Sophie og svartholið

Sophie er frönsk en talar á ensku. Hún er sálfræðingur og talar hér um eigin reynslu við að losna við aukakíló.

Hún byrjar á að spyrja af hverju byrjum við á verkefnum sem skipta okkur máli, en gefumst upp.  Hún notar aukakílóin sem dæmisögu um af því að þurfa að ná ákveðnum árangri, sama hvað er.  Það er að komast frá punkti A að punkti B.   Eða frá Ákvörðun til þess að ljúka við framkvæmd. –  Við leggjum oft af stað en lendum í því sem hún kallar „svarthol“ á leiðinni og því komumst við ekki að punkti B, heldur föllum í svartholsgryfjuna.   Þetta þarf ekkert að vera tengt mataræði eða að komast í þá þyngd sem er æskileg heilsu okkar,  heldur tekur hún dæmi eins og:

  • Að taka til í bílskúrnum
  • Að skrifa bók
  • þinn punktur …. hvað langar þig að gera og hvert er þitt svarthol – eða hvað stoppar þig?

Hún Vildi verða grönn.  Frá A – að vera 320 pund (145 kg)  og til B vildi verða 150 – 160 pund (72 kg)

Í höfðinu sagði hún „Ég vil vera grönn “

En um leið var það að segja annað, „Grannt fólk er ekki öruggt, grannt fólk er ekki vinalegt“ ..  þetta voru einhverjar hugsanir, „Ég get ekki treyst grönnu fólki“ ..  þetta voru í raun svolítið duldar skoðanir hjá henni, grafnar í undirmeðvitundina.  E.t.v. eru svona duldir fordómar í höfðinu á okkur,  við vitum jafnvel ekki um þá?  En þetta er reynsla Sophie, – það hefur hver sitt,  en oft höfum við svipaða reynslu.

Hún lýsir göngu sinni þar sem hún ítrekað leggur af stað frá punkti A,  en skottast alltaf til baka vegna þess að gömlu hugmyndirnar toga hana til baka og hún byrjar að missa einhver kíló – en eins og teygjuband skýst allta til baka til A  (og auðvitað vitum við að það þýðir að þegar lagt er af stað í einhvers konar kúr, ef hann er okkur „óeðlilegur“ – þá bætast við kíló þannig að hún gæti hafa bætt á sig fleiri pundum/kílóum! .. )

  • Hún talar um hugsanir sem draga okkur til baka,  neikvæð orka togar okkur til baka.

Hún talar um fimm „vektora“ eða arma.

1. armur:  Útrunnar hugsanir:  Við notum útrunnar (súrar) hugsanir sem toga okkur til baka,  við þurfum að hætta að trúa þessum röngu hugsunum og neikvæðu um  okkur sjálf.  Dæmi um útrunnar hugsanir eru;  „Ég get þetta ekki,  því ég hef aldrei getað þetta“ .. Þá erum við að byggja á fortíð, kannski höfum við bætt okkur,  kannski fáum við meiri stuðning eða ef við einmitt losum okkur við gömlu hugmyndirnar og skiptum þeim út fyrir nýjar,  þá toga þessar gömlu okkur ekki til baka!.

Dæmi um gamlar hugsanir:  „Ég þori ekki, get ekki, vil ekki“  Nýjar:  „Ég þori, get, vil“  eins og söngurinn í kvennabaráttunni:  „Þori ég, vil ég, get ég“ …  Hvað ef að konur hefðu nú bara hugsað, æ þetta er ekki hægt,  „kona getur ekki kosið – þannig hefur það aldrei verið“..  Ef eitthvað hefur aldrei verið, ef þú hefur t.d. aldrei verið grönn/grannur,  ef þér hefur aldrei tekist að skrifa bók, ertu þá bara dæmd/ur til að gera það aldrei? ..  Já,  ef þú trúir því að útrunnar hugsanir séu í gildi. –

Við þurfum að segja: „Þetta er ekki lengur satt“

2. armur:  Réttar hugsanir.   Sumar hugmyndir er sannar, – Sophie tekur þarna sem dæmi um staðreynd að hana langaði að flytja til Bandaríkjanna en kunni ekki ensku.  Svo hún fór að læra ensku. Þarna kemur heiðarleikinn inn í.  Hvað þarft þú raunverulega að gera til að ná árangri og farsæld? –  Kannski að fara að versla inn mat sem er hollari og gerir þér gott? –  Ekki kaupa súkkulaði handa gestum og borða það svo allt sjálf? –  Hvern erum við að blekkja? –   Við erum flest farin að þekkja okkur sjálf og vitum um veikleika og styrkleika. –  Það er líka satt að hreyfing er holl fyrir líkama og sál, og ef við viljum raunverulega komast á stað B og vera þar,  þá megum við tileinka okkur þá hugsun.  Það er ekki ranghugsun.  Það er líka rétt hugsun að þú ert verðmæt manneskja, hvort sem þú ert grönn eða feit,  – á punkti A eða B, og það er rétthugsun að þú sért allrar elsku verð hvenær sem er, á punkti A og á punkti B  og á leiðinni þar á milli. –

3. armur:  „Feel our feelings“ – Að leyfa okkur að hafa tilfinningar!  Við felum okkur, deyfum eða flýjum.  Hún segir sögu af dóttur sinni sem datt og meiddi sig, – amman bauð súkkulaðismjör  sem átti að gleðja dótturina. – Þetta kennum við og venjum börnin við frá unga aldri.  Að þegar þau fara að gráta er stungið upp í þau snuði,  síðan ýmsu góðgæti. –  Oral fíknin er þá ekkert undarleg.

Það sem börnin þurfa oft er bara huggun, að einhver haldi utan um þau og rói þau.  Stundum er það bara athygli.  En í staðinn fyrir huggun og athygli,  fá þau oft bara eitthvað gott í munninn og/eða þau eru sett fyrir framan sjónvarpið (sem er auðvitað annars konar fíkn ;-))..

En Sophie segir: „There is no being thin withouth feeling my feelings“  – eða við verðum ekki grönn (náum ekki árangri)  ef við leyfum okkur ekki að finna til og tjá tilfinningar okkar.

Hún segir þarna sögu af sjálfri sér í París þar sem hún er að reyna að finna buxur fyrir sig.  Það var ekki auðvelt,  buxur sem áttu að passa á allar konur í yfirvigt pössuðu henni ekki, – en hún var með mömmu sinni í þessum leiðangri. –

„There is no doing, I shifted my state of being that I now allow my self to feel those feelings I was trying to cover up

Þarna segir hún að „AHA“ stundin hennar hafi verið, – að þetta skipti mestu máli, að leyfa sér að upplifa og játa vonbrigði, reiði, leiða, sorg, depurð, gleði jafnvel? ..  Þetta hefur mikið að gera með grímuna sem við göngum um með. – Við tölum um að við verðum bara að kyngja einhverju,  hvað ef við erum að borða tilfinningar okkar? –   Kannski liggja þær í matnum? –  Erum við þá ekki að borða á röngum forsendum? –  Í staðinn fyrir að viðurkenna vonbrigðin, – förum við í skápinn og fáum okkur snakk og ídýfu? –  Eða borðum á okkur gat á Þorrablótinu  og verkjar svo í kroppinn á eftir og erum við samviskubit og berjum okkur niður vegna þess að  við stóðum ekki við það sem við höfðum lofað okkur í upphafi.  – Að borða hóflega og gera það sem væri gott fyrir okkur? –

4. armur: „Guð“ skoðana okkar. Hún lifði sínu lífi þannig að skoðanir annarra voru meira verðar en hennar eigin. (Þarna kemur hún inn á meðvirknifaktorinn).  Þarna skiptir sjálfstraustið miklu máli.  Af hverju getur okkur ekki líkað við okkur sjálf? – Þurfum við að bíða eftir samþykki annarra og viðurkenningu á sjálfum okkur. – Erum við ekki verðmæt eins og við erum? –  Líðan okkar segir mjög mikið um hvernig við erum.  „I am as hot as I feel“ ..   Ef okkur líður vel,  þá berum við það oftast með okkur og öfugt. –  Það sem skiptir MESTU máli,  er okkar eigið sjálfsálit.  Ef það er í molum,  látum við berast eins og lauf í vindi,  líðan okkar fer alveg eftir því hvað hinn eða þessi segir um okkur.  Auðvitað hefur umhverfið áhrif,  en við verðum að varast að vera eins og strengjabrúður í höndum annarra hvað tilfinningar varðar. –

Við erum bílsjórarnir í okkar lífi, – ef við ökum með handbremsuna alltaf á erum við í ofstjórn og endum með að brenna út eða amk fer að rjúka úr okkur og það endar auðvitað með ósköpum.  Ef við stígum aldrei á bremsuna, miðum við aðstæður þá endar það líka með ósköpum,  ökum stjórnlaust! ..  En ef við erum komin með bílpróf af hverju ekki að treysta okkur fyrir leiðinni, að aka bílnum?  –  Veit sá sem er í aftursætinu betur hvaða leið við eigum að fara? –  Við getum svo sannarlega spurt til vegar og eigum að gera það þegar við vitum ekki leiðina,  en ef við förum bara eftir röddinni í GPS-inu eða vinkonunni í framsætinu,  missum við hægt og sígandi vitneskjuna um það sem við viljum eða vitum það ekki lengur! ..

5. armur.  „Hvað á ég skilið“ ..   Mörgum þykir að þeir eigi ekki gott skilið og það eru líka gamlar hugsanir oft komnar úr bernsku. –   Það sem heldur aftur af Sophie er eitthvað sem sagt var við hana á lífsleiðinni,  gæti verið frá foreldrum, kennurum. –  Það er mikilvægt að fjarlægja þær hugmyndir. –

VIÐ EIGUM ALLT GOTT SKILIÐ ..  líka að komast frá A – B  –

Að sjálfsögðu er þetta bara það sem hún kemur fyrir á 20 mínútum, – málið er víðara.  En þarna kemur fram að það þarf að vinna í orsökunum.  Ruslið í bílskúrnum er afleiðing,  ofþyngd er afleiðing.  Við getum tekið til og ruslað út aftur, – við getum tekið af okkur kílóin og fengið þau á okkur aftur.  Það gerist ef við breytum ekki siðum okkar.  Skoðum AF HVERJU við gerum þetta,  og breytum siðum í það að halda bílskúrnum hreinum daglega  og að ganga vel um líkama okkar daglega,  ekki láta hann dankast og henda inn í hann rusli þannig að hann fitni.   En til þess að geta þetta,  þurfum við auðvitað að vita af hverju við göngum illa um og í sumum tilfellum eins og hryðjuverkamenn á eigin líkama og sál.

og smellið  HÉR til að hlusta á fyrirlestur Sophie:

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s