Karlar sem drekka kaffi ..

„Mér líst ekkert á hve ég, kornungur maðurinn, er að verða skjálfhentur. Held þetta stafi af ójafnvægi í kaffidrykkju. Þarf greinilega að stórauka inntökuna!“  skrifaði Kristinn Theódórsson á vegginn sinn á Facebook. –

Baldur Hermannsson svaraði:

„Hafðu vit á því að hætta þessum ósóma, annars skaðarðu bara heilsuna. Svo er gott að láta eftir sér nokkra smábolla vikulega af rótsterku espresso eða mokka, þá er kaffidrykkjan orðin nautn en ekki sjúklegur ávani.“

Í raun segja þessi tvö innlegg allt sem þarf að segja. – Þau endurspegla svo margt í lífi okkar, – um mikilvægi þess hvernig við umgöngumst ekki bara kaffi, heldur allan mat og lífið allt. –

Smá „hugsað upphátt“ í framhaldi af þessu og pælingar í framhaldi um skömm og innri rödd. –

Forsenda þess að öðlast fullnægju er að njóta,

ef við njótum ekki verðum við aldrei fullnægð eða södd.

– Forsenda þess að njóta er að vera sátt við það sem við erum að gera.

– Þegar við erum í fíkn eða þráhyggju erum við ekki í sátt heldur á flótta.

Flótta frá sögu okkar, flótta frá okkur sjálfum. –

–  Óyrtar og/eða bældar tilfinningar leiða til fíknar eða flótta. –

Af hverju ættum við að flýja okkur sjálf? – Af hverju ættum við að forðast það að njóta og (upp)lifa?

Leyfum okkur  að gleðjast, leyfum okkur að syrgja og höfum hugrekki til að tala um skömm sem hrærist innra með okkur, því skömmin hatar að láta tala um sig,  þá fer hún að missa vald sitt (Brené Brown). –

Skömmin hindrar okkur í að sjá hver við erum og gerir okkur lítil. –

What a liberation to realize that the „voice in my head“ is not who I am. Who am I then? The one who sees that. Eckhart Tolle

Þegar við sjáum að það erum við sjálf sem viðhöldum skömm, eða útrunnum hugsunum (jafnvel um skömm), – að við sjálf erum orðin neikvæða röddin sem talar til okkar.  Þegar við erum farin að sjá hvernig við erum að næra sársauka okkar og/eða viðhalda honum, lifa fortíð  getum við farið að breyta og hætt að næra hann. –

Þrír bollar af þunnu kaffi drukknir án vitundar fylla okkur af engu,  á meðan að einn bolli af espresso drukkinn af nautn og með vitund fyllir okkur af vellíðan. –

Wake up and smell the coffee! –

Ath! – Það er ekki aðalmálið hvað við erum að borða, drekka eða gera, heldur hvernig við förum að því. – Njótum. –

p.s.

ef þú vilt lesa meira um að hvernig við njótum lífsins (eða ekki) þá smelltu

HÉR

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s