Hér á eftir fer einfaldasta skýringin mín á því hvernig við skiptum um fókus, setjum fókusinn úr mínus í plús. –
Við vitum hvernig vaxtakerfið virkar, ef við eigum bankabók sem er í mínus, erum við sífellt að greiða af upp vhæðinni vexti. – Ef við eigum bankabók sem er í plús, fáum við vextina. –
„Það sem þú veitir athygli vex“ – er ekki ekki bara sagt út í loftið.
Þegar ég fékk mér Hondu Jazz, fór ég loks að taka eftir öllum hinum Hondu Jazz bílunum, svo ofurlítið dæmi sé tekið.
Hvernig væri að nýta hinn frjálsa vilja til að velja það sem við veitum athygli? –
Hvort liggur hugurinn hjá mínus bankabókinni eða plúsbankabókinni?
Hér koma örlitlar útskýringar á þessum tveimur bankabókum:
Mínusbankabók –
- Það sem ég ekki get
- Það sem ég ekki hef
- Gallar mínir
Plúsbankabók
- það sem ég hef
- það sem ég get
- Kostir mínir
Að sjálfsögðu getur hver og ein/n búið til undirflokka og ég mæli með því að beina athyglinni að plúsbankabókinni og sjá hvort að vextirnir fari ekki að láta á sér kræla? –
Það er hægt að beina athyglinni að eigin bankabók, en líka hinna. –
EInu sinni kom til mín kona sem hafði gert lista yfir allt í mínusbankabók eiginmannsins. – Hún vildi laga hjónabandið og ætlaði s.s. að sýna honum þessa bankabók, svo hann gæti nú bætt sig.
((/&%$$%&())=/&%$
Já, – ég þurfti aðeins að anda, – vegna þessa stóra misskilnings, og í raun sagði þessi saga margt. Hún sagði það að konan hafði virkilega veitt athygli öllum ókostum mannsins til að telja þá saman og færa til bókar, og ég efast ekki um að gallarnir hafi fengið vexti í þessum meðförum. –
Ég mælti með því að hún tæki sig nú til að skrifaði annan lista, lista yfir kosti og hæfileika manns síns, – og hún skildi það algjörlega, og áttaði sig á hvaða leið hún var. –
Fókusinn var svakalega rangt stilltur, og það eiga allir að fá séns á að vera séðir með jákvæðum augum. Líka við sjálf. –
Það er svo yndislegt við áramót, að við getum gert eitthvað nýtt, – t.d. stofnað nýjan bankareikning ef við eigum hann ekki til nú þegar, og farið að leggja inn á hann. – Skoðum síðan í árslok hvernig hann stendur og hvort það hefur einhverju breytt að veita honum athygli. –
Hverjir eru þínir kostir?
Hvað átt þú?
Hvað getur þú?
Öll getum við andað sem erum að lesa þennan pistil, andardrátturinn er forsenda lífs. – Öll eigum við aðgengi að fersku vatni og tæru andrúmslofti ..´Við eigum miklu meira af því sem sameinar en sundrar.
Það á Island líka og það á heimurinn allur. –
Hvernig væri að laða fram það sem við getum, það sem við höfum, kosti og hæfileika – með því að veita því athygli? –
Hvor bankabókin veitir meiri gleði, þessi sem er í plús eða þessi sem er í mínus? –
Hvað er inni á þinni gleðibankabók?
Kíktu – það er spennandi og kemur stundum á óvart hvað það er mikið!
Takk fyrir góða pistla á árinu Jóhanna 🙂 megi nýtt ár verða þér og þínum farsælt 🙂
Kveðja, Sigríður