Einu sinni fæddist barn …

Þetta barn varst þú. –  Þegar barnið kom í heiminn, var enginn sem benti á það og sagði: „Þú átt ekki allt gott skilið“ eða „Hvað þykist þú eiginlega vera?“ – „Þú ert ekki nógu _______“  (bættu í eyðuna: dugleg/ur, sterk/ur, falleg/ur, mjó/r – annað?)

Barnið var NÓG og verðmæti þess hefur aldrei breyst. –

Það sem þó gerist er að foreldrar og/eða annað samferðafólk barnsins fer að segja ýmsa hluti við barnið þegar það fer að vaxa úr grasi.  Það fer að reyna að blanda tilverurétti sínum við gjörðir sínar,  því finnst það þurfa að GERA eitthvað til að sanna sig. –  Til að vera nóg.

Við getum ekki gert að því hvernig talað var til okkar, og hvernig aðrir tala e.t.v. enn til okkar í dag.  EN við getum gert að því hvernig við tökum á móti því eða tökum ekki á móti og við getum gert að því hvernig  VIÐ tölum til okkar, – til barnsins sem fæddist og var og er svo dásamlegt.  –  Við höfum ekki „dömpað“ barninu, því það er enn hluti af okkur,  sálin sem kom í heiminn er sú sama og yfirgefur okkur aldrei, þó að líkaminn hafi stækkað og breyst. –  Allt sem barnið hefur heyrt hefur þú heyrt. –  Það situr í sálinni. –

Við berum ábyrgð á þessu barni, vegna þess að NÚ erum við fullorðin.

Þú berð ábyrgð á sál barnsins sem fæddist fyrir jafn mörgum árum – og jafn mörgum mínútum og jafn mörgum sekúndum og ÞÚ. –

Hvernig kemur þú fram við barnið?   Ertu barnagæla?  Talar þú fallega til þess og segir því að það sé verðmætt?  Gefur þú því hrós og athygli?

Enginn hefur eins mikla möguleika og þú til að brjóta þetta barn niður – en um leið hefur enginn eins mikla möguleika á að byggja þetta barn upp. Hættu að láta raddir fortíðar stjórna, eða neikvæðar raddir nútíðar stjórna barninu. –   Taktu ÞIG í fang ÞÉR,  leggðu hönd á hjarta þitt, og tjáðu þér ást þína og væntumþykju. –

Það er að segja ef þú vilt hamingjuríkt líf fyrir þig?

  • Ég ætla að vera betri við sjálfa/n mig.  Ekki gera hugsanir þínar að óvini þínum.  Neikvæðar hugsanir.  Sjálfsásakanir og niðurbrjótandi hugsanir.  Skiptu út neikvæðu hugsunum með jákvæðum.  Það er hægt að læra það með því að lesa efni Louise L. Hay (hægt að finna hana á Youtube).  Losaðu þig við áhyggju- og þjáningarhugsanir.  Sendu fólki ljós og sendu sjálfum/sjálfri þér ljós.  HUGSAÐU LJÓS. – Hættu að vega þig og meta, dæma og gagnrýna  og segðu „ÉG ER NÓG“ –  Hættu að setja á þig merkimiða og samþykktu þig.  Að fara að þykja vænt um sig þýðir að þú hugsar betur um sjálfa/n þig andlega og líkamlega. – Það er t.d. grunnur að heilbrigðara líferni.
  • Ég lifi ástríðu mína, – finndu út hvað þig langar og gerðu það.  Við eyðum of miklum tíma í að gera eitthvað sem okkur þykir leiðinlegt.  Það er mikilvægt að átta sig á því hvað það er sem við höfum gaman af því að gera.  Gleðin er mesti drifkrafturinn.  Leyfðu þér að trúa því að þú getir gert það sem hugur og hjarta stefnir til,  en um að gera að taka ákvörðun og byrja að lifa tilfinninguna við það að hafa tekið ákvörðun,  þó að þú takir eitt skref í einu að markmiðum þínum þá ertu þó lögð/lagður af stað. –  Njóttu þess þá sem þú ert að gera, akkúrat núna, vegna þess að það getur verið hluti af ferðalaginu.   Hamingjan er ferðalagið, en ekki bara endastöðin.
  •  Ég vel mér „ferðafélaga“ –  Það þýðir að ég á skilið góða ferðafélaga sem eru styrkjandi og styðjandi.   Það ríkir jafnvægi á milli þín og maka þíns, þið eruð bæði gefendur og njótið að gefa af ykkur,  og njótið líka að þiggja því að makinn gefur. –  Bestu samböndin eru sögð vera þau sem báðir aðilar hafa gaman af því að gefa, og gjafir eru gefnar með svo mörgu móti. Þær liggja ekki bara í hinu veraldlega, þó það sé líka gaman að gefa og þiggja slíkt. –  Falleg orð eru líka gjafir, en það þarf alltaf að vera innistæða fyrir þeim,  og sumir eiga erfitt með orðin og gefa í verki. –  Gjafir eru allar mikilvægar og gott að gefa þeim sem kann að meta.  Brené Brown segir að það þurfi að iðka ástina. – „Practice Love“ –   Iðkaðu því ástina í eigin garð og annarra. –
  • Ég er tilbúin/n að hætta að trúa að ég geti stjórnað öðru fólki eða breytt því.  –  „Vertu breytingin sem þú vilt sjá í heiminum“ – sagði Gandhi.  Ekki eyða orku þinni í það sem þú getur ekki stjórnað.  Við megum ekki detta í þá gryfju að ætla að stjórna eða stýra öðru fólki.  Þá erum við orðin í sumum tilfellum „manipulators“ – og dettum jafnvel í það sem ég vil kalla „tilfinningakúgara“ –  Við reynum að stjórna með öllum hætti, með að hóta, með því að bora í samvisku viðkomandi o.s.frv. –  Þetta er okkar lærða hegðun sem við þurfum að láta af. – VIð þurfum að skilja hvernig VIÐ beitum ofbeldi,  til að skilja ofbeldi annarra.   Leyfum fullorðnu fólki að finna út sinn eigin þroska, –  og stundum uppeldi á börnum okkar en ekki ofbeldi. Ef þú vilt að barnið þitt blómstri, vaxi og dafni – vertu því fyrirmynd í því að blómstra, vaxa og dafna.  Það lítur upp til þín.
  • .Ég viðurkenni ótta minn og sársauka.   Ein megin ástæða þess að við náum ekki að breytast er að við lifum í afneitun.  Við setjum brosmerki yfir bensímælinn þegar hann tankurinn er tómur. Í staðinn fyrir að sjá það, viðurkenna vandann og fylla því  á tankinn á ný. – Þú þarft að finna leiðir til að „fylla á tankinn“ –  Ef þú óttast það að tala fyrir framan aðra, farðu og gerðu það.  Ef þú óttast mannfjöldann – farðu og vertu í mannfjölda.  Ef þú óttast að gera þig að fífli, gerðu þig að fífli og sjáðu hvað gerist? –  Kannski lifir þú það alveg af?  Farðu í gegnum óttann og segðu við þig „ÉG GET ÞAГ .. og sjáðu hvernig þér líður á eftir.  Sumir segja að lífið hefjist fyrst, þegar við erum komin út fyrir þægindahringinn, en þægindahringurinn er öryggið.  Öryggið getur, því miður, verið leiðinlegt til lengdar og lífið á að vera skemmtilegt.  Ekki bara þykjustinni – heldur alvöru skemmtilegt.
  • Ég ætla að sjá mistök, óhöpp, erfiða lífsreynslu og annað sem tækifæri til að þroskast.  Sumir segja að ekki séu nein mistök, aðeins tækifæri til að læra.  Það sem við gerum rangt kennir okkur að gera rétt, svo við getum notað það sem kennslutæki til að gera betur næst.  Þegar okkur mistekst þýðir það líka að við höfum þó reynt, – en þau sem aldrei reyna neitt gera aldrei mistök og þau sem reyna sem flest gera flest mistök.   „Failure is the birthplace of success“ –  Það að mistakast er því fæðingarstaður þess að ná árangri“ ..  Það að mistakast getur verið merki til þín að þú sért komin/n út af sporinu og þurfir að endurstilla fókusinn.  Við komumst í samband við „reddarann“ í okkur sjálfum þegar við lendum í því að þurfa að finna nýja leið,  velja upp á nýtt.  Við höfum alltaf þetta val, og gott þegar við stöndum fyrir framan valkosti að spyrja okkur:  „Hvað stendur nær hjarta mínu?“ – „Hvað veitir meiri gleði?“ –  „Hvað veitir meiri sátt?“ Munum að við höfum stundum ekki val, ekki nema val um viðhorf. 

Já, einu sinni fæddist barn, – þessu barni er ætlað gott líf og mikill þroski.  Þetta barn á rétt á handleiðslu  í gegnum lífið, – stuðningi, væntumþykju, samþykki, athygli, virðingu, samhuga og elsku mjög mikilvægrar persónu í lífi sínu. 

Þetta barn er ég – og þetta barn ert ÞÚ. 

1016429_499231890156540_1902102223_n

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s