Eigum við að veita vandamálunum athygli?

„Það sem þú veitir athygli vex“  

„Ekki byggja á rusli fortíðar“  

Þetta eru setningar sem ég nota sjálf. 

En lífið er fullt af þversögnum, – og hvor er réttari fullyrðingin: „Oft má satt kyrrt liggja“  – eða „Sannleikurinn er sagna bestur“ .. ? 

Er ekki bara „bæði betra“  eins og börnin segja? – 

Þarf ekki að að skoða í hvaða samhengi við erum að tala?  

Það tel ég. 

Ef við verðum bensínlaus, dugar ekki að líma brosmerki yfir bensínmælinn og segja að allt sé í lagi og halda að við getum keyrt áfram. –   Eigum við að veita bensínmælinum athygli? –  Já auðvitað. 

En það er ekki þar með sagt að við þurfum að stara á hann allan tímann og óttast það að bensíntankurinn tæmist,  við gætum líklegast ekki keyrt ef við tækjum ekki augun af honum! .. 

Þegar við skoðum fortíð,  þá skönnum við hana – rennum augun yfir hana eins og bensínmælinn og höldum svo áfram.  Fortíðin er eins og fenjasvæði, við höldum áfram þegar við förum þar í gegn, en það er enginn staður til að reisa sér hús. – 

Ef við erum vansæl, þá þurfum við í mörgum tilfellum að vita orsök til að geta unnið í henni. – 

Afleiðingar eru pollurinn sem við erum alltaf að þurrka upp, – pollur sem e.t.v. stækkar og stækkar,  stækkar meira eftir hvert skiptið sem við þurrkum hann upp.  Kannski vegna þess að við erum alltaf með fókusinn á pollinum? –   Hvað ef við stilltum hann á orsökina, hinn leka krana?    Væri ekki rétt að gera við hann og þá hætti pollurinn að koma? 

Hér er ég að stinga upp á því að við þurfum að hætta að veita vandamálum athygli – sem eru í raun afleiðing, og veita orsökunum athygli.   Hvað ef við erum með slæman sjúkdóm,  við tölum sífellt um hann þegar við hittum einhvern,  við lesum um hann og spáum og spekúlerum,  sjúkdómurinn fær gríðarlega athygli og vex og vex, en kannski erum við ekki að íhuga orsök, eða hvað við getum gert sjálf.  

Jákvæðni hjálpar í öllum tilfellum.  Broskallinn skaðar engan, og það að hugsa á lækninganótum – eins og einhver sagði, „mitt bros lætur frumurnar mínar brosa“. –   

Allt tal um sjúkdóma – allt væl um vandamál, án þess að gera eitthvað í því er eins og að tala um að bíllinn sé bensínlaus og kvarta yfir því, jafnvel skammast yfir að einhver annar fyllti ekki á bílinn,  en sleppa því að setja bensín sjálf/ur – þrátt fyrir að vita að það er leiðin til að komast af stað aftur. – 

Ég hef mikið rætt um skömm, og skv. „skammarsérfræðingnum“ Brené Brown,  minnkar skömmin þegar við tölum um hana.  –  Skömmin er eins og hinn leki krani, hún orsakar vanlíðan og óhamingju. –  Viðgerðin er á þeim bæ að opinbera hana, gefa hana frá okkur, fyrirgefa okkur og með því skrúfum við kranann fastan. 

Það er ekki hægt að hunsa lekann krana, eða bensínlausan bíl.  Bíllinn keyrir ekki – af hverju? – Jú, hann er bensínlaus. –  Við bara tölum ekki um það út í hið óendanlega að hann keyri ekki, og gerum það að risa vandamáli. 

Gerum ekki úlfalda úr mýflugu, heimsstyrjöld úr rökræðum, fjall úr þúfu.  –  Það gerum við þegar við veitum vandamálinu of mikla athygli en hunsum orsakirnar,  eða gerum ekkert í þeim. 

„Oh ég er svo feit/ur“ –  hvað ætlar þú að gera í þvi og af hverju ertu of feit/ur? –   Ef þú ætlar ekkert að gera í því, hættu þá að tala um það, því  þú fitnar bara af því. – Já, svoleiðis er það. 

„Oh, ég er svo blönk/blankur, – hvað ætlar þú að gera í því og af hverju ertu of blönk/blankur? – Er það öðrum að kenna,  ertu þá fórnarlamb?  Gætir þú gert eitthvað í því? –  Verður þú ekki bara blankari ef þú ert alltaf að tala um vandamálið blankheit? –  

Niðurstaða mín (í bili – aldei endanleg):  – ekki stilla fókusinn vandamálin,  en um leið ekki afneita þeim,  það er nauðsynlegt að vita af þeim, sjá „sársaukann“ sem veldur þeim og vinna í honum. 

Fine Young Cannibals sungu: „What is wrong in my life that I must get drunk every night? –  Vandamálið er álitið drykkjan, eða alkóhólisminn sem fær vissulega mikla athygli, – en það er auðvitað þetta „what is wrong“ – „hvað er að?“  sem við ættum að spyrja og leitast við að gefa gaum.  

Meikar þetta sens? – svo ég tali góð íslensku? WEBBizCardFront

Þegar ég byrja að borða ofan í tilfinningarnar :- /

Fyrir nokkrum árum las ég bók sem heitir „Women, Food and God, eftir Geneen Roth, – og undirtitill er „an unexpected path to almost everything“ ..

Þessi bók breytti viðhorfi mínu og losaði mig undan því sem kalla má „þráhyggjumegrun“ ..

Á sama hátt og við lærum að umgangast mat lærum við að umgangast lífið. –  Með því að njóta og það sem er aðalatriðið að umgangast mat með meðvitund.  „Awareness“ – Taka eftir því hvað við erum að setja upp í okkur og íhuga „af hverju?“

– Er það vegna hungurs, vana eða vanliðunar kannski? –

Eftir að ég losnaði undan þessu þunga fargi „þráhyggjumegrunar“ – stóð vigtin mín í stað og ég hætti reyndar að vigta mig því ég passaði í fötin mín og pældi ekkert í þessu.  Vigtin var bara truflandi.   Það var ekki þetta „jójó“  sem hafði verið áður,  þar sem ég fór í átak, lifði á fræum og baunum og grenntist og þyngdist svo aftur.

Mitt át hefur oft verið í hálfgerðu meðvitundarleysi,  – ég er búin að stinga upp í mig kexi eða einhverju án þess að vera viðstödd í raun.  –  Síðan hef ég borðað of mikið, tekið of stóra skammta því ég er að reyna að fylla upp í tilfinningalegt tóm, en að sjálfsögðu verðum við aldrei södd af því.

Það er hægt að fara að lifa með meðvitund, læra að elska sjálfa/n sig nógu mikið til að vilja að líkaminn sé í því kjörástandi sem honum er hollast.  Að ekki sé of mikil vigt á hnjánum, of mikið álag á bakið vegna þungs maga o.s.frv. –

Ég varð fyrir gríðarlegu andlegu áfalli í janúar þegar ég missti dóttur mína, – og ég uppgötvaði bara nýlega að ég var gjörsamlega búin að tína farveginum,   þessum farvegi meðvitundar sem ég hafði áður verið á.  Það er ekki skrítið,  – en það sem er að hjálpa mér núna að komast upp á hann aftur,  er sú mikla sjálfsvinna sem ég hef stundað og að vakna á ný að ég þurfi að láta mér þykja vænt um sjálfa mig til að ofbjóða ekki sjálfri mér og líkama mínum með óhollustu og ofgnótt.

Hluti af því að komast aftur á góða farveginn er breyting á viðhorfi,  breyting á fókus.  Ég er þakklát fyrir breyttan fókus og er nú þegar farin að vera minn eiginn áhorfandi, veita sjálfri mér athygli,  og líður svo miklu, miklu betur með það.

Athygli er yfirleitt það sem við sækjumst eftir hjá öðrum en gleymum að sækja til okkar sjálfra.

Til að koma mér upp á „meðalveginn“ á ný skrifa ég niður allt sem ég borða og deili því með einum aðila. –  Það er um leið „heiðarleikapróf“ –  Um leið og ég veit að ég geri það,  veiti ég því athygli þegar „úps“ ég er búin að stinga upp í mig kexkökum eða Prins Póló eða hvað sem það er.

Það þarf ekki að bíða eftir sáttinni,  en sátt er ástand sem við flest viljum vera í.  Um leið og við höfum tekið ákvörðun erum við farin að lifa í sátt.   Um leið og við breytum viðhorfinu.

Athygli er skemmtilegt orð,  en við förum að veita okkur athygli.  Athygli er komið af því að athuga eða huga að.  Okkur verður umhugað um okkur sjálf,  umhugað um heilsu okkar.

Aldrei fara að huga að okkur á röngum forsendum,  þ.e.a.s. að við séum einungis að borða minna eða vinna í heilsu okkar vegna utanaðkomandi áhrifa,  heldur einmitt vegna þess að okkur er umhugað um okkur.

Við erum gjörn á að dæma fólk fyrir alls konar ofneyslu, kaupæði, áfengisnotkun, framhjáhald,   en margt sem við gerum þegar við hugum ekki að heilsunni og mataræðinu þá erum við að ofneyta, og eiginlega halda framhjá sjálfum okkur.

Verum góð .. við okkur sjálf.   Vertu breytingin sem þú vilt sjá í heiminum. 

Ef þú værir umhverfisverndarsinni og elskaðir heiminn byðir þú honum ekki upp á margt af því sem þú býðir sjálfum/sjálfri þér uppá er það?

Þú ert þinn eigin heimur.  Vertu breytingin sem þú vilt sjá í heiminum. 

Ég ætla ekki að skrifa nánar um þetta hér, en þar sem ég er komin sjálf í farveginn minn aftur býð ég öðrum upp á aðstoð/námskeið.  Nota þekkingu mína, menntun og reynslu til að styðja.  Það má lesa nánar um það á facebook síðunni „Í kjörþyngd með kærleika“ og á síðunni sem heldur utan um samnefnd námskeið:   http://elskamig.wordpress.com/

– Hafið samband 😉 ..

21-the-world

Þrír konfektkassar borðaðir í meðvitundarleysi …

Í fríhöfninni var tilboð á konfekti, þrír fyrir einn og ég taldi það upplagt að kaupa þrjá kassa og ég gæti gefið þá í jólagjafir.

Ég lá í mjúka græna sófanum mínum og horfði á einhverja Disney föstudagsmynd og vorkenndi mér að vera ein,  ég var einmana og taldi að allir aðrir væru að hafa það kósý heima, pör sætu hönd í hönd o.s.frv. – heilinn virkar bara stundum þannig.

Ég átti a.m.k. svolítið bágt (að eigin mati).

Ég gekk eins og í leiðslu inn í eldhús og skimaði eftir einhverju sætu að borða,  ég passaði mig að kaupa ekki kex eða sælgæti því að ég vissi að það færi bara ofan í mig, síðan á rass, maga og læri  og ég yrði óánægð með mig.  Svo var víst talað um að sykur væri eitur og heilinn færi í þoku við þetta,  eða eitthvað svoleiðis.

En hvað um það,  þegar svo kom að því að  ég ætlaði að grípa í konfektkassana þrjá fyrir jólin voru þeir allir tómir uppí skáp.

Ég hafði sem sagt „læðst“ í einn þeirra – ákveðið að fórna honum,  „ég átti það svo skilið“ en einhvern veginn enduðu þeir allir tómir.

Á námskeiði haustið 2010 sá ég fyrst bókina „Women, Food and God“ – og svo hoppaði hún í fangið á mér einhverju síðar.  Þar segir Geneen Roth frá reynslu sinni,  hvernig m.a. hún fyllir í tómu tilfinningapokana með mat,  hvernig hún reyndi m.a. „svarta kúrinn“ til að grennast en hann var „sígarettur, kók og kaffi“ og það tókst – jú hún varð grönn, en auðvitað hvorki heilbrigð né hamingjusöm,  en hún var að leita eftir báðu.   Hún segir frá „Röddinni“  sem glymur inní okkur sem segir að við séum aldrei nógu góð,  hver við þykjumst vera og þar fram eftir götunum.  Hún segir frá ferðalaginu frá okkur og mikilvægi þess að lifa „í okkur sjálfum“.. sem er í anda þess að það að þekkja Guð er að þekkja sjálfa sig.   Hún segir auðvitað margt, margt fleira – og hvernig hún,  með því að ná sátt við sjálfa sig og búa til nýja vana „habit“  sem fólst í því m.a. að borða m. meðvitund náði hún því að vera í sinni „náttúrulegu“ þyngd,  auk þess að hún hætti að vega sig og meta skv. útliti og tölum á vigt.

Þegar ég lokaði þessari bók var eins og ég hefði verið frelsuð,  – frelsuð frá kúrum, frelsuð frá því að skoða hamingju mína út frá tölum á vigt,  og það var dásamlegt.

Ég var mjög grönn sem barn og unglingur,  of grönn og þurfti aldrei að hafa áhyggjur af mataræði, helst að ég reyndi að bæta á mig ef eitthvað var.

Ég man í rauninni ekkert hvenær ég fór að fitna,  ég eignaðist barn 19 ára gömul og kom í þröngu buxunum mínum heim af fæðingardeildinni svo ekki var það þá.

Ég bætti einhverju á mig milli tvítugs og þrítugs – var alltaf grönn en þar byrjaði ég að upplifa það að vera „feit“ – og ekki nógu „flott“ ..  það byrjaði einhver ósátt,  ekki nógu grannt mitti,  ég vildi vera „fullkomin.“ ..

Það voru ytri aðstæður,  erfiðleikar í sambandi, og kannski bara einhver ófullnægja í sjálfri mér sem olli því að ég fór að hugga mig með mat.  Mér þótti alltaf gott að borða en var alltaf, já ég meina alltaf að tala um megrun og að grenna mig.

Ég byrjaði ung að fara í  kúra og „átak“ og þau hafa verið svo mörg sl. 30 ár  (eða þar til ég frelsaðist)  að ég hef ekki tölu á þeim.   Ég las alls konar ráð,  ég tók losandi til að léttast og var meira að segja ánægð ef ég fékk ælupest því þá léttist ég.   Ég náði þó aldrei að fara út í anorexíu eða búlemíu þó að ég hafi verið á jaðrinum.

Ég var haldin þeirri hugmynd að verðmæti mitt fælist í því hvernig ég liti út.   Hversu grönn ég væri.

Þegar ég var unglingur sagði vinkona mín við mig að hún vildi hafa útlit annarrar vinkonu okkar og persónuleikann minn.   Ég móðgaðist.  – Já,  ég var niðurbrotin.  Ég gat ekki verið ánægð með hrósið.  Það sem ég heyrði bara „Þú ert ekki falleg“…  Sjálfstraustið,  hjá þó þessari ungu konu með sterka persónuleikann var ekki meira en það.

Ég var í jójó – megrun í tuga ára.  Það rokkaði upp og niður um einhver kíló.   Geneen Roth segir frá því að hún hafi misst hundruði kílóa í gegnum æfina,  það hef ég líka gert.  Það vita flestir sem hafa reynt megranir – að þegar aftur bætist á bætist meira við en þegar leiðangur hófst,  og þá líður manni eins og að falla í prófi,  eins og fallista.

Síðan ég las „Women, Food and God“  hef ég bætt heilmiklu lesefni og fróðleik  við,  því að sú hugmyndafræði dugar ekki ein og sér.   Ég hef lesið mikið og kynnt mér í sambandi við meðvirkni,  í sambandi við skömm og berskjöldun,  o.fl. o.fl.

Ég hef beint orkunni í að skoða orsakir þess að ég borða þegar ég vil ekki borða.  Hlustað á tilfinningarnar og skilið hvar ég lærði að hugga mig með mat.  Það lærum við að vísu flest í uppeldinu,  það er þessi oral huggun sem kannski byrjar með snuði,  sumir sjúga sígarettur og vindla,  aðrir setja stútinn í munninn og svo er það maturinn eða sælgætið.

Það er bæði þessi huggun og svo hjá sumum er það „fixið“ – því auðvitað líður manni öðruvísi í líkamanum þegar efni eru sett í hann.

Það er skammgóður vermir að missa piss í skóna,  og þessi „huggun“ er álíka því að svo fer pissið að lykta og gerir manni vont.

Ég vildi miðla reynslu minni og uppgötvunum frá Geneen Roth,  og tengja það við grunnmódelið um meðvirkni,  en þá er það líka spurningin „Af hverju?“

„Af hverju geri ég ekki það sem ég vil gera?“ ..

Ég fann gífurlega góðan fyrirlestur frá frönskum sálfræðingi sem heitir Sophie Chiche sem fjallar um nákvæmlega þetta.   Hún talar um „svarthol“ sem við lendum ofan í,  á miðri leið og við snúum við, gefumst upp.

Hún segir að það sem stoppi okkur sé m.a. að við gerum annað fólk að „Guði skoðana okkar“ –  Við teljum okkur ekki eiga skilið að ná árangri (röddin) –  o.fl.

En það sem hún vekur einnig athygli á er „You have to see your pain to change“.. þ.e.a.s. þú verður að sjá sársauka þinn til að breyta.

Sophie missti tugi kílóa og var spurð hvað hún hefði eiginlega gert,  hún svaraði „ég gerði ekkert,  ég bara breytti tilveru minni“ –  eða „I shifted my state of Being“ ..

Hún segir líka frá því að hún hafi verið alin upp við að vera boðið „Nutella“ þegar henni leið illa.

Ég þekki þetta af eigin raun – að borða ofan í tilfinningarnar mínar,  þetta hömluleysi og að verða ekki södd, hversu mikið sem ég borða.   Að gleypa í mig og gleyma að ég hafi verið að borða og njóta þannig ekki matarins.  Að aka í hamborgarabúllu og kaupa hamborgara og franskar þegar ég mætti óréttlæti og deyfði mig þannig með mat í staðinn fyrir að upplifa tilfinningar sem ég þurfti í raun að upplifa.

Ef ég færi eftir leiðarljósum Geneen Roth,  þá myndi ég auðvitað ekki gera það því að eitt af hennar sjö leiðarljósum eða nýjum siðum er að borða alltaf við borð.

Hún og Paul McKenna hafa líka þá sameiginlegu reglu að njóta matarins.  Það að njóta þýðir ekki át eins og þegar við liggjum afvelta á aðfangadagskvöld,  heldur að borða með vitund,  ekki í meðvitundarleysi.   Finna ilminn,  borða hægt,  skynja matinn og já .. njóta.

Hvernig við borðum er í raun ein birtingarmynd af því hvernig við lifum.  Við getum „gleypt“ í okkur heiminn án þess að njóta eða taka eftir því sem við erum að gera. –

Við getum keyrt hringveginn án þess að virða fyrir okkur fjöllin og sólarlagið.  Við erum jú búin að fara hringinn,  en hvað stendur eftir? –

Það er margt í mörgu og líka þessum fræðum.

Ég segi að allir þurfi að taka ákvörðun,  ef þú ætlar að fá þér marengskökusneið ekki borða hana með samviskubiti.

Ekki hugsa við hvern munnbita „ég á ekki að vera að þessu“ –  því þá hleður þú ekki bara á mjaðmirnar, rassinn eða lærinn – heldur hleður þú skömm inn á þig yfir því að ráða ekki við þig,  þú ert farin/n að gera það sem þú vilt ekki gera.

Skömminn er þung að bera og oft þyngri en nokkur kíló.

En til að fara að stytta mál mitt.

Við borðum ekki öll yfir okkur eða of mikið af sömu ástæðum,  en matur og tilfinningar er mjög tengt.   Sumir verða fíklar í mat – og spurningin er þá hvort hún er einungis líffræðilegs eðlis eða líka félagsleg eða andleg? –   Ég held að í mörgum tilfellum sé það bæði.

Ég veit það að þegar ég er í jafnvægi – og lifi í æðruleysi hef ég minni þörf fyrir hið ytra.  Ég er fullnægð,  hef nóg og er nóg.  Ég nýt þess að borða og hætti þegar ég er ekki svöng lengur.   Eftir því sem mér líður betur með mig,  er sáttari við mig og elska mig meira og geri hlutina af því ÉG vil það ekki vegna þess að til þess er ætlast af mér,  eða til að fylla inn í staðla.

Ég hvet líka til þess að fara út að ganga á réttum forsendum, ekki vegna þess að ég Á að fara út eða VERÐ að fara út,  heldur vegna þess að ég elska mig svo mikið og langar að gera mér gott og fá ferskt loft og NJÓTA útiveru. –  Auðvitað þurfum við stundum svolítinn aga til að byrja nýja siði,  að breyta úr gömlum vana yfir í nýjan vana,  en yndislegt ef sá nýi gerir okkur gott.

Markmiðið mitt með námskeiðunum mínum: er m.a.  „heilsa óháð holdarfari“ (Anna Ragna)   og „sjálfstraust óháð llíkamsþyngd“  (Sigga Lund)  .. að fara að njóta matar (lífsins)  (Geneen Roth og Paul McKenna)  Sjá hvað veldur þér sársauka (Sophie Chiche og meðvirknimódelið)  Hreinsa út skömm (Brené Brown).

Hamingjustuðullinn skal upp 😉 ..  hamingjusamari þú:  þarft minna af hinu ytra og lifir í sátt og öðlast innró ró og lífsfyllingu og þarft því ekki lengur að fylla á „tómið“ þegar það er ekki tómt lengur.  Það er fullt af lífi, gleði, ró, ást og trausti .. til þín. 

Námskeiðið „Í kjörþyngd með kærleika“  varð til upp úr þessu öllu saman, –  þar tengi ég saman menntun mína,  þekkingu á meðvirkni og eigin lífsreynslu.   Ég létti engan, ég breyti engum,  það er í höndum þeirra sem taka þátt og stundum er þetta námskeið aðeins fyrsta skrefið að breyttu hugarfari,  sumar hafa náð hugmyndafræðinni og haldið áfram – og ég hef fengið meldingar eins og að þær hafi náð „draumavigtinni“  eða þarna hafi þær áttað sig á því hvað þær raunverulega vildu.  Þetta byggist á þátttakandanum að opna fyrir og vera tilbúin að henda af sér gömlu hugsununum – þessum útrunnu eins og „ég get ekki“ – „ég á ekki allt gott skilið“  „mér mistekst“  o.s.frv. –   Í þessari vinnu eins og allri vinnu þar sem við erum að breyta þurfum við að aflæra og læra upp á nýtt.   Ýta á delete og setja inn nýjan hugbúnað.   Eða eins og Sophie Chiche sagði „I shifted my state of being“ ..

Besta leiðin við að ýta á „delete“ er að tjá sig um tilfinningar sínar,  fá útrás og ekki bæla inni eitt né neitt.  Það er gert í trúnaði og kærleika.

Við verðum líka að vera raunsæ og þekkja okkur, – ef við VITUM að einn súkkulaðimoli veldur því að það verða margir á eftir,  þá verðum við að skera súkkulaði út af okkar lista.  Því sá matur sem við getum engan veginn borðað með meðvitund verður að fara út af okkar matseðli,  alveg eins og áfengissjúklingur tekur alkóhól út af sínum lista.

Nýtt námskeið „Í kjörþyngd með kærleika“  er að hefjast á laugardag kl. 13:00 sjá http://www.lausnin.is  og enn er hægt að skrá sig.

„Mæli með þessu námskeiði. Það gerði mér ótrúlega gott og er stór varða á lífsleið minni :)“ Ólöf María Brynjarsdóttir.

Kannski er svona námskeið aldrei annað en varða á lífsleið,  en hvað er betra en varða þegar maður er svolítið áttavilltur?  Munum líka að fíkn er flótti, hvað ertu að flýja?

Meira lesefni þessu tengt – http://www.elskamig.wordpress.com

21-the-world

Þykir þér vænt um heiminn? –  Hvað viltu gera til að vernda hann? – Myndir þú hella eiturefnum í jörðina? –  Ertu umhverfisverndarsinni? –   Hvað ef að þú værir heimurinn,  myndir þú hugsa betur um þig?

Þú ert heimurinn. 

Vertu breytingin sem þú vilt sjá í heiminum.

Vanmátturinn í ofbeldinu …

Þeim sem líður vel, eru sátt, glöð, hamingjusöm, fullnægð – með sig og sitt,  hafa ENGA ástæðu til að beita ofbeldi.

Þeir sem leggja aðra í einelti, hljóta að vera tómir, leiðir, óöryggir – vegna þess að það að ráðast á eða leggjast á aðra manneskju fyllir upp i eitthvað sem þá vantar.

Dæmi eru til að þeir sem taka þátt í einelti geri það til að beina athyglina frá sjálfum sér svo að þeir verði sjálfir ekki lagðir í einelti.

Það þarf mikinn styrk, – sjálfsstyrk og sjálfsvirðingu til að beita EKKI ofbeldi eða geta sleppt því að gagnrýna eða setja út á annað fólk.

„Vá hvað þessi er feit“ ..  raunverulega er sagt „sjáðu hvað ég er mjó“ ….

Ef þú lemur aðra, hæðir eða níðir þá ertu ósátt/ur við sjálfa/n þig.

Sá sem er sterkastur beitir ekki ofbeldi,  hvorki líkamlegu né andlegu,  hvorki orða né þagnar.

Ofbeldi er í raun vanmáttur og ekkert okkar er algjörlega laust við að beita ofbeldi,  þó við áttum okkur ekkert endilega alltaf á því að við séum að gera það.

Hinar ljúfustu mæður beita ofbeldi – og traustustu feður beita ofbeldi,  yfirleitt vegna vankunnáttu í samskiptum eða eigin vanmáttar.

Ofbeldi er keðjuverkandi.  Pabbi er leiðinlegur við mömmu,  mamma við barnið.  Eða mamma við pabba,  pabbi við barnið.  Skiptir ekki alveg máli hvaða leið,  en þarna eru sömu lögmál og við ástina og kærleikann,  – ef að einhver veitir þér kærleika ertu líklegri til að veita honum áfram.

Þegar við upplifum skömm vegna einhvers,  okkur líður illa, við höfum leyft einhverjum að komast undir skinnið okkar og særa okkur, við upplifum okkur einskis virði, þá  kemur það oftar en ekki fram á kolröngum stöðum, – jafnvel gagnvart saklausum símasölumanni sem slysaðist til að hringja í númerið þitt þó það væri merkt með rauðu.

Þegar rætt er um ofbeldi (og í raun hvað sem er) er alltaf gott að í staðinn fyrir að horfa út fyrir og benda á alla sem eru ómögulegir og eru að beita ofbeldi og leggja í einelti,  að horfa inn á við og spyrja sig:

„Hvaða ofbeldi er ég að beita?“ …

Við verðum að sjá sársauka okkar til að gera breytingar,  viðurkenna þennan vanmátt.

Lausnin er að fara í gang með enn eitt námskeiðið „Lausn eftir skilnað“  – í þetta sinn fyrir konur,  en vonandi hægt að setja upp karlanámskeið með haustinu.

Þessi pistill yrði allt of langur ef ég færi út í að segja frá allri þeirri vanlíðan og öllum þeim vondu og sársaukafullu tilfinningum sem kvikna við skilnað,  hvort sem skilið var „í góðu“ eða illu. –  Vanlíðan leiðir oftar en ekki af sér hegðun sem við erum ekkert endilega stolt af,  hegðun gagnvart maka, og þá bitnar það á þeim sem síst skyldi – börnunum.

Ég leyfi mér að fullyrða að flestir foreldrar beiti börn sín ofbeldi einhvern tímann í skilnaðarferlinu. –  Ofbeldi með orðum í flestum tilfellum.

Reiðin,  jafnvel hatur gagnvart fyrrverandi er því ráðandi afl,  og allt gengur út á það að hann/eða hún megi ekki vera hamingjusamur eða söm,  ef þú ert það ekki.  Þá eru settar hindranir,  truflanir og alls konar töfrabrögð sett í gang.

Töfrabrögð  og truflanir sem oftar en ekki bitna á börnunum,   og auðvitað bitna þessir hlutir á þér sjálfri/sjálfum,  það eru auðvitað heldur ekki alltaf börn í spilinu,  því að reyna að særa eða meiða aðra eða gera þeim lífið erfitt verður manni sjálfum aldrei til framdráttar.

Sjálfsvirðing er lykilorð í þessu, – því það er gott að geta horft til baka eftir skilnað og hugsað;  „Mikið er ég fegin að ég fór ekki út í þennan slag,  eða niður á þennan „level“ ..

Nú er ég búin að skrifa þetta hér að ofan,  en minni þá um leið á það, enn og aftur að við erum mennsk, og særð manneskja hefur tilhneygingu til að særa aðrar manneskjur,  eins og sú sem er full af ást hefur tilhneygingu til að elska aðrar manneskjur.

Fyrirgefðu þér ef þú hefur misst þig, öskrað, sagt ósæmilega hluti sem voru þér ekki samboðnir,  –  en gerðu þér ljóst að það er ekki fyrr en að ásökunarleiknum „the blaming game“  lýkur og þú viðurkennir vanmátt þinn og veikleika að þú ferð að upplifa upprisu sálar þinnar og getur farið að finna fyrir bata í lífi þínu.

ELSKAÐU ÞIG  nógu mikið til að sleppa tökunum á því sem færir þér aðeins óhamingju.

Lifðu ÞÍNU lífi ekki annarra.

Hægt er að skrá sig á námskeiðið „Lausn eftir skilnað“  á http://www.lausnin.is   – einnig minni ég á námskeiðið   „Í kjörþyngd með kærleika“   sem hefst 13. apríl nk. og vinnur í raun með sömu lögmál,   því að halda í fyrrverandi maka eða rangan maka er eins og að halda í mat sem er manni óhollur.

Ath.  Það að segja „Ég elska mig“ hefur ekkert með egóisma eða sjálfsupphafningu að gera, – aðeins það að viðurkenna að við erum okkar eigin elsku verð og það er forsenda fyrir því að geta  elskað aðra á jafningjagrundvelli.

Við erum hvorki meiri né minni en næsta manneskja og „samanburður er helvíti“ eins og Auður jógakennari komst svo skemmtilega að orði akkúrat þegar ég var í hópi liðugra kvenna og var með móral vegna, eigin stirðleika 😉 ..

Fókusinn minn var þá líka týndur,  ég átti ekkert að vera að pæla í hvað hinar gátu eða hvernig þær voru heldur bara að vinna í að styrkja minn líkama og innri konu,  það er víst trixið á svo mörgum stöðum.

Ef við erum tætt útum allt – með hugann í öllu hinu fólkinu þá komumst við seint heim til okkar sjálfra.

En þú veist að þú ert sá/sú sem á hægust heimatökin við að bjóða þér heim til þín sjálfs/sjálfrar.

Bolli til sölu

Sársauki og ofát …

Ég átti von á barnabarninu mínu í heimsókn, – bjallan hringdi og feðginin voru mætt á svæðið. 

Eva Rós var að koma í pössun og var vön ömmu Jógu, – en í þetta skiptið fór hún að gráta þegar pabbi fór –  því hún var svo nýkomin til hans frá mömmu sinni og fannst þetta skrítið allt og óskiljanlegt.  

Fyrsta hugsun mín? ….

„Hvað get ég gefið henni að borða?“ .. og ætlaði að fara að labba með henni inn í eldhús til að sefa grátinn. 

En sem betur fer var ég „vöknuð“  og áttaði mig alveg á því að hún var ekkert svöng,  hún þurfti bara að fá að gráta smá, fá svo knús og það að amma fullvissaði hana um að pabbi kæmi fljótt aftur – enda virkaði sá pakki alveg ágætlega og fljótlega var hún farin að leika. 

Það þurfti ekki smáköku eða svala sem huggun.

Þegar við finnum til, erum leið eða bara „tóm“ – þá er tilhneygingin að teygja sig í eitthað til að fylla í tómið.  Tómarúmið hið innra sem verður þó seint fyllt með mat eða drykk.

Og þess vegna verðum við ekki södd.

Ég hef verið að bjóða upp á námskeið fyrir konur – ekki komin með karlana ennþá – þar sem farið er í orsakir þess að borðað er þegar við erum ekki svöng. –

Í hefðbundnu aðhaldi, kúrum, átaki eða hvað við viljum kalla það,  er yfirleitt verið að vinna við afleiðingar.  Afleiðingar sem eru umframþyngd. 

Námskeiðið mitt hefur þá nálgun að skoða orsakir eða rætur. 

Ef við vinnum einungis í afleiðingum er það eins og að reita arfa af blómabeði, hann vex aftur.   Það þarf að kafa dýpra, – skoða „Af hverju?“

Sophie Chiche sálfræðingur segir m.a. „You have to see your pain to change“ .. eða „þú þarft að sjá sársauka þinn til að breytast“ .. viðurkenna vandann og átta þig á  honum.  

Markmiðið er s.s. að breyta sjónarhorninu á tilverunni,  upplifa verðmæti sitt án hins ytra og átta sig á því að hamingjan helst ekki í hendur við það að vera mjó/r, hvað þá sjálfstraustið eins og mjög svo oft er hamrað á.

Margar tágrannar manneskjur eru með lélegt sjálfstraust og alls ekki hamingjusamar.

Það er því ekki samasem merki þarna á milli,  en stundum dugar það að ná árangri með kílóin til að fólk upplifi sig sem „sigurvegara“ og þá í einstaka,  ég ítreka einstaka tilfelli nær viðkomandi að hækka sinn hamingjustuðul um leið og þyngdarstuðullinn lækkar.

Málið er að kúrar og átak virka því miður oftast öfugt,  þ.e.a.s. þú nærð mjög líklega tímabundnum „árangri“ hvað kílóin varðar en svo fara þau að hrannast upp aftur og e.t.v. fleiri og þá er stutt í vanlíðan og líða eins og þú sért misheppnuð! .. 

Það þarf því að aftengja vigtina við hamingjustuðulinn!

Ég henti minni vigt fyrir löngu síðan – og það var heilmikil frelsun.

Oft er sársaukaveggur að sannleikanum – en þegar í gegnum hann er komið bíður frelsið. 

Næsta námskeið „Í kjörþyngd með kærleika“  verður haldið laugardag 13. apríl nk.  og í framhaldi eru eftirfylgnihópar  – sem eru nauðsynlegir til að fara í sjálfsskoðun,  orsakir hafa afleiðingar.   Hvað orsakar?  – 

Niðurstaðan í flestum tilfellum er að sú eða sá sem fer að skoða sig er í raun ekki að stunda kærleika í eigin garð og stundar jafnvel hryðjuverk, hvort sem er á líkama eða sál.  

Ath! .. Það að sýna sér kærleika er EKKI að ala sig á mat til að fylla í tómarúm.

Hvað með þig,  þarftu meira að borða (drekka, spila, vinna ..o.s.frv.) eða að umvefja þig kærleika og gefa þér knús?  

Skráning á námskeið er á  www.lausnin.is

403674_246031245475929_123071417771913_546442_1898489367_n

Sjálfstraust og líkamsþyngd .. hugsað upphátt – er sjálfstraust háð tísku?

Fyrirlesturinn sem Sigga Lund stóð fyrir á dögunum hefur varla farið fram hjá mörgum, en hann bar yfirskriftina „Sjálfstraust óháð líkamsþyngd“ og er byggt á þeim grundvelli að „sjálfið“ sem sjálfstraustið ætti að byggjast á ætti ekki að byggjast á holdarfari.

Það ætti að byggjast á okkur sjálfum, –  af hverju ætti mitt sjálf að vera sterkara þegar ég er með minna utan á mér en meira.

Þetta er víst ekki alveg svona einfalt,  meira af brjóstum meira sjálfstraust,  samt eru brjóst fituvefur að mestu er það ekki?

Sjálfstraustið er því þegar að fitan er á réttum stöðum! ..  eða hvað?

Á móti þessu kemur að samfélagið býr sér til ákveðna „fegurðarstaðla“ –  þeir eru misjafnir eftir stöðum og tíma og fylgja tísku.  Einu sinni voru rúbenskar búttaðar konur í tísku.   Einu sinni þótti fínt að vera skjannahvít.  Þá hljóta konurnar sem voru örlítið búttaðar og skjannahvítar að hafa verið með mest sjálfstraustið.  Því þær voru í tísku!

Smá hugarmatur – eða „food for thought“ ..

Svo er það þannig að ekkert í útlitinu sem endist að eilífu, tja nema í formaldehýði.  Ef sjálfstraust byggist á sléttri húð – minnkar þá sjálfstraust með hverri hrukku? –

Ég held við verðum að hætta að leita svona út á við eftir sjálfstrausti,  bæði út á við hvað varðar útlit og líka út á við hvað varðar viðurkenningu annarra.

Viðurkenningin þarf að koma innan frá. Sjá hlekk til að sjá næsta námskeið: „Í kjörþyngd með kærleika“ sem hefst 13. apríl nk.  en þær konur sem mæta á námskeiðið komast fljótlega að því að kjörþyngdin sem þarf að vinna í fyrst og fremst er hin andlega kjörþyngd – og tölum við því ekki um þyngdarstuðul, heldur um hamingjustuðul.  –

smellið á hlekkinn hér fyrir neðan:

http://www.lausnin.is/?p=3360

rubens-the-three-graces-1639

 

 

 

Reka áhyggjur þig í ísskápinn? …

„Einu sinni áleit ég að ef ég hefði nægar áhyggjur væri ég að undirbúa mig undir það versta – svo þegar/ef það gerðist, myndi ekkert koma mér á óvart.  Ég yrði undirbúin.  Hjartasárið yrði ekki eins stórt ef ég hefði áhyggjur.
 
Það sem áhyggjur gera í raun er að þær láta okkur upplifa hið versta aftur og aftur, svo að ef eða þegar það gerist, hefur það gerst tvisvar!   Áhyggjur yfirtaka taugakerfið. 
 
Þær senda þig á harðaspani í ísskápinn til að róa þig niður. Þær halda þér frá því að þú njótir þess sem þú hefur nú þegar á meðan þú ert að hafa áhyggjur af því sem þú hefur ekki.  Haltu áfram að fæla burt áhyggjur, með því að anda djúpt, og svo aftur.  Með því að virða fyrir þér umhverfi þitt. Með því að minna þig á að þessa stundina ertu örugg/ur, elskuð/elskaður og að ÞÚ ert nóg.“
 
(Þýtt frá Geneen Roth, höfundi bókarinnar „Women, Food and God.“  )
 
og minni á námskeiðið „Í kjörþyngd með kærleika“ sem hefst 13. apríl nk.  .. sjá nánar ef smellt er HÉR.
Hjarta

Of eða Van ….

Þegar farið er af stað í sjálfsskoðunarferðalagið komumst við fljótt að því að eitt af því sem við erum að glíma við er að við höfum (mörg) tilhneygingu til að fara í „Ofið“ eða „Vanið“ ..

Einfaldasta dæmið er varðandi mataræði:

Öll ef ekki flest átök í ræktinni eða mataræði flokkast undir „Of“  og þegar við gefumst upp á „Ofinu“ .. þá er leiðin venjulega beint yfir í „Vanið“ ..

Ofið er þá:

Förum í eitthvað nýtt mataræði þar sem við sleppum öllum unnum kjötvörum, sykri, hvítu hveiti, sælgæti.    Borðum á ákveðnum tímum,  vigtum jafnvel matinn og aðhaldið er gífurlegt.  Hreyfum okkur a.m.k. 5 sinnum í viku og hlaupum jafnvel á Esjuna og allt þetta beint uppúr sófa.

Vanið kemur eftir svekkelsið að halda ekki út þetta „fullkoma“ líf, og Vanið er því að eftir uppgjöf dembum við okkur í sukkið – enn meira en fyrr, og leggjums fyrir uppí rúmi og drögum sængina upp fyrir haus.  Keyrum beint í lúguna í Aktu, taktu og kaupum hamborgara m/frönsku og kokteilsósu,  og svo súkkulaði á eftir. –

„Hreyfing?“  er það eitthvað sem maður notar ofan á brauð?

Þetta eru dæmi um Of eða Van – hvað mataræði og hreyfingu varðar. –  Það eru þessi Átök sem eiga að redda öllu sem eru í 99% tilfella þannig að við höfum ekki úthald í þau og þá sveiflumst við ekki beint í meðalhófið heldur í Vanið,  vegna svekkelsins að hafa ekki tekist það sem við ætluðum okkur og líður eins og við séum misheppnaðar manneskjur.

Þetta á við um svo margt í lífinu,  ekki bara mataræði og hreyfingu,  það er t.d. hvernig við göngum um húsnæðið okkar,  hvernig við stundum námið o.fl.   Allt á að taka í skorpum og svo gjörsamlega vera meðvitundarlaus þess á milli,  þá hleypur maður á milli þess að vera í miklu stressi yfir í vanlíðan.

Það er því best að fara ekki af stað í Vanið,  eða Átök eða annað slíkt.
Lífið er ekki flöt lína,  og meðalvegurinn er ekki þröngur vegur.  Það má alveg fara að mörkunum – leika smá, prófa smá,  en það eru mörk sem kallast „hættumörk“  sitt hvorum meginn við meðalveginn.   Þau eru merkt með annars vegar Of og hins vegar Van.   Þegar við erum komin út fyrir þessi mörk erum við komin í hættu.

Það er ekki tilviljun að meðalvegurinn er kallaður „Hinn gullni meðalvegur“ ..   Við erum ekkert ósvipuð plöntunum, – þ.e.a.s. við þurfum meðalvökvun, súrefni, ljós og birtu.   Ekki of mikið sólarljós og ekki of lítið.

Burkna þarf að vökna örlítið ca. annan hvorn dag,  þannig hélt ég burkna rökum, dökkgrænum og lifandi í langan tíma.  Ég þurfti að bregða mér frá og það gleymdist að vökva burknann.   Hann fékk lítinn sem engan vökva.  Ég kom heim og sá að hann var skrælnaður – og reyndi að ná honum til baka,  en hann felldi bara endalaust blöð, og moldin var svo þurr að ekki var hægt að bjarga honum með góðu móti,  hann gaf ekki af sér þá fegurð sem okkur langar að sjá í burkna.

Hvað verður um okkur þegar við gleymum sjálfum okkur?  –  Er okkur við bjargandi?   Auðvitað reynum við allt,  en við vitum að það þýðir til dæmis ekkert fyrir manneskju sem hefur verið í svelti í langan tíma að lækna það með einhverri barbabrellu og fara að úða í sig.

Að sama skapi grennist manneskja sem er komin í hættulega ofþyngd ekki á einhverjum einum kúr,  það er bara ávísun á Of eða Van ferli.

Meðalvegurinn – jafnvægið – er málið,  og það er farsælast til árangurs að vökva jafnt og þétt,  en ekki svelta og ofvökva til skiptis,  það er ávísun á eitthvað allt annað en heilsu og hamingju. balance

Mátturinn í sáttinni …

„Ef þú ert í fjallgöngu og lendir í sjálfheldu, hvað gerir þú? Hugsar hvað þú getur gert akkúrat þá stundina, hvert verður næsta skref og fikrar þig áfram þar til þú ert örugg-/ur. Það sama gildir um lífið, þegar allt virðist ómögulegt skaltu fókusera á augnablikið og vinna þig þaðan. Taktu eitt skref í einu, náðu í öryggið þitt, þá næsta skref og svo áfram þar til þú finnur að það versta er yfirstaðið. Hamingjuríkara líf er ekki líf án vandamála, heldur hamingjuríkt þrátt fyrir vandamálin.“

(Anna Lóa Ólafsdóttir / Hamingjuhornið)

Ég er þakklát Önnu Lóu fyrir þennan texta, en ég var einmitt að fara að skrifa um sáttina við núið,  sáttina við að vera í þeirri stöðu sem við erum akkúrat núna – svona eins og við hefðum valið hana. –

Það velur engin/n að vera staddur í sjálfheldu ..

En getum við notað þessa líkingu um sjálfhelduna um það að vera búin/n að borða á okkur svo mörg aukakíló að okkur er farið að líða illa og vildum gjarnan losna við þau? ..

Nýlega hélt ég fyrirlestur fyrir nokkra Dale Carnegie þjálfara,  og upp kom þessi pæling hvernig fólk gæti verið sátt við sjálft sig þegar það væri komið langt yfir þyngdarstuðul en ég sagði þeim að það væri útgangspunktur á námskeiðunum mínum m.a. „Í kjörþyngd með kærleika“ sem ég hef staðið fyrir undanfarið ár. –

Þegar við lendum í sjálfheldu í fjallgöngunni þá þurfum við að íhuga hvað hjálpar okkur út úr henni. –

Hjálpar það að segja “ Þú varst nú meira idjótið að fara í þessa göngu?“

Hjálpar það okkur að berja okkur niður fyrir að hafa gert mistök? –  Hjálpar það okkur að fara að hata okkur, tala niður til okkar og vera óánægð? .. Hmmmmmmm….

Það þarf ekkert að svara þessu,  neikvæðnin er aldrei hjálpleg, samviskubitið,  niðurbrotið o.s.frv. heldur aðeins aftur af okkur og það kemur okkur bara dýpra inn í sjálfhelduna og grípur okkur enn fastari tökum. –

Sáttin liggur í því að skoða (án dómhörku í eigin garð eða annarra)  hvernig við komumst í þessa sjálfheldu og svo að hugsa leiðir út úr henni.  –

Þannig er sjónarhóll sáttarinnar.

Þú elskar þig út úr aðstæðum frekar en að hata þig út úr þeim. –

Sá eða sú sem er að glíma við aukakíló þarf því að byrja á því að sætta sig við sjálfa/n sig.   Það er útgangspunktur og þaðan stillum við fókusinn.   „Fókuserum á augnablikið og vinnum þaðan“ ..

Ef við ætlum að hugsa til baka þá gætum við farið að hugsa;

„Oh, þetta er tilraun númer sjötíuogsjö til að losna við aukakíló mér hefur aldrei tekist það áður og hvers vegna ætti mér að takast það núna?“

Þarna er fókusinn kominn á fortíðina og hann er býsna gjarn á að fara þangað, en þá er viðkomandi kominn úr sáttinni. –

Lífstílsbreyting er hugarfarsbreyting fyrst og fremst. –  Læra nýtt og aflæra gamalt.   Byrja á reit X og láta fortíðina ekki skemma fyrir eða það sem ég vil gjarnan kalla útrunnar hugsanir um sjálfið. –  „Outdated thoughts“  eða útrunnið forrit.   Þessu forriti er breytt eða eytt með því að gera sér grein fyrir því og sjá hvað er uppbyggilegt og hvað ekki.  Velja frá það uppbyggilega og henda því sem er niðurbrjótandi.

Mátturinn í sáttinni er því að sætta sig við Núið, ekki lifa í fortíð og ekki bíða með að lifa þar til framtíðin kemur,   lifa núna og sætta sig við það sem er núna.  Fókusera líka á það sem er þakkarvert,  en það hefur margsannað sig að þakklæti eða það að segja „TAKK“  fyrir það góða vindur upp á sig. –

Málið er að sætta sig við aðstæður eins og þú hafir valið þær,  sætta sig við sjálfa/n sig eins og þú ert í dag,  sleppa dómhörku og samviskubiti,  njóta lífsins,  næra þig eins og þú værir umhverfisverndarsinni og þú sjálf/ur jörðin.

Hver sem sjálfheldan er,  þá er möguleiki á frelsi með því að viðurkenna aðstæður,  og með því að skoða hvernig og af hverju þú ert komin/n í sjálfhelduna,  að læra af því og  komast síðan úr henni aftur.

Kannski þarftu að biðja um hjálp?  Stundum dugar að lýsa yfir einbeittum vilja til að vera hjálpað og þá berst hjálpin,  en stundum þarf að kalla,  eða a.m.k. leita eftir henni.

Kærleikurinn er alls staðar og hann er því sannarlega máttur sáttarinnar.

Lifðu lífinu sem þig langar til að lifa, með því að vera til staðar fyrir þig í því lífi sem þú lifir núna.

Elskaðu þig NÚNA,  sættu þig við þig núna, –  ekki bíða eftir því þegar þú verður mjó/r,  rík/ur,  fræg/ur, dugleg/ur eða laus úr sjálfheldu.

Sáttin er NÚNA.

Það er útgangspunkturinn.

Meðvirkni og mataræði – „hvað er að naga þig“ …

Eitt af kjarnaatriðum í meðvirkni er að geta ekki haldið meðalhófið, – það er að gera allt mjög vel eða alls ekki, –  „í ökkla eða eyra“

Megrunarkúrar og átak  er eflaust eitt besta dæmið sem hægt er að hugsa sér, hvað það varðar.

Þegar við erum í kúr eða átaki hvað varðar líkamsþyngd erum við líka yfirleitt að vinna á afleiðingum þess að hafa misst tökin á mataræði,  hafa borðað ofan í tilfinningar okkar og/eða ekki farið að eigin vilja.  Þá meina ég að eflaust vilja flestir vera í heilsusamlegri þyngd og líða vel í líkama sínum,  þannig að umframþyngd t.d. hamli ekki hreyfingu eða fari að hafa áhrif á heilsufar.  Þetta snýst ekki um útlitið nema e.t.v. að örlitlu leyti,  það er að segja að forsendan þarf að vera vellíðan fyrst og fremst.

Ég er búin að vera að kynna mér meðvirkni í tvö ár og vinna með fólki, og þess utan kenna á námskeiðunum „Í kjörþyngd með kærleika“  sem byggjast á því að fara að vinna í orsökum ekki síður en afleiðingum. –

Ekki þurrka alltaf upp pollinn sem myndast allta á sama stað á gólfinu, og stækkar jafnvel í hvert skipti – heldur að athuga hvaðan lekinn kemur.

Það þýðir að farið er í ástæður þess að jafnvel þótt við kunnum allt í sambandi við mataræði og hreyfingu og viljum vera í kjörþyngd náum við SAMT ekki árangri. –

Ég fer í það hvað stöðvar okkur á leiðinni frá A – B.    A er þá umframþyngd og B er óskaþyngd,  eða kjörþyngd.

Mikið er spurt um þessi námskeið,  en ég mun setja næsta upp í ágúst 2012.

Þau sem hafa áhuga á að kynna sér efnið,  og nú segi ég ÞAU,  því að hingað til hef ég aðeins verið að kynna þetta fyrir konum,  geta mætt á fyrirlestur með yfirskriftinni:  Meðvirkni og mataræði „hvað er að éta þig“ –  en þetta síðara er úr myndinni „Hungry for Change“ –   Þar kemur að fram mikið af hugmyndafræðinni sem ég hef notað.  Þar kemur fram þessi setning  „Don´t ask what you are eating,  what´s eating you“..   sem er frasi sem gæti verið á íslensku, „Ekki spyrja hvað þú ert að naga, heldur hvað er að naga þig.“ –

Já, hvað er að naga þig þannig að þú nagar eitthvað sem þú vilt í raun og veru ekki, þegar þú ert ekki svöng/svangur, þegar þú ert pakksödd/saddur en heldur áfram o.s.frv. – ?

Mínir hugmyndafræðingar eru t.d.  Geneen Roth, Paul McKenna, Sophie Chiche, og Lissa Rankin,  auk auðvitað meðvirknispesíalistans Pia Mellody.

Þar að auki spilar allt inn í þetta – allt frá biblíunni – Eckhart Tolle, enda ekkert nýtt undir sólinni.

Fyrsti fyrirlesturinn verður haldinn í Síðumúla 13, 3. hæð – sal Lausnarinnar,  sunnudagskvöldið 1. júlí nk.  kl. 20:00 – 22:00

Verð kr. 3000.- 

Hægt er að taka frá sæti með því að greiða fyrirfram inn á reiknin 0303-26-189 kt. 211161-7019  en aðeins er um 20 sæti að ræða.  Þó er möguleiki að flytja þetta í stærri sal ef ásókn verður mikil 😉

Athugið að margir telja að meðvirkni sé bundin við alkóhólisma,  þ.e.a.s. við séum aðeins meðvirk með alkóhólistum, en meðvirknin birtist í öllum tegundum mannlegra samskipta og líka „samskipta“ okkar við mat. –

Að ofala barn er stundum gert í meðvirkni -, þ.e.a.s. í misskilinni góðmennsku.  Afi eða amma vill fá ást, vera elskað af barnabarni en er að gefa barnabarninu sem e.t.v. glímir við offitu sælgæti og mat sem það hefur ekki gott af, og beinlínis er óhollt fyrir það.  Þau álíta sig „góð“  en eru í raun að kaupa sér ást, ef þau viðhalda þessu,  því auðvitað á barnið að geta fundið væntumþykju til foreldra eða ömmu og afa – þó því sé neitað um það sem er óhollt.  En það er því af ótta við að barninu líki ekki við það að barninu er gefið það sem er slæmt fyrir það og alið á fíkn þess í sælgæti eða mat sem er vont fyrir það.

Þetta er bara eitt dæmi, – svo ekki stinga kexi upp í barn sem grætur vegna vanlíðunar eða söknuðar, heldur gefum því knús, athygli, hlýju – því að annað er bara kennsla í tilfinningaáti.

En nóg um það, ef þið viljið bóka ykkur á fyrirlestur þá eru upplýsingar hér að ofan,  – hægt verður að bóka sig á fyrsta námskeið haustsins „Í kjörþyngd með kærleika“ –  á fyrirlestrinum en það mun hefjast upp úr miðjum ágúst og vera í 8 vikur og væntanlega endum við með helgardvöl í sveit.   Þetta verður endurbætt námskeið,  því að alltaf er ég að uppgötva betur og betur hvernig þetta virkar með orsakirnar og afleiðingarnar.

Verið velkomin! –

Ítreka hér upplýsingar – og ég væri þakklát fyrir ef þið gætuð dreift þessari „auglýsingu“ fyrir mig.

Fyrsti fyrirlesturinn verður haldinn í Síðumúla 13, 3. hæð – sal Lausnarinnar,  sunnudagskvöldið 1. júlí nk.  kl. 20:00 – 22:30

Verð kr. 3000.- 

Hægt er að taka frá sæti með því að greiða fyrirfram inn á reiknin 0303-26-189 kt. 211161-7019  en aðeins er um 20 sæti að ræða.  Þó er möguleiki að flytja þetta í stærri sal ef ásókn verður mikil 😉 – (sendið staðfestingarpóst á johanna@lausnin.is)  og ég sendi staðfestingu um sæti um hæl.

Fyrirspurnir sendast líka  á johanna@lausnin.is

Munum að vera góð við okkur og veita okkur athygli – líkama og sál. –

Ef við náum því markmiði,  erum við á veginum okkar,  því að við erum sjálf vegurinn að hamingju okkar.