Þroski – aldur – þroskaferli – sorgarferli

558544_565506246819666_1881197736_n
Er sammála þessu – nema upphafsorðunum, „as you get older“ – vegna þess að þroski fylgir ekki alltaf aldri. – Hef mætt ungu fólki með mjög mikinn þroska og eldra fólki sem er staðnað. – Setningin „aldur er afstæður“ gildir ekkert bara þegar fólk er í ástarsamböndum þar sem aldursbilið er eins og eitt stykki unglingur eða meira. –

Þroski kemur með lífsreynslu og hvernig við vinnum úr henni. Það eru ekki allir sem læra né þroskast í lífsins skóla, við verðum að vera viðstödd til að læra. Að vera ekki viðstödd þýðir að við flýjum, afneitum eða deyfum tilfinningar okkar. Þroski næst með því að virða tilfinningar okkar. (Virða hér getur líka staðið fyrir að viðurkenna tilfinningar eða sjá þær, „respect“ ). Ef við gerum það ekki er hættan á að við förum í flótta, afneitun, fíknir o.s.frv. – þá verður ekki þroski.

„Elskan mín, ástin mín ….skammastu þín“..

Þessi orð rifjuðust upp fyrir mér í morgun, – vegna þess að þetta er kjarninn í aðferðafræði margs ofbeldismannsins – og kvendisins.

Laða að sér viðkomandi með fallegu orðfæri og skjóta svo í návígi.

Svona tala lika margir í umræðunni um samkynhneigð.

„Ég elska samkynhneigða, margir eru vinir mínir, – en ojbara það sem þeir gera.  Það misbýður mér.“.

Andlegt ofbeldi er dauðans alvara.

Gay Pride gangan – sem útleggst Gleðigangan á Íslandi,  er ganga gengin í stolti yfir – sað fólk fái að vera það sem það er ..   og þar með talið: „Gay“  .. Gangan er ÝKT – það fer ekki á milli mála,  Ýkt í litum, áróðri og gleði fyrir mannréttindum hinsegin fólks.

Fólks sem er ekki „svona“  – heldur „hinsegin“ og  sem  þarf vonandi ekki lengur  að pæla í því hvort það leðir maka sinn, kyssir eða faðmar á almannafæri.

Það er ekki langt síðan að ég var með unga konu í viðtali sem var kvalin af skömm yfir að vera að koma út úr skápnum sem samkynhneigð.  Hún var í sambandi við aðra sem var enn inni í skápnum og gat ekki hugsað sér að mæta samfélaginu eða fjölskyldunni.

Samt hrópar fólk að öllu sé náð,  samkynhneigð hafi fengið sína jafngildu hjónavígslu viðurkennda og þá eigi það bara að vera heima hjá sér.  Púnktur.

Þrátt fyrir þessi lög eru enn prestar INNAN þjóðkirkju sem hafa samviskufrelsi til að vígja ekki samkynheigð pör.

Það eru komin ýmis lög sem eiga að tryggja jafnrétti kvenna og karla en er jafnrétti náð? –  Getum við lagt hendur í skaut og bara andað léttar?

Hvað með launamun?   Jafnfrétti er ekki náð og þar er víða pottur brotinn og takið eftir að það er líka gagnvart karlmönnum.  Jafnréttisbaráttan er ekki bara kvennabarátta.

Nei,  við viljum ekki að fólk þurfi að ganga um bæinn með hauspoka vegna kynhneigðar sinnar.

Ég sagði áðan að gangan væri ýkt – hún er ganga gleði og stolts,  sem er andstæðan við óhamingju og skömm.

Ég hef skrifað ófáa pistlana um áhrif skammar á fólk, það að skammast sín fyrir sjálfan sig er eins og að vera með krabbamein á sálinni.

Sjálfsvígshugsanir eru algengar hjá fólki sem lifir með skömm,  og ef ekki það þá er það oft farið að finna alls konar verki og einkenni,  – hvers kyns eða kynhneigðar sem það er.

Skömmin lækkar ánægjuvogina – og gleðin og hamingjan er skert.

Þessi pistill er m.a. ákall til þeirra sem ekki þola Gay Pride og hafa áhyggjur af upprennandi kynslóð að sú ganga muni skemma börnin, eins og fram hefur komið í umræðunni.  Ákall til þeirra sem eru enn að veifa viðvörunarflagginu gagnvart hommum, lesbíum, transgender o.s.frv.

EInn af fyrstu hommunum sem kom út úr skápnum á Íslandi flúði land.  Við höfum sannarlega komið langa leið – en göngunni er ekki lokið.

Börnin verða ekki samkynheigð við það að horfa á tvo karlmenn kyssast, ekki frekar en að verða gagnkynheigð yfir því að horfa á konu og karl kyssast. –

Fólk sem á erfitt með Gay Pride gönguna er oft fólk sem hefur alist upp við fordóma gagnvart því að vera hinsegin og er hreinlega ekki vant því og finnst það óþægilegt.

Er það vandamál hverra?

Ég styð Gay Pride – sem er andsvar við Gay-Shame, eða skömminni sem troðið hefur verið upp á fólk vegna kynhneigðar.

Skömmin er það sem skemmir – það að skammast sín fyrir sjálfa/n sig. 

Elskan mín,  ástin mín,  þú þarft ekki að skammast þín – þú ert elskuð/elskaður „all the way“ .. 

Já líka þú sem finnur til þegar að Gay Pride gengur fram hjá þér,  því kannski líður þér bara illa og þarft að skoða af hverju þér finnst þetta óþægilegt.  Prógrammið þitt er þannig,  þú hefur verið þannig alin/n upp – en þær tilfinningar eru ekki þú,  fordómar eru ekki meðfæddir.  Hvorki i eigin garð né annarra.

Kynhneigð er meðfædd.

Hörðustu gagnrýnendur eru oft þau sem enn eru inni í skápnum.

Virðum litrófið. 

Elskum meira og óttumst minna.

Rainbow_flag_and_blue_skies

Ég trúi á mikilvægi þess að bæta samskiptin okkar …

Ég spyr stundum sjálfa mig af hverju lífið hefur leitt mig þangað sem ég er komin.  Það er næstum sama til hvaða starfs ég hef verið ráðin, ég enda einhvern veginn alltaf sem leiðbeinandi – diplómat – leitandi lausna til bætts samstarfs eða samskipta.

Þegar ég var barn dreymdi mig um að stöðva styrjaldir, – nú – fullorðin dreymir mig um að stöðva styrjaldir inni á heimilum og styrjaldir innra með okkur sjálfum.

„Vertu breytingin sem þú vilt sjá í heiminum“ – sagði Gandhi.

Ég fyllist eldmóði þegar ég hugsa þetta. Mig langar þetta einlæglega – þ.e.a.s. að vera breytingin þó stundum komi stórt bakslag í minn eigin heim.  Eitthvað hræðilega óvænt og óbærilegt – sem ég þó verð að bera og þegar upp er staðið gerir mig sterkari þó að sá styrkur sé dýru verði keyptur, mjög, mjög dýru.

Af hverju skrifa ég og af hverju starfa ég sem ráðgjafi og held námskeið – er leiðbeinandi og kennari?-

Vegna þess að ég trúi að heimurinn verði miklu betri ef við stöndum saman í stað þess að við séum sundruð.

Hversu mörgum líður ekki illa,  þjást vegna alls konar kvilla – nú eða vegna þess að þeir eiga ekki fyrir reikningum – hvað þá mat um mánaðamót? –  Sumir deyja úr hungri á meðan aðrir deyja vegna offitu.

Ég held þetta sé spurning um að taka betur höndum saman, – styðja betur við hvort annað, láta okkur náungann varða,  ekki ala á bjargarleysi – heldur að styðja, virkja og hvetja.  Hjálpa til sjálfsbjargar.

Vera saman en ekki sundur þegar bjátar á.

Meiri elska og minna stríð.  Það er löngu vitað.

Það er líka löngu vitað að það eru tvær hliðar á öllum málum.

Ef þú talar við tvær stríðandi fylkingar þá hefur hvor fylking sína söguna.  Hinn er „vondi kallinn“   Svoleiðis er það oftar en ekki í skilnaðarmálum.  Stundum er enginn vondur kall,  bara tveir aðilar sem eru í innra stríði og því kunna þeir ekki neitt og geta ekkert gefið nema stríð.

Af hverju geri ég það sem ég geri? – Af hverju skrifa ég?

Ég trúi að við getum gert lífið betra ef við erum betri við hvort annað.  Það er víst nóg af öðru sem við ráðum ekki við.

Minni á örnámskeiðið „Lausn eftir skilnað“ sem verður haldið 20. júní nk.  – sjá: http://www.lausnin.is  og á einkaviðtölin mín, hugleiðslur, hugvekjudiskinn RÓ –  og fyrirlestra t.d. fyrir fyrirtæki, félagasamtök og stofnanir.

Af hverju að hlusta?

Ég trúi á meiri og óplægða möguleika til betra lífs sem liggja innra með ÞÉR. 

Hverju trúir þú? 

believe

Frambjóðendur og fyrirmyndir..

Eftirfarandi skilaboðum skellti ég á fésbókarsíðuna mína:

„Afsakið mig fólk, samfélagið þykist allt vera að vinna gegn einelti. Að börn leggi önnur börn í einelti, geri lítið úr eða hæðist að. Nú er allt morandi í háði um frambjóðendur, m.a. á Facebook. Er þetta ekki vandamálið? – Fyrirmyndirnar sem við erum að bjóða börnunum upp á? – Börnin pikka það ekki upp úr einhverju tómarúmi að fara að dæma samnemendur eða hæðast að þeim.“
 
Á sólarhring fékk þessi póstur 65 „like“ og ég tók eftir að þar af var slatti af yngra fólki og sá ég líka, í fljótu bragði,  að þar af afkomendur a.m.k. tveggja sem eru í framboði. –
 
Umræður spunnust á síðunni um að sumt væri skemmtilegt og flestir frambjóðendur ekki viðkvæmir fyrir húmornum,  en það er kannski spurning hvenær húmor verður meinfýsið háð og hvernig eiga börnin að átta sig á þessum mörkum? …
 
Á kostnað hverra eru „skemmtilegheitin“?  
 
Það er sama hversu mörgum eineltisáætlunum er til tjaldað,  ef við hugum ekki að fyrirmyndunum og þá rótum þess að einelti verður til,  þá verður einelti seint upprætt. –  
 
F52E17F2-694E-11E1-94CA-E6AE32D05ADD

„Hann hefur ekki áhuga á því sem ég segi … “ …

Fyrirsögnin kemur úr viðtali við ungling sem var að lýsa reynslu sinni af viðtali við geðlækninn sinn. –   Síðan hélt hann áfram: „Og svo gefur hann mér bara einhverjar pillur.“ –

Unglingurinn hafði verið sendur fram og til baka í kerfinu,  þar sem hann „funkeraði“ ekki eins og skyldi,  og auðvitað voru alls konar orsakir þar á bak við,  frá umhverfi, uppeldi og svo líffræðilegar.

Þegar við lítum yfir hvolpahóp úr goti – þá sjáum við strax mismunandi persónuleika. Sumir eru stríðnir og aðrir halda sig til hlés.  Við mannfólkið erum svolítið svoleiðis líka.

En alveg eins og hvolpar þurfa athygli – þurfa börnin athygli, og börnin verða síðan unglingar sem þurfa athygli og að á þá sé hlustað.  Líka geðlæknirinn eða sálfræðingurinn.

Auðvitað segir þessi frásögn bara frá einu samtali unglings og geðlæknis, – og læknar eru misjafnir sem annað fólk.  –   Ég veit þó eftir mína reynslu af viðtölum,  ekki bara við unglinga,  að þetta er ekki einkareynsla þessa unglings.

Það þýðir ekki heldur bara að tala um læknana, eða benda,  því að við foreldrar gerumst oft „sek“ um að hlusta ekki,  heyra ekki,  vera fjarlæg, hvort sem það er í anda eða líkama, þannig að erfitt er að nálgast okkur.  Siminn fær e.t.v. forgang – í miðju samtali við unglinginn þinn? –

Þetta hefur allt samverkandi áhrif,  – ég heyrði einhvers staðar um meðferðarúrræði þar sem öll fjölskyldan er tekin fyrir.  Ekki bara unglingurinn,  heldur mamman, pabbinn,  systkinin.    Það er e.t.v. of stór pakki,  en það þýðir auðvitað að foreldrar þurfa að skoða sig,  hvernig fyrirmyndir þeir séu,  hvaða skilaboð þeir eru að gefa börnum sínum o.s.frv. með hegðun og framkomu.   Hvernig leyst er úr málum o.s.frv. –

En hvað um það,  það getur verið erfitt að setja sig í spor annarra,  erfitt að setja sig í spor annarra, hvort sem um er að ræða spor barns, unglings eða fullorðins.   Flest skiljum við ekki nema að hafa reynt,  og ef við þykjumst ætla að kenna einhverjum eitthvað og hafa aðeins lært það í bókum en ekki í gegnum eigin lífsreynslu getur það verið erfitt.

En ef við gefum okkur út fyrir að vinna með geðheilsu – þá verðum við að sýna manneskjunni og því sem í hennar huga eða á hennar geði liggur áhuga er það ekki? …

554877_445952805484449_1274816442_n

„Að læra að þora og geta, vera jákvæður og bjartsýnn“ …

Þegar þú ert smiður þá sérðu það sem þú ert búinn að byggja.  Þú sérð afrakstur verka þinna.

Ég vinn við að „smíða“ eða byggja (upp) fólk.

Það er ekki alltaf auðvelt að sjá árangur,  en ég verð að viðurkenna að hjartað mitt hoppar af gleði þegar að ég sé að mér hefur tekist að vekja í fólkinu löngun til að hjálpa sér sjálft.   Það er trixið.  Ekki að hjálpa fólki þannig að ég beri það yfir lækinn,  heldur að það finni leið yfir lækinn.

Ég fæ stundum smá bréf – eða skilaboð frá fólki,  eða það segir mér sjálft þegar það finnur mun á sér,  eða breytingu hvernig það tæklar líf sitt.  Stundum fæ ég skemmtileg komment hér fyrir neðan pistlana,  að eitthvað sem ég skrifaði hjálpaði.

Þessi endurgjöf gefur mér byr undir báða vængi (reyndar er ég vængjalaus en tek svona til orða) – til að halda áfram.

Það er ekkert auðvelt – og langt í frá að halda áfram eftir það mótlæti sem ég hef orðið fyrir sl. mánuði.  En það hafa komið svo mörg gullkorn,  og ég hef fengið svo mikinn stuðning frá fólki,  að ég er orðin 100% viss um mikilvægti þess að halda áfram.

Fólk er fyrir fólk. 

Í gær fór ég til sérfræðings, hann hlýtur að vera mjög klár því það kostaði 23 þúsund krónur að fá að vita að ekki væri til lækning við „munnóeirðinni“ (Burning mouth syndrome)  og best að taka bara eitthvað róandi lyf (valíum)  til að róa ofvirku taugarnar sem valda því að ég fæ brennandi sviða í munninn.  (Já margt skrítið í kýrhausnum!)  En eflaust hefur erfiður eða „grimmur“ eins og sjúkrahúspresturinn orðaði það svo réttilega,  aðdragandi að dauða Evu Lindar minnar – og svo það sem á eftir fylgdi startað þessum sjúkdómi,   en hann er á andlegu nótunum.

Ég hugsaði hins vegar að ef að sjúkdómurinn byrjar vegna andlegs álags,  þá vil ég laga hann með andlegri vinnu.   Það hlýtur að vera lógískt.  Hreyfing, yoga, slökun, hugleiðsla, jákvæðni – og svo auðvitað að halda áfram að kenna og leiðbeina – og lifa í ljósinu.   Ég hef trú á því.

Missi aldrei trú. 

Fyrir áramót var ég að leiðbeina fjórum fötluðum einstaklingum á vegum Símenntunar Vesturlands,  – ég var efins um að ég gæti haldið því áfram eftir allt álagið og áfallið,  en því var haldið opnu fram á síðustu stundu og ég tók djúpt andann og fór að kenna á ný.

Auðvitað tóku nemendurnir mér opnum örmum og höfðu ekki gleymt broskallinum sem við teiknuðum á töfluna,  en ég hef sagt frá honum áður.

Í fyrradag var svo lokatíminn okkar saman og við útbjuggum minnisspil úr námsefninu okkar.

  • Kærleikslestin ..  
  • Perlurnar
  • Bergmálsfjallið
  • Þori-get-vil

o.s.frv.

Erfitt að gleyma – ef búið er að gera minnisspil,  og svo spiluðum við í lokatímanum.

Þann 6. mars sl. birtist viðtal í Skessuhorni við þessa fjóra nemendur,  og Helgu Björk sem hefur haldið utan um námsbrautina með glæsibrag.

Þar las ég þetta:

„En hefur námið breytt miklu fyrir hann“ .. en þar er verið að taka viðtal við Arnar Pálma,  einn af fjórmenningunum og hann svarar:

„Já, ég myndi segja það,  til dæmis lífsleiknin,  að læra að þora og geta,  vera jákvæður og bjartsýnn.  Þetta drífur mann áfram og margt af því sem ég læri hérna getur nýst mér.“ ..

Þetta viðtal,  ásamt fleiru yndislegu sem upp kom í þessari samveru okkar, er örugglega á við það sem smiðurinn sér þegar hann virðir fyrir sér velheppnað handverk eða hús.  Eða á við 10 valíumtöflur (hef þó ekki prófað þær ennþá). –

Kærleikslestin – sem ég punkta hér að ofan sem eitt af námsefninu, er að hluta til hugmynd frá Brian Tracy,  en hann sýndi hvernig maður kæmist áfram í lífinu,  svona eins og lest – ef þú segðir

„I like my self, I like my self, I like my self“ … og  svo bætti hann við  „I can do it, I can do it, I can do it“ .. Lestin færist áfram.

Einfaldar lexíur en svo sannar.   Jákvætt sjálfstal sem byggir upp.

Þakklætið trompar mótlætið. 

 

308192_177514862373237_1750021977_n

Sjálfsræktar-og framkomunámskeið fyrir 11 – 13 ára Borgarnesi

Ég hef verið beðin um að setja um námskeið fyrir ungmenni 11 – 13 ára í Borgarnesi  og þykir mér gaman að geta verið við þeirri beiðni m.a. því lengi býr að fyrstu gerð og ég hefði svo sannarlega sjálf viljað hafa fengið meiri sjálfstyrkingu þegar ég var barn! –

Nemendur fá að læra um innra verðmætamat, mikilvægi þess að velja sér jákvæða andlega næringu, setja sér markmið,  skoða innri og ytri hindranir,  læra tjáningu og framkomu,  æfa spunaleikrit,  kynnast hugleiðslu og aðferðum til að losa um kvíða o.fl.

Markmið:  Að styrkja sjálfsmynd sína og sjálfsvirðingu,  opna fyrir tjáningu og eiga auðveldara með samskipti.

Námskeiðið verður mánudaga kl. 16:00 – 18:00  (húsnæðið er í fæðingu, en verður á einhverjum góðum stað í Borgarnesi (allir staðir góðir þar reyndar ;-))

Væntanlega verður námskeiðið betur kynnt í byrjun janúar.

Tími  5. – 26. febrúar 2013   (möguleiki á framhaldi í mars)

Kynningarverð:  12.000.-  krónur  

(innifalin námskeiðsgögn,  pappír, „draumabækur“ o.fl. )

(Upplögð jólagjöf – hægt að panta gjafabréf hjá johanna@lausnin.is)

Leiðbeinandi er ykkar einlæg:  Jóhanna Magnúsdóttir,  guðfræðingur, ráðgjafi og fv. aðstoðarskólastjóri,  en ég kenndi m.a. Félagsfræði og áfanga í Tjáningu  í framhaldsskóla og hef góða reynslu af kennslu- og uppbyggingarstarfi með nemendum.

Fjöldi á námskeiði:  10 – 20 nemendur

happy-kids

Kíkið endilega á þetta – ég hefði sjálf viljað fá svona þjálfun þegar ég var yngri, þá hefði ég kannski farið öruggari inn í lífið.  – Jákvæðni – hugrekki – styrkur – kærleikur – heiðarleiki – kurteisi – og margt meira í pakka fyrir 11 – 13 ára!

Ath! – ef að eftirspurn verður eftir námskeiði 12 – 15 ára þá væri möguleiki að hafa það á mánudögum  19:00 – 21:00  (ef áhugi er fyrir hendi sendið mér póst og ég safna á lista og læt vita hvort af verður).

Umsögn fv. nemenda:

„Jóhanna Magnúsdóttir,  klárlega góðhjartaðasta manneskja sem til er!“  Orri Páll 

„Það vita auðvitað ekki margir hver Jóhanna er né hvers hún er verðug. Hinsvegar get ég ekki annað en sagt mína sögu af henni. Í þau tvö ár sem ég gékk í Manntaskólanum hraðbraut, þá var ein stoð og stytta í gegnum allt námið, það var hún Jóhanna. Hún hefur ótrúlega hæfileika er varða mannleg samskipti og hef ég sjaldan upplifað eins einlæga og indæla konu eins og hana.“   Jökull Torfason

„Það er varla hægt að fara í skemmtilegra fag. Í tjáningu lærir maður að styrkja sjálfan sig og fara út fyrir þæginda ramman. Það gerir manni auðvitað ekkert nema gott. Við fórum í alls konar uppbyggilega leiki og það var mikið hlegið. Þetta byggði líka upp skemmtilegan anda og samstöðu. Í þessum góða hópi gafst manni tækifæri á að vera maður sjálfur og jafnvel sagt frá bestu og jafnvel verstu upplifunum í lífi okkar, stundum láku tár við bæði tilefnin. Margir sýndu ótrúlegan styrk og framför. Þessir tímar munu aldrei líða mér úr minni. Ekki bara það sem hafði áhrif á mann, líka það sem maður lærði og tók með sér út í lífið.“

Takk fyrir mig:)
Ragnhildur Sigurjónsdóttir Vatnsdal

—–

Minni svo á að ég er með handleiðsluhóp fyrir konur um meðvirkni, á fimmtudögum kl. 17:00 – 18:30 en hann byrjar um miðjan janúar.

Einkaviðtöl get ég boðið upp á um leið og skýrist með húsnæðið,  en það eru sálgæslu- og sjálfstyrkingarviðtöl í anda þess sem ég skrifa um hér á síðunni.

OLYMPUS DIGITAL CAMERA

Einkaráðgjöf og sálgæsla – Vesturland

Þar sem ég er flutt á Hvanneyri hef ég tækifæri til að bjóða upp á einkaviðtöl og sálgæslu fyrir fólk á „Stór-Hvanneyrarsvæðinu.“

Er sjálfstætt starfandi guðfræðingur (með embættispróf í guðfræði) auk þess með kennsluréttindi í framhaldsskóla, fjöldan allan af námskeiðum m.a. úr endurmenntun Háskólans í Reykjavík  og hef verið undanfarin tvö ár með námskeið, fyrirlestra, hugleiðslur, hópfundi og einkaviðtöl undir hatti Lausnarinnar sem eru grasrótarsamtök um sjálfsrækt og vinna aðallega með meðvirknimódelið. –  Sjá www.lausnin.is

(Ath! ég er með viðtalstíma í Lausninni, Síðumúla 13,  Reykjavík á fimmtudögum

Annars verð ég með aðstöðu heima til að byrja með, á Túngötu 20a Hvanneyri.  

Hægt er að panta tíma johanna@lausnin.is   eða í síma 895-6119, vegna alls konar vanlíðunar, kvíða, skilnaðar, hjónabands-sambúðarörðugleika, missi, sorgar,  lélegrar sjálfsmyndar,  samskiptaörðugleika  eða bara almennrar sjálfstyrkingar og til að átta sig á hvað það er sem heldur hamingjustuðli þínum niðri og þá hvað er hægt að gera í því!   (Ég tala um hamingjustuðul sálarinnar, svipað og talað er um þyngdarstuðul líkamans).   

Gjald fyrir einkaviðtal er 8000.-  krónur (60 mín)

Er einnig að fara að kenna á námskeiðum hjá Símenntun Vesturlands,  m.a. um meðvirkni,  hugleiðslu og sjálfstyrkingu – fylgist endilega með þar:  www.simenntun.is   

Lykilorð eru heiðarleiki – hugrekki  – kærleikur 

Hægt er að lesa meira um mig hér á síðunni, og pistla sem ég hef skrifað sem fjalla flestir um efnið sem ég er að vinna með, og eru byggðir að miklu leyti á reynslu minni af því að ræða við og hlusta á fólk.  Við erum öll eins og við erum flest að glíma við svipuð vandamál,  sem verða yfirleitt minni þegar við förum að deila þeim með öðrum, sitjum ekki ein uppi með þau, og áttum okkur á því að við erum ekki ein. –

EINKAVIÐTÖL – KENNSLA – NÁMSKEIÐ – FYRIRLESTRAR

Hafið samband: johanna@lausnin.is  eða s. 895-6119 

Að rísa upp eftir að hafa fallið er að lifa ..

Við höfum að sjálfsögðu ekki val um allt, – sumt er okkur gefið og annað ekki.  En það mikilvægasta höfum við;  það er hinn frjálsi vilji.

Eins og þarna stendur þá kemur sá tími í lífinu,  eða við komum að þeim gatnamótum þar sem tökum ákvörðun um að láta ekki bjóða okkur upp á hvað sem er,  „drama“  eða hvað sem við köllum það á íslensku þar sem stundum er verið að gera úlfalda úr mýflugu – sem óhjákvæmilega gerist þegar að fókusinn er fastur á neikvæðni og leiðindi.  Sumt fólk nærist á vandamálum,  því miður er það nú þannig, – það reyndar fitar bara skuggahliðina sína eða sársaukann sinn,  en það er nóg til að það er erfitt að umgangast það.

Við getum valið okkur fólk sem nærir sólarhliðina okkar, og nærir sólarhliðina sína, –  Gleymum þessu vonda, og setjum athyglina á hið góða og það sem við veitum athygli vex.  Þökkum það sem við höfum og viljum hafa og það vex líka.

Elskum fólkið sem kemur fallega fram við okkur og biðjum þeim blessunar sem gerir það ekki.  Lífið er of stutt til að lifa  í óhamingju.

Að skrika fótur, gera mistök og jafnvel detta kylliflatur er bara eðlilegur hluti lífsins, en að rísa upp aftur, eftir fallið,  er að lifa. –

Í aðstoðarskólastjóratíð minni hafði ég oft orð á því við nemendur að það væri hverjum manni hollt að prófa það að falla. – Það er ekki síðri skóli en að læra stærðfræði eða íslensku.

Sjálf féll ég í stærðfræði í framhaldsskóla og síðan í grísku í háskólanum. – Það var voðalega vont í bæði skiptin,  og sérstaklega í seinna skiptið þá var ég alveg komin að því að gefast upp.  En ég kláraði mitt embættispróf í guðfræði. –

Ég veit að ég var betri aðstoðarskólastjóri vegna þess að ég hafði reynt það á eigin skinni að falla.  Ég átti betra með að setja mig í spor þeirra sem komu niðurbrotin eftir fall og settust inn á skrifstofu,  en um leið gat ég líka hvatt þau og spurt hvað þau ætluðu að gera í framhaldinu.  Hversu lengi þau hyggðust ætla að liggja og gráta fallið eða hvort þau væru búin að taka ákvörðun hvernig þau ætluðu að nálgast verkefnið í annað sinn.  Hvort þau væru búin að skoða prófið, hvað gerðu þau rétt og hvað rangt.   Því öðru vísi er erfitt að læra af mistökum sínum. –  Fókusinn þarf ekki síst að vera á því sem gert var rétt og svo þarf þá bara að bæta við. –

Þetta er allt spurning um viðhorf, ekki gefast upp og ekki gera ekki neitt.  Ákvörðun um að eiga gott líf er fyrsta skrefið á þinni réttu leið. – Ákvörðunin um að lifa í heiðarleika við okkur sjálf og aðra,  og láta heldur ekki bjóða okkur hvað sem er. –

Og nú ítreka ég nýjasta uppáhaldsfrasann minn:

„When you say yes to life,  life says yes to you“ –

eða

Þegar þú segir JÁ við lífið segir lífið JÁ við þig.  –  Hlustaðu

„Sparkaðu í rassinn á sjálfum þér“ …..

Eftirfarandi færsla er frásögn af því hvernig ég notaði myndlíkingu af fjallgöngu sem hálfgert markþjálfunartæki fyrir nemendur.

Fjallið sem um ræðir var kallað Hraðbrautarfjallið  notaði ég það sem markþjálfunartæki í Menntaskólanum Hraðbraut þar sem ég var aðstoðarskólastjóri og var viðstödd sex útskriftir stúdenta þaðan. –

Nemendur voru þá að ganga á fjall og á toppnum var mark sem á stóð “STÚDENTSPRÓF”

Fjallið samanstóð af fimmtán hólum (lotum).   Á milli þessara hóla voru lautir,  en það var “hvíldarvika” þar sem nemendur áttu helst flestir að hvíla í,  en sumir þurftu að nýta til að ná upp þeim sem voru búnir.   Það er eins og við þekkjum á fjallgöngu.

Sumir eru alltaf á undan og hafa þá tækifæri til lengri hvíldar í stoppunum. – 

Lotan eða hóllinn samanstóð því af 4 vikum námi, 1 viku lokaprófum, og 1 viku frí.  Eins og áður sagði hvíldust sumir en aðrir þurftu að nota þessa viku til að taka upp 1 -3 próf. –

En einn hóll var kláraður í einu. – 

Hólarnir voru eins og áður sagði 15 stykki. –

Ég teiknaði upp fjallið svo að hver og einn nemandi gæti staðsett sig og jafnvel merkt sig inn á slóðina. Hvar hann væri staddur. –

Gert X yfir þær hæðir sem voru búnar.  Litið yfir farinn veg og séð að hann var e.t.v.  kominn þó nokkuð langt.

Mitt hlutverk, námsráðgjafa, kennara og annars starfsfólks var að vera leiðsögumenn, eða þjálfarar. –  

Ábyrgð göngunnar var á hendi nemenda (og foreldra þeirra sem voru yngri en 18 ára). 

Allir þurftu að ganga sjálfir og bera ábyrgð á göngunni.

Eins og í fjallgöngu, þá þarf að huga að ýmsu.

Útbúnaði – miðað við veður og nesti.

Ekki dugði að fara t.d. í opnum strigaskóm í rigningu og roki.

Þegar hér er talað um nesti og viðbúnað, er m.a. talað um námsgögn og hið huglæga fóður sem kom frá kennurum. 

Svo þurfti auðvitað að búa sig þannig að eitthvað gæti dunið á,  stormar og óveður og þá – er spurning hvernig fólk er búið undir það.  

Fólk sem gengur á fjall, þarf oft að vera búið að styrkja sig.  Það stýrir ekki góðri lukku að ganga algjörlega óþjálfaður á fjall.  –

Þess vegna skiptir máli að vera búin/n að styrkja sig líkamlega og andlega.  Það gildir líka í skólagöngunni. –

Þeir sem höfðu sjálfstraust, sjálfsvirðingu og trú á sjálfum sér gengur yfirleitt betur.   Og auðvitað þeir sem höfðu góða grunnþjálfun. –

Fjallganga er mjög góð líking fyrir skólagöngu, – og í raun lífsgönguna alla. –

Til að undirstrika þetta – bauð ég nemendum í fjallgöngu (alvöru) að hausti og vori.  En þau fengu það metið sem íþróttatíma. 

Margir þáðu að fara í þessar göngur. –

Þær urðu 10 alls.

Hægt að smella hér til að sjá um þær.  HÉR

Ég þekkti ekkert orðið markþjálfun þegar ég var að kenna þessa hugmyndafræði til að ná markmiðinu “STÚDENTSPRÓF”  en fór síðan í markþjálfunartíma til aðstoðarrektors HR, sem sagði að þetta flokkaðist nákvæmlega undir það. –

Í markþjálfun þá setur maður niður skýr markmið, helst mælanleg og tímasetur. –

Síðan þarf að skoða hindranir,  innri og ytri, – og það má kalla t.d. veðrið hindranir,  lofthræðslu, lélegan útbúnað,  lélegt líkamlegt form, afsakanir  o.s.frv.

Þá förum við að sjálfsögðu að skoða,  hvað getum við lagfært og hvað þurfum við að gera ÁÐUR en lagt er í göngu.

Það er EKKER vit í að klífa Hvannadalsnjúk í engu formi. 

Við byrjum á Helgafelli eða jafnvel bara í Elliðaárdalnum. –  Byrjum skref fyrir skref.  –

“Practice makes perfect” –   eða Æfingin skapar meistarann. –

Svo þegar við erum klár t.d. í Esjuna,  þá prófum við hana – og þegar við erum komin upp að Steini, eins og það er kallað – og höfum e.t.v. aldrei komist á toppinn,  og ætlum að fara að gefast upp,  þá er spurning hvor ekki verða að skrifa í gestabókina? … 😉

 

Þessi mynd er reyndar tekin á Keili. –

Einu sinni var ég búin að nota öll ráð sem ég hafði pokahorninu til að hvetja nemanda áfram,  ekki gat ég borið hann á bakinu upp fjallið, enda honum enginn greiði gerður með því. –

Það voru endalausar afsakanir og þetta og hitt sem sem truflaði ..

Ég fór að skynja að þetta voru innri hindranir en ekki ytri og sagði því:

…  „hættu nú þessu volæði, taktu ábyrgð og sparkaðu í rassinn á sjálfum þér“ … ég hálf skammaðist mín fyrir að vera svona gróf,  en þarna var þolinmæðin á þrautum. –  Daginn eftir kom hann til mín og sagði: 

„Jóhanna,  þetta var besta ráðið sem þú gast gefið mér.“ –  og hann stóð sig eftir þetta og kláraði stúdentsprófið á tveimur árum. –