„You have to see your pain to change“ .. Geneen Roth
„To heal my wounds, I need to be brave enough to face them“ Paulo Coehlo.
Það er vont að líða illa og vita ekki hvað veldur. – Það er líka vont að líða illa og neita að horfast í augu við það sem veldur okkur vanlíðan. –
Stundum vitum við það.
Stundum vitum við það en þorum ekki að horfast í augu við það.
Stundum vitum við það ekki og þurfum að fá hjálp við að finna út úr því.
Við þurfum að skilja orsök sársauka okkar til að breytast. –
Við verðum að hætta að flýja hann, afneita, deyfa, svæfa ….
Hver er sorg þín?
Hver er sársauki þinn?