Ég er að fá mjög jákvæða endurgjöf „feedback“ frá fólki sem ég hef leitt í hugleiðslu. Hugleiðsla er aðferð til að leiða hugann, en ekki láta hugann leiða þig. – Hugleiðsla er leið til að komast í jafnvægi og öðlast hugarró, losna við kvíða, áhyggjur, aðferð við að glæða ljósið sem er innra með þér og uppgötva innri fjársjóði, sem eru reyndar óendanlega uppspretta.
Eftirfarandi eru nokkrar setningar sem fólk hefur sagt eftir að hafa verið hugleiðslunámskeiði:
„Ég hef sofið miklu betur, hafði ekki sofið almennilega í margar vikur“-
„Ég næ að slaka alveg á – þrátt fyrir mikinn kvíða“ –
„Besta hugleiðsla sem ég hef farið í“
„Náði ofboðslega góðri tengingu“
„Ég fann að það losnaði um eitthvað“
„Mér gekk miklu betur að taka prófin“
.. svo eru auðvitað þau sem bara steinsofna, – en það er auðvitað gott að geta sofnað líka, en svefn í hugleiðslu er yfirleitt mjög djúpur 😉
Hugleiðslunámskeiðin hafa hingað til verið að kvöldi til, en þar sem morgunstund gefur gull í mund langar mig að bjóða upp á morgunhugleiðslu. –
Staður: Lausnin, Síðumúla 13. 3. hæð
Tími: Mánudagar og/eða miðvikudagar kl. 8:00 – 9:00 ca. 20 – 30 mín hugleiðsla og síðan umræður og kaffi/te á eftir. –
Leiðari: Jóhanna Magnúsdóttir, guðfræðingur og ráðgjafi Lausnarinnar.
Á sama hátt og gott er fyrir líkamann að byrja daginn á staðgóðum og hollum morgunmat, er gott að hefja daginn með góðri næringu fyrir hugann. – Byggja þannig á góðum grunni. –
Farið verður í hin 12 einkenni andlegrar vakningar (sjá pistil á undan þessum) .. eins og að lifa í núinu, hafa nóg og vera nóg, forðast deilur, dómhörku á aðra og sjálfa sig – og að sjálfsögðu er grunnurinn sjálfsást, sjálfstraust og sjálfsvirðing, en það er grunnurinn að allri sjálfsvinnu, auk þess að auka meðvitund um slíkt.
Hugleiðslumorgnarnir verða í boði í maí, júní og júlí.
Verð:
1 skipti 2000.- kr. frjáls mæting
4 skipti (1 mánuður) 6000.- kr. (mánudaga eða miðvikudaga)
8 skipti (1 mánuður) 10.000.- kr. (mánudaga og miðvikudaga)
(Þeir sem kaupa 8 skipti fá drykkjarkönnu merkta með hjarta og „Friður, Gleði, Ást“ í kaupbæti ;-))
Byrjum mánudag 21. maí og miðvikudag 23. maí.
Sendið póst á johanna@lausnin.is ef þið viljið vera með, eða fá nánari upplýsingar. –
Ath! – Hugleiðslan er „þvertrúarleg og þverpólitísk“ – s.s. engin landamæri.