Tími fyrir ástina … í hatursumræðu

„Karlar sem hata konur“ – „Konur sem hata karla“ – „Hatursframboð gegn forseta“ …   Þetta er eitthvað af því sem ég minnist þess að hafa lesið undanfarna daga án þess að ég hafi nennu til að fletta því upp. –

Mér finnst fólk verið farið að fara býsna frjálslega með orðið „hatur“ – en ég geri mér auðvitað grein fyrir uppruna yfirskriftarinnar „karlar sem hata konur“ –  en þar er um skáldsögu að ræða og skáldsagnapersónur. –

Ég hef enga trú á því að nokkur af þeim karlmönnum sem settir voru undir þennan hatt í umræðunni hér á Íslandi  hati í raun og veru konur, – eða séu einhver illmenni yfirhöfuð. –  Ef að ummæli í garð kvenna,  eða fólks almennt eru niðrandi, niðurlægjandi o.s.frv. eru þau miklu frekar sett fram af vankunnáttu eða hugsunarleysi, enda eru fordómar fáfræði. –  Hatur er ekki orðið sem kemur í huga. –

Ég skil líka að margir (karlar og konur) séu orðin þreytt á niðrandi ummælum og að svona dramatískar aðgerðir séu gerðar til að vekja, – en hverju skal fórnað til? –  Fórna einhverjum á hatursaltari til að vekja athygli. –  Merkja ákveðna karlmenn með stjörnu sem kvennahatara? –

Ég er á móti því að vinna að elsku með hatri –  friði með ófriði – og minna þannig aðgerðir oft á senurnar í bandarísku bíómyndunum þar sem hetjan keyrir niður alla sem á vegi  verða til að bjarga þeim sem hann elskar. –   Bjargvættur og þeim sem bjargað er standa uppi sem sigurvegarar en þegar litið er yfir senuna stendur eftir sviðin jörð og margir liggja í valnum – meira og minna sært fólk  (sem oft er að vísu falið og áhorfendur fá ekki að fylgjast með þeirra sögu). –

—-

Góðu fréttirnar eru að svo var komin upp síðan „Karlar sem elska konur“- og var það auðvitað jákvæð framkvæmd.

–  Góð framkvæmd að vekja athygli á því sem vel er gert, og það má gera á svo miklu fleiri stöðum. –

Ég minnist líka á orðið „hatursframboð“ – en það var orðið sem var notað yfir þá sem óskuðu eftir framboði gegn sitjandi forseta.  Það dæmir sig bara sjálft, ég held ég þurfi ekki að hafa fleiri orð um það. –  Eða jú, – ef okkur líka ekki vinnubrögð embættismanns þýðir það ekki að við hötum hann. –

Hatur er bara allt of gróft orð og yfirdrifið og að gera fólki upp þær tilfinningar að hata einhvern – hvort sem það eru konur eða karlar almennt eða ákveðnir einstaklingar. –

Geri orð Páls Óskars að mínum; 

„Út með hatrið inn með ástina“

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s