Frá þjáningu til þroska .. Lausn eftir skilnað

Þegar ég var barn og kvartaði, fékk ég oft svarið að þetta væru nú bara vaxtaverkir! – Ég hef aldrei fengið það á hreint hvort að vaxtaverkir eru raunverulega til eða ekki, en ég hef fundið það á eigin skinni að vöxturinn til þroska er sársaukafullur. –

Það er þegar við göngum á veggi, dettum í holur, rekumst á .. og þar fram eftir götunum sem við fáum oft stærstu tækifærin til þroska og vits. – Og kannski er lífið bara skólaganga til skilnings? –

Það er erfitt að setja sig í spor annarra án þess að hafa sömu eða svipaða reynslu. – Þess vegna er reynslumikið fólk, fólk sem hefur gengið í gegnum sorgina oft betri sálusorgarar en það sem hefur ekki gert það.

Sorgin getur verið allt frá litlum ósigrum upp í mikinn harm, og næstum því , eða algjörlega óbærilegan. –

Sem betur fer er engin manneskja það „menntuð“ í sorginni að hún geti sett sig í spor allra.

Ég á ýmsa misalvarlega  sorg að baki, og ein af þeim er skilnaður við maka – og það hef ég upplifað oftar en einu sinni, en þó með ólíkum hætti. –

Í þessum pistli ætla ég að fjalla um þann sorgarferil sem auðvitað verður þegar upp er staðið að þroskaferli.  Þessi pistill er blanda af minni eigin reynslu og reynslu margra kvenna sem ég hef fengið á námskeið, – en eitt slíkt námskeið verður haldið í Lausninni 18. febrúar nk. kl. 9:00 -16:00 með fjögurra kvölda eftirfylgni í hópum. – sjá nánari upplýsingar og skráningarform  www.lausnin.is

Ef að fólk fer ekki í samband á réttum forsendum í upphafi, hefst skilnaðarferlið við fyrstu kynni. –  Ástin er góð, en hún getur blindað – og við förum oft að gefa afslátt af okkur sjálfum, okkar þörfum, væntingum og gildum fyrir makann. –

„Við mættumst, horfðumst í augu og frá fyrsta kvöldi vissum við að við yrðum hjón. –  En það var svo margt sem við vissum ekki, og margt sem ég vissi ekki fyrr en eftir skilnað tuttugu árum seinna, og enn er ég að öðlast skilning á ástæðum þess að skilnaður var óumflýjanlegur. -“

Það voru tvö særð börn sem mættust, sem fóru að reyna að fylla upp í skörð hvers annars og sögðu „elskaðu mig“ – tvö börn að fullkomna sig með hinu. Tvö börn sem ekki kunnu að elska sig sjálf.   Í dag veit ég að það þarf tvo heila einstaklinga en ekki tvo hálfa.  – En það eru svo sannarlega ekki skilaboðin sem heimurinn veitir. – „Can´t breath without you“ .. segir í söngvunum. –

Þetta getur gengið svo langt í að uppfylla þarfir makans, að við setjum okkar eigin þarfir algjörlega til hliðar, og öfugt, við ætlumst til þess að makinn setji sjálfan sig til hliðar til að þjóna okkur. –

En hoppum áfram í tímann, hjónaband sem hefur varið í mörg ár, hjónabandsblómið er orðið skrælnað því að gleymst hefur að vökva, – allt annað en við og sambandið er sett í forgang.  Samveran er orðin vélræn og það sem er miklvægast af öllu, gagnvæm virðing og væntumþykja gufuð upp.

Það er erfitt að bera virðingu fyrir aðila sem ber ekki virðingu fyrir sjálfum sér. –  Sjálfsvirðing er því grundvallandi til að um gagnkvæma virðingu sé að ræða. –  Það er líka erfitt að elska, ef við elskum okkur ekki sjálf – ástin svokallaða er þá líka orðin eigingjörn ást en ekki kærleiksrík og óeigingjörn. „Þetta er MINN maki“ – og afbrýðisemin kviknar því við erum óörugg, og kannski ekki að ástæðulausu. –

Ef við gefum afslátt af eigin löngunum og þrám, þá erum við ekki sönn lengur, – ef við erum bara í að uppfylla langanir og þrár makans, eða það sem við höldum að hann vilji,  þá er sambandið orðið eins og þarfasamband en ekki ástarsamband.-   Svo fer þetta oft út í þann farveg að annar aðilinn fer að stjórna hinum, oft með kynlífi.

Kynlíf fyrir mér er meira en hopp upp í rúmi, eða úti móa. Slíkt er allt í lagi með, en eins og hjónaband byrjar að spinnast á fyrsta degi sambands (ef úr því verður) – lifnar kynlífið líka á fyrsta degi sambands. –  Kynlífið er samofið hversdagslifinu, hvernig við umgöngumst hvert annað.  Kynlífið er stök rós, gefin af engu tilefni. Kynlífið er nudd með olíu. Kynlífið er göngutúr í rigningunni, eða bíltúr í Borgarfjörðinn .. með okkar maka.

Maki sem upplifir niðurrif og andlegt ofbeldi yfir daginn, eða áhugaleysi yfir hennar/hans daglegu þörfum, – missir löngun til að stunda samfarir með maka sínum, – makinn verður argur þegar hinn neitar,  eða  kynlífið er á þeim forsendum að gera makann „góðan“ – en ekki vegna þess að þú finnur til löngunar .. kannski verði hann ekki eins leiðinlegur daginn eftir, eða jafnvel að hann verði skemmtilegur og sé tilbúinn að gera eitthvað skemmtilegt saman, eða bara ekki vera leiðinlegur? –  Kynlíf er rangt ef það verður skylda en ekki uppfylling eigin þarfa.  Eða í sumum tilfellum undirliggjandi hótun sem felst í því að það verður að gefa makanum að borða svo hann fái sér ekki að borða annars staðar!..

Sambönd þurfa neista, og það þarf tvo aðila í parasamband sem þurfa bæði að leggja til neistann og upplifa hann. –

Okkur á að þykja gaman að koma maka okkar á óvart, deila með honum því sem á dynur og koma hreint til dyranna. –

Óheiðarleiki er einn versti óvinur sambanda. –

Segjum að hjónabandið sé orðið eitthvað þunnt, – freistingarnar blasa við útum allt, og – jú, annar aðilinn – jafnvel bæði er farinn að líta aðila utan hjónabandsins hýru auga. –

Það er þarna sem á að segja STOP – og fara að skoða hjónabandið. – Leita hjálpar, leita að ráðgjöf.  Áður en sá stóri skaði er skeður að annar aðilinn fer og leitar í fang annarrar konu/karls hvort sem það er tilfinningalega eða líkamlega. –  Því þá er sambandið rofið, traustið er fokið út um gluggann.  Það er í raun hinn eiginlegi skilnaður.

Það þarf hugrekki til að tjá sig upphátt um það að maður sé óánægður í sambandi og sé farin/n að horfa í kringum sig til að fá útrás fyrir tilfinningar eða kynlíf eða bæði. –

Ástæðan fyrir hræðslunni við að segja er oft sú að í raun er fólk hrætt við að missa maka sinn. – Segir sjálfu sér að það vilji ekki særa hann með því að segja, en gerir sér ekki grein fyrir að sárið af vantraustinu er þúsund sinnum stærra og alvarlega en að koma heiðarlega fram. – Bæði er sárt og erfitt, en sannleikurinn er það sem frelsar.

Lygin endar iðulega og oftast með ósköpum.  Snjóboltinn verður að snjóflóði.

Það er nefnilega alls ekkert víst að sá aðili sem er að leita út á við vilji skilja. – Hann vill bara bæði eiga konu/mann heimili börn, OG einhvern til hliðar til að halla sér að.-

Þetta reyna margir, stundum vegna ófullnægju tilfinningalega og/eða kynferðislega,  eða vegna spennufíknar.  Framhjáhaldsfíkn er orð sem er til. – Þá er það bara spennan og fixið sem með því fæst sem sóst er eftir. –

Fíknin verður til eins og aðrar fíknir – vegna tilfinninga sem ekki hefur verið horfst í augu við, stundum bældra eða þeirra sem ekki hafa verið ræddar. Hér hef ég skrifað um framhjáhald með öðrum aðila, en það er líka hægt að „halda framhjá“ á annan máta, t.d. með áfengi, með vinnu, með eilífri fjarveru og vera ekki til staðar. –  Andleg fjarvera er ein tegund andlegs ofbeldis, – hún þarf ekki að vera „viljandi“ – en er samt vond fyrir þann sem fyrir henni verður. –

Ef að fólk er ekki tilbúið til að vinna í sér, sjá sár sín til að breytast, þá er eina leiðin að skilja,  sérstaklega ef að hjónabandið er orðið vont og skemmandi fyrir báða aðila og ef að börn eru í spilinu,  smitar það að sjálfsögðu til þeirra. –

Það er sorg að skilja, það er draumur sem deyr, – þetta átti ekkert að fara svona og kannski búið að hanga á fingrunum á brúninni í langan tíma. – Án þess þó að kalla á hjálp. –

Þegar traustið er brotið eru tvær leiðir, – ef að báðir aðilar eru tilbúnir að leita sér hjálpar má e.t.v. ná að tvinna sambandið upp á nýtt, en það þarf gífurlegan viljastyrk og auðvitað ást til þess. –  Hin leiðin er skilnaður og hvor um sig vinni í sér, að gera sig heila/n til þess að einmitt fara ekki með sjálfa/n sig inn í næsta samband á sömu röngu forsendum og í fyrsta sambandið.  Þ.e.a.s. án þess að vera búin/n að trúlofast sjálfum/sjálfri sér.-  Við segjumst vera tilbúin að elska, virða og samþykkja maka okkar þegar við játumst honum/henni, jafnvel frammi fyrir Guði.

 – En gleymum megin forsendunni, þ.e.a.s. að vera búin að játast okkur sjálfum. –   Komast í samband við okkur sjálf. –

Þegar við föllum á þessu sameiginlega prófi, þá þýðir ekki að dvelja lengi við það að við höfum fallið. – Við þurfum að skoða prófið, hvað gerðum við rangt – og ekki síður mikilvægt, hvað gerðum við rétt!  – Hvað gerði ég rétt, hvað gerði ég rangt.  Hvað gerði hann/hún rétt, hvað gerði hann/hún rangt. –

Munum endilega líka eftir því sem virkaði vel, var gleðilegt og byggði upp.  Kannski hefði mátt stækka þann hluta og minnka hinn? –

Allt hefur sinn tíma undir sólinni. – Það tekur tíma að syrgja og það er mikilvægt að leyfa sér að syrgja – sjá sárin, til að geta breytt og gert heilt. –  Þannig verður sorgarferli að þroskaferli, og við göngum frá þjáningu til þroska. –

Þroskanum fylgja vaxtaverkir – þá þekki ég – og því er mikilvægt að vera umvafinn vinum og fjölskyldu, og þeim sem við treystum – og það er gott að finna þau sem geta sett sig í okkar spor. –

„Það er gott að vita ég er ekki ein“ .. er algengasta uppgötvun sem konurnar hafa gert á námskeiðunum „Lausn eftir skilnað“ ..

Námskeiðin eru ætluð konum,  þar sem það er enn svo að konur eru viljugri og hugrakkari við að leita sér hjálpar. –  En það er í skoðun að bjóða sambærilegt námskeið fyrir karla, komi óskir um það.

Höfum það að lokum alltaf í huga, að það hjálpar okkur ekki að fara í ásökunargírinn (The Blaming game). – „Allt honum að kenna“ eða „Allt henni að kenna“ .. jafnvel þó að annar aðilinn hafi verið erfiðari, veikari, fjarlægari, brotið trúnað – þá er það yfirleitt skýringin að hann kann ekki önnur viðbrögð, þau eru viðbrögðin sem hann lærði í bernsku.  Viðbrögð sem einkennast af flótta eða feluleik. –  Þess vegna er það að við hjá Lausninni teljum að grunnástæða fyrir hjónaskilnuðum, eða að sambönd gangi illa eða ekki upp, sé meðvirkni.  Ástand sem lærðist á löngum tíma og hófst í bernsku, – jú einmitt þegar við vorum með vaxtaverkina og kvörtuðum og kannski þurftum við bara knús.

Knús á þig og takk fyrir að lesa. –

Jóhanna Magnúsdóttir, guðfræðingur, kennari, ráðgjafi

www.lausnin.is

johanna@lausnin.is

námskeið – einkaviðtöl – fyrirlestrar

Ein hugrenning um “Frá þjáningu til þroska .. Lausn eftir skilnað

  1. Var ég nokkuð búin að kommenta á þessa frábæru samantekt og sannleika, held ekki, en ég er búin að ganga í gegnum þetta allt og meira til eins og ég held að þú vitir, en veistu það er svo gott að lesa og rifja upp, ganga frá því sem maður les í það og það skiptið, það bætist nefnilega ætíð eitthvað við, sem við bara gleymdum.

    Takk fyrir mig og knús til þín Jóhanna mín

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s