Losaði sig við 20 kíló fyrir brúðkaupið ..

…. en hvað gerðist svo? ..

Afsakið, titillinn er villandi – en ekki svo ósennilegur eða hvað? –

Það er oft fyrir sólarlandaferðirnar og stóru dagana sem við grennum okkur.  Flestir vilja líta vel út á brúðkaupsdaginn og á ströndinni.  En af hverju ekki alla daga? – Hvað ef að lífið er einn stanslaus brúðkaupsdagur og sólarlandaferð?

Hvað ef að einhver hringdi í okkur í dag og segði;“Heyrðu ég ætla að bjóða þér til Tenerife eftir viku“ .. myndum við þá ekki naga okkur í handarbakið (eða handarkrikana eins og Bibba á Brávallagötunni orðaði það?). –  Fyrsta hugsunin væri ekki „Oh, en yndislegt, mig langar svo í sólina“ – heldur úps, ég sem ætlaði að vera búin/n að komast í form áður en ég færi aftur á ströndina. –

Hvernig væri að byrja bara á hugsuninni að þú sért nú þegar „Ofurkroppur“ – Ofurkroppur sem elskar sig voða heitt. – Smile

Að elska sig er ekki að beita sig ofbeldi með mat, eins og Guðni Gunnarsson bendir svo réttilega á í pistli sínum. –

Að elska sig er einmitt að koma fram við líkama sinn af virðingu, ekki næra hann á rusli, ef næringu skyldi kalla. –   Guðni telur upp ýmsa matvöru sem gott sé að sleppa, því hún sé okkur vond. – En takið eftir að þó hann telji upp kaffi,  drekkur hann samt tvo bolla á dag.  Það er dæmi um hinn gullna meðalveg, – ef við treystum okkur til að feta hann,  þá endilega gera það. –  En ef við treystum okkur ekki t.d. hvað varðar sælgæti (einu sinni smakkað getur ekki hætt) – þá er betra að láta það alveg vera. –  Vera heiðarleg við okkur sjálf.  Viðurkenna að við ráðum ekki við það! ..

Í námskeiðunum mínum „Í kjörþyngd með kærleika“  legg ég áherslu á að vinna með orsök, sem er yfirleitt falin í tilfinningum, tilfinningum sem leiða til fíknar, en það þarf að sjálfsögðu líka að vinna með afleiðingar. – Orsökina fyrir því að við borðum það sem við viljum ekki borða, orsökina fyrir ofbeldinu gegn eigin líkama. –

Ein tilgátan er að við borðum til að deyfa eða flýja tilfinningar,  borðum til að flýja það að horfast í augu við okkur sjálf. – En það má kalla það eina tegund fjarverufíknar (en það er orð sem Guðni notar líka).

Gott dæmi um slíkt finnst í myndinni „Steiktir grænir tómatar“ – þar sem frúnni líður illa,  en nær að fá sjálfstraust og vilja til að standa með sjálfri sér í gegnum það að ræða við aldraða konu á hjúkrunarheimili, þar sem hún fær útrás fyrir eigin tilfinningar í gegnum sögu þeirrar gömlu.

Frústreraða frúin var búin að reyna að ná athygli eiginmannsins með ýmsu móti, með því að geðjast honum, með því að vefja sig í cellophane (frekar fyndið) – en það var einmitt þegar hún fór að sinna sjálfri sér og standa með sjálfri sér,  virða sig og elska,  sem hann fór að veita henni athygli aftur.

Hvernig er svo hægt að fara að lifa í stöðugri farsæld eða velgengni? –  Hið fyrsta og mikilvægasta markmið hverrar manneskju ætti að vera að vera viðstödd sjálfa sig (be present)! –  Það er ýmislegt sem við þurfum að skoða og svo sleppa – við þurfum að sjá sársaukann til að breyta, segir Geneen Roth,  höfundur bókarinnar „Women Food and God, an Unexpected Path to almost everything.“

Sjáum okkur sem einstakling á göngu að sjálfum okkur, markmiðið eða sýnin erum við sjálf, kjarni okkar – hjarta okkar. –

Það sem heldur aftur af okkur og við þurfum að sjá og svo sleppa hendinni af er:

Skömm-ótti-kvíði-reiði-dómharka-efi-gremja-lygar-…. o.s.frv.

Skömmin er þeirrar gerðar, að við skömmumst okkar fyrir okkur sjálf og við upplifum að við erum ekki verðmæt, – það getur vel verið að við höfum einhvern tímann og kannski oft gert eitthvað sem við skömmumst okkar fyrir, en það hjálpar hvorki okkur né öðrum – gerir ekki gagn – aðeins ógagn.

Ef við gerum mistök, ef við gerum eitthvað af okkur, þá skulum við fyrirgefa okkur og halda áfram og gera ekki sömu mistökin aftur. –

Gremja – er eitthvað sem við getum alið með okkur, annað hvort í eigin garð eða í garð annarra. Við vökvum þessa gremju og hún vex og dafnar innra með okkur, – hún skaðar hvern? …. okkur og engan annan. – Sama gildir um svo margt af þessum neikvæðu tilfinningum.  Ef við vökvum þær, ölum þær við brjóst okkar, verða þær hluti af okkur. –

Það sem styður við göngu okkar og kemur okkur áfram er:

Kærleikur-ást-þakklæti-samhygð-trú-von-hugrekki-heiðarleiki-fyrirgefning … o.s.frv.

Hugrekkið sem ég er að benda á hér er ekki hugrekki riddarans sem berst við drekann, heldur hið hversdagslega hugrekki sem felst í því að þora að tala upphátt, þora að vera við sjálf og fella hlutverkagrímur,  tjá okkur frá hjartanu.  Tala við fólkið sem við erum að gremjast út í, í staðinn fyrir að liggja andvaka og hugsa til þess og láta oft byggjast upp hnúta sem fara bara stækkandi (og sem við förum e.t.v. að deyfa með mat). –

Það er miklu betra að næra hið jákvæða:  ást, samhygð, trú, von o.s.frv. heldur en það sem á undan er talið.

Leiðin er því að gera sér grein fyrir tilfinningum sínum, sortéra þær, velja og hafna.

En fyrst og fremst VELJA SIG EN EKKI HAFNA SÉR.

Næst þegar þegar við erum í vorkunnseminni, – æ lífið er hvort sem er svo leiðinlegt,  það skiptir engu máli hvað ég borða, öllum er sama um mig, blah, blah, blah… eða hvað það er sem kemur upp í hugann, –  mundu eftir ofurkroppnum ÞÉR, – dásamlegu þér sem ert að hlaupa um í öldum lífsins, og taka þátt í brúðkaupinu á hverjum degi.  – Ekki þá, þegar …. heldur NÚNA ..

Þú ert komin/n hingað, – eins og Eckhart Tolle segir, allar þínar ákvarðanir eru rétar, því að þær leiddu þig hingað,  þar sem þú ert stödd/staddur núna – og núna ertu í meðvitund. –  Sum okkar velja löngu leiðina og miklar krókaleiðir,  en við komumst alltaf i NÚIÐ. –  Það er alltaf tækifæri til að breyta. –

EKKI endilega FARA Í ÁTAK … Átak getur verið erfiði og skyndilausn, – það er ekkert erfitt að breyta ef breytingin er gerð hægt og meðvitað og hún kemur innan frá.  Klippa út vonda siði og skipta þeim út fyrir góða.

Ekkert „Ég Á að gera“ .. heldur „Mig langar að gera

Hvað vil ég?

Hvað á ég skilið?

Hvað eiga þeir sem eru í kringum mig skiliið?

Ekki burðast með útrunnar hugsanir um okkur, – einhver sagði einhvern tímann eitt eða annað við okkur sem særði, það er útrunnið og við eigum ekki að viðhalda útrunnum og gallsúrum hugsunum. –

Ekki heldur segja; „Oh, ég gat þetta ekki þá, hvers vegna ætti ég að geta þetta núna“ .. – af hverju ekki? –  Vegna þess að þá var þá og nú er núna og þá er útrunnið

Hvort sem við höfum verið í innri baráttu í sambandi við mat eða aðra „fjarverufíkn“ – þá virkar þetta allt eins. –

Hvað ef að þú blómstrar, skyggir það á hin blómin? —- Nei, það er sko andrými fyrir okkur öll að blómstra! ..

Hamingja og sátt er smitandi …  Hamingjan og sáttin er núna ..  ert þú tilbúin að gera litlar breytingar til að bæta líf þitt? …  þú þarft ekki að burðast með stein þráhyggjunnar upp fjallið, slepptu honum … og gangtu frjáls..

Nú er tækifærið okkar;  Árið 2012 er ár breytinganna. – 

Við berjum okkur ekki til gleði, skömmum okkur ekki til samþykkis – heldur þurfum við að fara að elska okkur nógu mikið til að vilja aðeins það besta, bæði fyrir líkama og sál – lifa í heiðarleika og hversdagslegu hugrekki! .. 

833138_jipaasv1_b.jpg

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s