Er sammála þessu – nema upphafsorðunum, „as you get older“ – vegna þess að þroski fylgir ekki alltaf aldri. – Hef mætt ungu fólki með mjög mikinn þroska og eldra fólki sem er staðnað. – Setningin „aldur er afstæður“ gildir ekkert bara þegar fólk er í ástarsamböndum þar sem aldursbilið er eins og eitt stykki unglingur eða meira. –
Þroski kemur með lífsreynslu og hvernig við vinnum úr henni. Það eru ekki allir sem læra né þroskast í lífsins skóla, við verðum að vera viðstödd til að læra. Að vera ekki viðstödd þýðir að við flýjum, afneitum eða deyfum tilfinningar okkar. Þroski næst með því að virða tilfinningar okkar. (Virða hér getur líka staðið fyrir að viðurkenna tilfinningar eða sjá þær, „respect“ ). Ef við gerum það ekki er hættan á að við förum í flótta, afneitun, fíknir o.s.frv. – þá verður ekki þroski.