„Ég hef ekki tíma til að fara með þessar jákvæðu staðhæfingar í eigin garð“ …
Mig langar að benda fólki á allan tímann sem það hefur t.d. í bílnum sínum þegar það er að keyra á milli staða, – í staðinn fyrir það að bölva því að lenda í umferðarteppu, getum við hugsað „Já, en frábært nú get ég æft mig að tala jákvætt við sjálfa/n mig. –
Æfingin skapar meistarann og við höfum „æft“ okkur alveg nógu lengi að rakka okkur niður, – svo það er komin æfing í að tala okkur upp úr kviksyndi neikvæðra staðhæfinga og eina leiðin til þess er andstæðan eða jákvæðar staðhæfingar. –
Í bílnum, í baði, í Bónus .. hvað eru mörg B í því.
ABC of Law of Attraction.
A – Attention ( Athygli við veitum því jákvæða og því sem við viljum athygli – setjum upp sýn.)
B – Belief (Við trúum að það virki. ef við erum með úrelta trú um að við séum ómöguleg og okkur mistakist þá skiptum við henni út).
C – Consistency (Við þurfum að hafa úthald, – æfingin skapar meistarann, „ég get það“ verður mantran).
Muna eftir heyrnalausa froskinum sem gat klifið mastrið á meðan allir hinir gáfust upp, hinir hlustuðu á úrtöluraddirnar. Ekki vera þín eigin úrtölurödd og ekki byrja að setja hindranir eða að setja upp afsakanir.
Minni á kynningarnámskeiðið á morgun í Lausninni „Ég get það“ og svo 9 vikna námskeið sem hefst 9. september „Ég get það“ – byggt á hugmyndafræði Louise L. Hay, og þessu sem er hér að ofan.
TAKK:)
takk sömuleiðis Hrefna 😉