Mig dreymdi skrítinn draum í nótt, – ég var að fæða barn, það var sársaukalaust og ég tók sjálf á móti því. Mér fannst það ekki sérlega fallegt, eða a.m.k. eitthvað skrítið – en einhver hvíslaði því að mér að það væri eðlilegt svona nýfætt að það sæist aðeins á því. – Í morgun opnaði ég svo fésbókina og sá eftirfarandi blogg Paulo Coelho´s og fannst það tengjast drauminum. – Kannski var þetta barn mitt „other“ – en hvort sem það er tenging eða ekki, þurfti ég á þessari sögu að halda. – Ég er voða hugfangin af hugmyndafræði Paulo Coelho, og reyndar allra sem hugsa djúpt. –
Bloggið er brot úr sögunni:
„By the River Piedra I sat Down and Wept (Na margem do rio Piedra eu sentei e chorei)“
Nafnið á bókinni er vísun í Davíðssálm 137 „Við Babýlonsfljót þar sátum vér og grétum“ – en margir þekkja líka „By the Rivers of Babylon“ .. með Boney M. – sem er að sjálfsögðu líka vísun í sálminn.
Sagan fjallar um sjálfstæða unga konu; Pilar, sem er eitthvað ófullnægð með háskólalífið og leitar að æðri eða dýpri tilgangi. – Líf Pilar breytist til muna þegar hún hittir æskuástina, sem er orðinn andlegur leiðbeinandi, heilari og kraftaverkamaður. – Hvorki meira né minna! …
En hér kemur bloggið hans Paulo´s
Óvinurinn hið innra
by Paulo Coelho on March 9, 2012
(lausl. þýðing JM)
Maður var staddur á krá ásamt félögum sínum, þegar að gamall vinur hans kom inn. – Hann hafði lifað lífinu í leit að réttum vegi, en án árangurs. „Ég ætti að gefa honum smá peninga“, hugsaði hann með sjálfum sér.
En vinurinn var nú ríkur, og kom á krána þetta kvöld aðeins til að borga allar skuldirnar sem hann hafði stofnað til í gegnum árin. Til viðbótar við að borga lánin, bauð hann öllum upp á drykk.
Þegar hann var spurður hvernig honum hefði tekist að ná svona góðum árangri, svaraði hann, að þar til fyrir einhverjum dögum hefði hann lifað eins og „Hinn“.
„Hvað er Hinn?“ spurði Pilar.
„Hinn trúir að maður eigi að verja æfinni í að hugsa upp hvernig þú byggir upp öryggisnet til að deyja ekki úr hungri þegar þú verður gamall. Þannig að þegar þú lifir sem Hinn, nærð þú ekki að uppgötva að Líið hefur sín plön, og þau geta verið öðruvísi.“
„En það er hætta. Og það eru þjáningar“, sagði fólkið á barnum sem var byrjað að hlusta.
„Enginn sleppur við þjáningarnar. Svo það er betra að tapa nokkrum orrustum við að berjast fyrir draumum sínum, en að vera sigraður án þess að vita fyrir hverju þú ert að berjast. Þegar ég uppgötvaði þetta, vaknaði ég ákveðinn í að vera það sem mig langaði alltaf að vera. Hinn stóð í herberginu og horfði á.
Þó Hinn sæktist stundum eftir því að hræða mig, leyfði ég honum ekki að koma aftur. Frá þeirri stund sem ég ýtti Hinum út úr lífi mínu, vann hinn æðri máttur kraftaverk sín.“
Spurningarnar sem eftir sitja fyrir okkur öll, – hver vil ég vera (hver er ég?) og fyrir hvaða drauma vil ég berjast? –
Hægt að lesa orginal blogg með að smella á
Það sem er svo heillandi við Paulo er hvað hann er flinkur að nota þetta tungumál..hjartans..alheimsins…nættúrunnar..guðs…