Tökum ákvörðun og deilum tilfinningum ..

Eftirfarandi eru punktar úr viðtali við Elínu Ebbu, iðjuþjálfa í Návígi hjá Þórhalli á RUV.

Það var margt þar sem snerti við mér, og venjulega er það þannig að það sem maður er sammála það er það sem maður veitir mest athygli.

Í viðtalinu var verið að ræða það að oft er verið að slökkva elda í staðinn fyrir það að minnka eldhættu.  Það er að segja að við erum yfirleitt að bregðast við vanda þegar hann er orðinn alvarlegur í staðinn fyrir að beita forvörnum.

Ég leyfði mér að taka mikilvæga punkta niður úr þessu viðtali, því mér finnst þeir eiga erindi til allra.

Hún sagði það mikilvægasta fyrir fólk að tjá sig, alls ekki byrgja hlutina inni. 

  • Mikilvægt að tjá sig, fólk feilar með því að byrgja hlutina inni. 
  • Vinur er gulls ígildi. Vinur sem hafnar manni ekki né dæmir
  • Mikilvægt að hafa grunn að sjálfstrausti til að takast á við erfiðleika.
  • Hlusta á barnið gráta – það á ekki að horfa fram hjá kröfum barnsins, það getur annars upplifað  höfnun.
  • Gott eintak getur verið eyðilagt með umhverfisáhrifum, en „slæmt“ eintak getur fengið hjálp við að eflast.
  • Okkar vellíðan byggist á ákvörðunartöku, þeir sem taka ekki ákvörðun – það er slítandi og eyðileggjandi fyrir heilsuna. Mannkynssagan er byggð á ákvörðunartöku. Gott ráð að segja:  „Ég tek ákvörðun og fylgi henni eftir“
  • Fólk sem tekur ekki ákvörðun, festist í því að tala illa um aðra – eða í reiði.
  • Okkar vellíðan byggist á ákvörðunartöku. Takið ákvörðun, eða fáið hjálp til þess!
  • Skólinn er mikill mótunaraðili og ákveður verðgildi, verðgildi felst þá í því t.d. að vera góð/ur í stærðfræði eða lestri.
  • Skólinn á að vera umhverfi sem er í því að finna hæfileika nemenda, í hverju þú ert góð/ur og styðja undir það.
  • Ef að stór hluti er að detta út úr menntaskóla, er eitthvað að, því að skólinn á að vera eitthvað sem þú sækist í til að efla sjálfstraustið.
  • Alltaf verið að taka einstaklingana út og meta veikleika.
  • Margir einstaklingar hafa verið „öðruvísi“ og hafa átt í erfiðleikum sem unglingar, en síðar komið í ljós að þetta „öðruvísi“ hefur verið þeirra vörumerki. Dæmi: Björk og Páll Óskar.

Viðtal við konu

  • Hluti af því að líða vel er að eiga stuðningsnet. Ef að einhver er einn og einangraður er eðlilegt að fara að upplifa raddir innra með sér. Raddir þurfa ekki að vera einkenni sjúkdóms, heldur er það þú að breyta heiminum. Læra að nota raddirnar. (minnir á Conversations with God aths. JM)
  • Vinnumarkaður: Af hverju gefum við öðruvísi fólki ekki tækifæri? Við eigum að taka samábyrgð á líðan fólks, vinnustað, fjölskyldu. Það mundi gefa miklu meiri árangur.
  • Ekki eðlilegt að fjölgun á öryrkjum sé að margfaldast.
  • Af hverju stoppum við ekki og spyrjum – hvaða kerfi erum við að byggja upp?
  • Erum alltaf að leita að meðalmennsku.
  • Þórhallur sagði:  Við erum að þröngva fólki inn í meðalmennsku og miðstýrða hugsun
  • Kröfur um hvað er inni og hvað er úti – þá koma líka eigin fordómar hjá fólki.

Viðtal við mann

  • Sjálfsblekking = „Mér liður vel svona einn“
  • Móðir hans vissi ekkert hvað hún átti að gera, en í raun fékk hann að komast upp með það að vera heima – allt of lengi. ( Dæmi um meðvirkni móður)
  • Hvíta bandið – engin forræðishyggja, verðug verkefni sem reyndu á og þar uppgötvaði hann að hann hefði hæfileika.
  • Fyrsta skrefið að fara út – að fara í göngutúr.
  • Þegar fólk er öðruvísi – þá hafa manneskjur í kring oft vald til að brjóta niður.
  • Greinum hæfileika hvers og eins, fókusera á styrkleika og verðug verkefni og uppgötva hvaða hæfileika við höfum.
  • Af hverju deilum við ekki óörygginu sem við höfum? (Fellum grímuna! aths JM)
  • Kerfið okkar bregst ekki við fyrr en allt er komið í óefni.
  • Ekki láta hroka plata ykkur hjá einangruðum einstaklingi og/eða sem er í vanlíðan – endilega ekki gefast upp á vinum ykkar sem einangra sig.
  • Ríkt í fólki að brjóta sig niður.
  • Foreldrar og skólakerfi – við þurfum að deila tilfinningum.
  • Hrósið – við þurfum hrós jafnvel þótt við séum með gott sjálfstraust. Nú, ef  við fáum ekki hrós getum við farið að gefa það sem okkur skortir.  (Muna eftir bergmálslíkingunni)  
  • Ef manni líður illa, þá er erfitt að koma á einhvern stað og biðja um hjálp, en þá er sniðugt að fara á einhvern stað til að hjálpa öðrum.
  • Lykillinn er að láta gott af sér leiða. Þeir sem hafa orðið fyrir áföllum geta deilt dýrmætri reynslu sem ekki er til í bókum.

Viðtal við konu 

  • Kona sannfærð um að eiturlyf hafi gert hana geðveika.
  • Rússnesk rúlletta að fara í eiturlyf
  • Það átti ekki að gefa lyf við ástarsorg
  • Læknar þurfa að hafa meira í höndum en lyfseðil
  • Virknimiðstöðvar um allt land
  • Á draumaheilsugæslustöð eru sérfræðingar en líka fólk með reynslu sem má virkja og þverfaglegur hópur. Þjónustumiðstöð – virkimiðstöð – heilsugæsla tengd
  • Í lífi okkar erum við ekki sjálfstæð. Við erum öll háð þar sem við erum ekki ein.
  • Mikið af fólki eitt með lágt sjálfsmat og heilsugæslustöðvar ekki svar við því.
  • Virknimiðstöð – t.d. gæti eldra fólkið mætt og kennt unga fólkinu og öfugt. Tengja barnaheimili og elliheimili.
  • Við erum að hólfa of mikið, setja fólk í kassa
  • Grunnurinn er að við þörfnumst ástar og kærleika og viljum láta gott af okkur leiða.
  • Það verður að vera einhver í nærumhverfi sem tekur eftir því að einhver er einn, og einhver verður að fara með þér og koma þér af stað. (Þú ert auðvitað hetja ef þú getur sjálf/ur aths. JM)
  • Gefa fólki tíma til að tengjast.
  • Allar aðferðir jafn árangursríkar. TENGSL skipta máli – t.d. að einhverjum er ekki sama um þig og hvað verður um þig.
  • verðum að praktisera náungakærleika.

Viðbót: „We are all wired for LOVE and BELONGING“ .. Brené Brown

Heart

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s