Skín þú fagra sál ..

Nýlega skrifaði ég um 12 einkenni andlegrar vakningar, og eitt af þeim var meiri tenging manna á milli og meiri tenging við náttúruna.

Fyrir mér er þetta eitt, þar sem við mannfólkið erum náttúra.

Vísindamenn segja að við séum stjörnuryk – við skulum bara taka þetta alla leið og að við séum stjörnur.

Hver og ein manneskja hefur þann möguleika að skína sem stjarna og í bibliunni er hreint og beint mælst til þess að við „setjum ekki ljós okkar undir mæliker“ –

Fólk verður oft fegið að heyra þetta, – „ha, má ég skína?“ –

Auðvitað megum við skína, og eigum að skína með því að halda vökunni, glæða lífsneistann innra með okkur.

LJósið kemur innan frá.  Birtan kemur svo sannarlega þaðan og þess vegna er það svo yndislegt að sjá þegar fólki líður vel hvernig það skín.

Í Idolinu er talað um „útgeislun“ .. og það fer ekki eftir hinu ytra hver útgeislunin er.  Farðinn getur jafnvel falið útgeislunina ef ekki er að gætt.  Bótóxfylltar varir eða gelneglur hafa ekkert með útgeislun að gera. –

Það er sjálfsögð viðbót fyrir þær (yfirleitt konur) sem það þurfa, en auðvitað er það ljóminn sem kemur af góðri líðan sem stendur eftir.

Það sem er raunverulegt er sálin – og óhagganlegt.  Við komum óhjákvæmilega til með að eldast, fá hrukkur, appelsínuhúð, missa unglegt útlit,  það er hverfult.

Ég er svo lánsöm að vera að starfa með fólki og þess vegna tengjast fólki.

Ég hvet fólk til að horfast í augu við sig í speglinum og sjá sálina sína í gegnum augun. –  Brosa til sín,  jafnvel þó að hárið sé eins og heysáta, baugar undir augum eða einhverjar krumpur í kringum munninn.

Fegurð sálarinnar er ódauðleg og ekta.

Hún lifir alltaf og lýsir alltaf.

Brosið hjálpar til við að lýsa upp tilveruna.

Svo skín þú fagra sál og leyfðu þér að trúa á fegurð þína.

Jessica Tandy – ein af mínum uppáhalds leikkonum.

Ein hugrenning um “Skín þú fagra sál ..

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s