„Frá sýn til raunveruleika“ … velgengni í námi

Jóhanna Magnúsdóttir heiti ég og er sjálfstætt starfandi ráðgjafi hjá grasrótarsamtökunum Lausninni. –  Ég er Cand. theol að mennt,  það er að segja með embættispróf í guðfræði og með kennaramenntun á framhaldsskólastigi. Ég starfaði jafnframt sem aðstoðarskólastjóri hjá Menntaskólanum Hraðbraut í fimm ár.

Styrkleiki minn í því starfi, sem og í öðru hefur m.a. legið í því að vera nemendum fyrirmynd og hvatning. Að virkja, vekja og hvetja – eins og þjálfarar myndu segja: “að peppa fólk áfram.”   Og  vera því nokkurs konar andlegur þjálfari.

Mín staðfasta trú varðandi menntun er að vel þarf að hyggja að grunninum, og þá hvað varðar sjálfstyrkingu einstaklingsins.  Börn eru  eðlislægt mjög misjöfn, sum fæðast sterk, önnur eru viðkvæmari, en það er hægt að brjóta niður, en sem betur fer líka  hægt að byggja upp!

„Whether you think that you can, or that you can’t, you are usually right.“  Henry Ford

Að hafa trú á sjálfum sér –  er því grundvallandi í námi, eða í raun hverju sem við tökum okkur fyrir hendur. – Börn eða fullorðin börn!   Hugurinn flytur okkur hálfa leið, en aðeins hálfa og þar kemur að framkvæmdinni, takmarkinu og fókusnum. En trúin á okkur sjálf og velgengni okkar er ekki úr lausu lofti gripin, og við þekkjum það eflaust flest að hafa verið vantrúuð á eigin árangur eða frama.

Ég býð upp á fyrirlestur, t.d. fyrir foreldrafélög, sem kallast “Frá Sýn til raunveruleika”  en hann fjallar m.a. um það að byrja á því að skapa með því að sjá fyrir sér og missa í raun ekki fókus á sýninni.  Ef svo gerist, að kunna þá tökin á því að ná honum aftur, en gefast ekki upp.  Þá skiptir fallið ekki aðal máli, heldur hvernig staðið er upp á ný.

Þetta dæmi notaði ég við nemendur mína í framhaldsskólanum, og margir kláruðu stúdentspróf með þessa grafísku mynd af fjalli í huga – þar sem á toppnum var markið sem á stóð “stúdent”..

Til að sýnin virðist ekki of fjarlæg, eru búin til millimarkmið, og að sjálfsögðu er “stúdent”  ekki lokatakmark í lífinu,  og í sumum tilfellum er haldið á nýjan hól eða fjall, og haldið áfram.

Á þessari leið á ekki að vera leiðinlegt.  Menntavegurinn er ekki, eða á ekki að vera píslarganga, og því þarf að skoða “nesti” – “tæki” og fleira sem auðvelda undirbúning og gönguna upp.

Þar koma kennarar, starfsfólk skóla,  félagar, foreldrar, forráðamenn og aðrir sem barnið, unglingurinn umgengst auðvitað sterkt inn í myndina.  Hverjir eru hvetjandi og hverjir letjandi.  Hvað virkar og hvað virkar ekki? –

Hvaða þarfir og óskir hefur barnið mitt?

Er það að bera þá ábyrgð sem það þarf að bera sjálft, of mikla eða of litla ábyrgð? –

Nú ætla ég ekki að hafa þennan pistil lengri, en býð upp á ca. klukkutíma fyrirlestur auk fyrirspurna.  –  Verð á fyrirlestri er 45.000.-  Kem út á land, ef því verður við komið 😉

Virðingarfyllst,

Jóhanna Magnúsdóttir, guðfræðingur, kennari og ráðgjafi

www.lausnin.is

johanna@lausnin.is

s.6173337 eða 8956119

Síðumúli 13

105 Reykjavík

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s