í sambandinu ábyrgan fyrir ÞINNI hamingju,  þannig að undirmeðvitundin upplifir að þú sért að missa tök á eigin lífi (stuðlar að ósjálfstæði)  svo það að þú farir að ráðskast með persónuna sem ber ábyrgð á þinni hamingju (þú ert búin/n að afhenda valdið) skapar auðvitað mikið drama.

Meiri hluti fólks telur að það sé einungis hamingjusamt ef það er í sambandi.  Það er víst fjarri sannleikanum.  Samband er ekki svarið við hamingju þinni,  Annað fólk getur ekki „gert þig hamingjusama/n“ – einungis ÞÚ berð ábyrgð á hamingju þinni.  Á þeirri stundu sem þú áttar þig á því að hamingjan kemur innan frá og að þú getir verið „happy“  einhleyp/ur – aðeins þá ertu tilbúin/n í heilbrigt, virkt og skemmtilegt samband.

Hamingjan er val, svo hættu að leita út fyrir sjálfa/n þig eftir hamingjunni.  Veldu hamingjuna NÚNA – og þá munt þú senda frá þér þannig strauma sem munu laða að þér farsælt samband.

(Mæli með greininni „Hamingjuforskotið“ – en þar er sýnt fram á að það er hamingjan sem er forsenda árangurs – en ekki öfugt!).  Hér fyrir neðan er mynd af bolla – á honum staðhæfingar,  en til að trúa þessum staðhæfingum þurfum við stundum að aflæra gamalt forrit um okkur sjálf þar sem við í raun erum að staðhæfa hið gagnstæða, en það er það sem byrjaði að lærast í bernsku og við höldum við í meðvirku sambandi.

Ef þú ert sannfærð/ur um að þú sért yndisleg og verðmæt manneskja þá er mun líklegra að aðrir trúi því. – Hvaða skilaboð ert þú að gefa út í alheiminn?

Ef þú gefur út að þú sért einmana og þurfandi og einhver þurfi að fylla upp í þín skörð, þá vissulega kemur einhver riddari sem getur fyllt upp í skörðin – en þá skapast þetta ójafnvægi sem er akkúrat kjarninn í þessum meðvirku og ég kalla stundum „eitruðu“ samböndum.  Samböndum sem litast af því að annar aðilinn eða báðir eru að biðja hinn um að fylla í skörðin en verða aldrei ánægð – vegna þess að ánægjan felst í því að ganga fjallið sjálf/ur og standa á toppnum ánægð með árangurinn,  en ekki að láta bera sig heilu og hálfu leiðina.

Tveir aðilar – heilir – jafningjar – ganga hlið við hlið.  E.t.v. þarf að styðja einstaka sinnum,  en það er leiðinleg að þurfa að láta bera sig heilu og hálfu leiðina og sá/sú sem ber verður líka lúin/n og þreytt/ur.

Báðir aðilar verða óhamingjusamir og kenna hinum um.  Arrrgg..

Horfðu í spegil – ef þú sérð BRAD ertu í meðvirku sambandi,  þú átt að sjá ÞIG.

—-

Viltu læra/vita meira? –  Sjáðu hvað er í boði hjá: http://www.lausnin.is

Bolli til sölu

Breyttu um viðhorf – NÚNA

Þetta er ekki skipun 😉 .. bara tillaga og tillagan fjallar um það að fara að sjá hlutina upp á ýtt og að breyta um fókus.

  • Þakka það sem við höfum í stað þess að kvarta undan því sem við höfum ekki
  • Leita að jákvæðum eiginleikum í öllu og öllum í stað þess að leita að hinum neikvæðu
  • Sjá glasið hálffullt í stað þess að sjá það hálftómt
  • Lesa fleiri góðar fréttir en vondar fréttir
  • Velja jákvæðar hugsanir „ég get það“ í stað neikvæðra „ég get það ekki“
  • Leita uppi gleði og góða hluti í stað þess að leita eftir vandræðum (pick you battles).

Hér á undan voru bara nokkur dæmi hvernig er hægt að skipta um fókus eða viðhorf. Við vitum að það sem við veitum athygli vex ,  ekki festast í því að vera fórnarlamb,  hversu mikið sem þú ert að eiga við í lífinu,  spurðu ekki „hvað geta aðrir gert fyrir mig“  heldur „hvað get ég gert fyrir sjálfa mig og aðra“?

Ásakanir – eða svokallað „blaming game“ stiflar lífsgöngu þína, ef þér finnst þú föst eða fastur í lífinu – þá skoðaðu hverju eða hverjum þú ert að kenna um?  Kerfinu?  Maka?  Mömmu?  Systkinum?  Fv. maka? …  hver eða hvað er það sem þú ert hlekkjaður við og heldur aftur af þér? –

SLEPPTU og fyrirgefðu,  fyrirgefðu sjálfs/sjálfrar þín vegna en ekki vegna hins aðilans eða vegna kerfisins.  Fókusinn þinn nær aldrei að verða rétt stilltur ef hann er fastur á gjörðir einhvers eða einhverra.

Þú getur tekið ákvörðun NÚNA um breyttan fókus,  og þessi ákvörðun getur fleygt þér áfram í lífinu – upp úr kviksyndi vondra hugsana – því þær komu þér þangað niður.  Móteitrið er góðar hugsanir og fókusinn upp úr holunni þar sem ljósið skín en ekki niður í hana.

Taktu svo eftir þegar þú ferð að horfa upp þegar stjörnunarnar fara að skína og þær blikka þig, – svona til að láta þig vita að þú sért búin/n að stilla fókusinn rétt!

Stilltu fókusinn inn á við – veittu þessu kraftaverki athygli, kraftaverkinu þér,  sem hefur öll tæki til að láta kraftaverkið rætast um betra líf. Hugurinn þinn er verkfæri þitt og eina sem þú þarft að gera er að skipta um viðhorf. Þessa fötlun: hið neikvæða viðhorf er nefnilega hægt að lækna með einu kraftaverki,  NÚNA,  já skipta um og horfa á allt það dásamlega sem þú hefur en ekki það sem þig vantar eða skortir.  Þannig lifum við út frá sjónarhóli þess sem hefur nóg,  og drögum að okkur meira,  í stað þess að lifa í skorthugsun og finnast allt vera að þverra.

Það er gott að gera þakkarlista yfir það sem við höfum, það sem við höfum gert,  jákvæða kosti okkar o.fl. –   Það stækkar rýmið fyrir þakklæti í höfðinu á okkur. –

Öndum djúpt og þökkum fyrir andardráttinn, en án hans hefðum við ekki líf.

183597_498062303613115_340400539_n

Hvað átt þú skilið? …..

  • Ein af ástæðum þess að við náum ekki árangri – eða náum ekki að uppfylla eigin væntingar er að einhvers staðar innra með okkur er „rödd“ eða lærdómur sem við höfum tileinkað okkur um að eiga ekki gott skilið.   Þetta er lúmskt.
    Við fáum aðeins það sem við í undirmeðvitundinni trúum að við eigum skilið og ekkert meira en það!
    Þegar við fáum meira eða betra en það,  þá skemmum við það eða hrindum við því ómeðvitað í burtu.
    Við gerum þetta á öllum sviðum lífs okkar,  lika í fjarmálum og samböndum.  Lögmál þess að „Eiga skilið“ – er enn sterkara heldur en lögmál aðdráttaraflsins,  vegna þess að ef að einhver trúir því ómeðvitað að hann  eigi ekki hið góða skilið – og ekki skilið að ná markmiðum sínum,  gerir hann ekki neitt, eyðileggur það þegar það kemur – eða fær enga ánægju út úr þeirri upplifun.
    Ef þú vilt vita hverju þú ert að trúa svona ómeðvitað,  líttu á líf þitt.  Hvernig eru sambönd þín, bankareikningur eða önnur svið?  Þetta er endurvarp af því hvað þér finnst þú ómeðvitað eiga skilið.

    Ef þú hefur ekki staðfest draumasambandið þitt eða eitthvað sem þig langar, er kominn tími til að orkuhreinsa og losa um allar hindranir og stíflur – og þá „trú“ sem tengist UPPRUNA þess að eiga ekki gott skilið, að vera ekki nógu góð/ur eða ekki nógu verðmæt/ur.

    Það er aðeins þá sem þú getur hækkað tíðnina – þannig að hún passi við löngun þína,  lögmál aðdráttaraflsins kemur við hlið lögmál þess að eiga skilið (Law of Deservedness) og sýn þín mun verða staðfest.

    (þýtt af síðunni „Ascended Relationships“ )

    Is what you THINK you deserve in ALIGNMENT with what you FEEL you deserve?</p>
<p>The Law of Deservedness states: </p>
<p>We get only what we subconsciously believe we deserve and no more. When we get more than what we believe we deserve, we will sabotage it or push it away. </p>
<p>We do this in every area of our life – including finances and relationships. The Law of Deservedness is much more powerful than the Law of Attraction because if one does not believe that he subconsciously deserves his desire and vision he will either take no action, sabotage it when he does get it, or simply get no enjoyment from its realization.</p>
<p>If you want to know what you subconsciously believe you deserve then take a look at your life. How are your relationships, your bank account or any other area? That is a reflection of what you subconsciously feel you deserve.</p>
<p>So if you haven't manifested the relationship of your dreams or anything you want it's time to energetically clear any blockages and subconscious beliefs related to the SOURCE of unworthiness, not being good enough and undeservedness. Only then will you be able to raise your frequency and match it to that which you desire, the Law of Attraction will be aligned with the Law of Deservedness and you will manifest what you envision.

Að sleppa – að leyfa – að treysta … lykill að innra friði

Við verðum aldrei ánægð nema að eiga frið innra með okkur.

Tileinkað þér sem þarft á því að halda:

Við höfum tilhneygingu til að leita að þessum frið hið ytra.

Þegar við verðum tóm hið innra,  þá er svo skrítið að við förum út á við að leita í staðinn fyrir að leita inn á við.

Leggðu hönd þína á brjóst þér og leyfðu henni að vera þar í a.m.k. mínútu.  Lyftu hendinni svo frá brjóstinu og segðu: „Ég leyfi“ ..

Það er þarna einhvers staðar sem „tómið“ er sem þarf að heila og virkja og sjá,  tómið sem ekki er tómt.  Þú þarft bara að fylla það af sjálfri/sjálfum þér.

Vitandi það að ástvinir þínir, farnir sem lifandi gefa þér sína orku um leið og þú leyfir það og vitandi það að Guð gefur þér sína orku um leið og þú leyfir það.

Ekki loka!

Með því að segja „Ég leyfi“ – ertu að hleypa hinu góða að, þessu sem þú ert búin/n að hindra allt of lengi.  Hleypa því inn í líf þitt sem er gott og virkja líka þína eigin innri orku og getu.

Þú ert kraftaverk. 

Leyfðu þér að vera það.

Slepptu tökunum á því sem hindrar þig og heldur aftur af þér.  Slepptu og sjáðu að þegar þú sleppur þá grípur Guð keflið – hættu að halda í það og streðast svona.

Treystu Æðra mætti – þú getur ekki borið heiminn á herðum þér, eða alla sorg heimsins.

Þú þarft að fá tækifæri til að vera þú svo þú þjónir þínum tilgangi á jörðinni,  allir hafa tilgang með því að vera einstakir – ekki með því að líkja eftir eða reyna að vera eins og einhverjir aðrir.

Þakka fyrir þig – og LEYFÐU þér að finna þinn frið og Guðs frið.

Sleppum – Leyfum og Treystum

Ekki vera með þann hroka að treysta sjálfum/sjálfri þér betur en Guði eða reyna að stjórna Guði.

„Verði þinn vilji“ er eina bænin og við bjóðum Guðs vilja velkominn og þökkum þá heilun sem við fáum,  þökkum þegar við finnum að það fer að streyma um okkur,  þökkum þegar stíflurnar losna, verkirnir minnka, sorgin sefast, vonin vaknar.

Við erum ekki ein.

Við erum ljós af ljósi.

Ljósið er sterkara en myrkrið,  því að um leið og þú kveikir á ljósinu er ekki lengur myrkur.

Ekki fela ljósið þitt – mig langar að biðja þig um að sýna mér það,  ég þarf á því að halda. 

Takk  – þú ert yndi.