Elsku ég ..

…eða elsku þú sem lest.

Það er ekkert alltaf einfalt að vera ég eða vera þú.  Þá er ég að tala um að vera algjörlega við „Authentic“ eða ekta/upprunaleg sjálf,  án þess að tipla á tánum í kringum fólk,  án þess að geðjast, þóknast eða sveigja okkur og beygja þannig að við pössum í form sem okkur er ætlað í.   Form sem e.t.v. ekki passar okkur.

Ef við finnum „skekkju“ í okkur sem við viljum leiðrétta er ekkert víst að heimurinn taki  á móti.

Við getum líkt þessu við þegar samkynhneigðir fóru fyrst að koma út úr skápnum, hvað gerðist? – Og hvað er enn að gerast?  Er heimurinn að samþykkja eðli þeirra?   Erum við komin nógu langt í því?

Að sama skapi, þegar að við, án tillits til kynhneigðar eða hvers sem er,  förum að koma út úr skápnum sem bara við,  hressa glaða barnið, prakkarinn, viðkvæma barnið, ófullkomna barnið eða hvaða barn sem við höfum lokað þarna inni einhvers staðar, barnið sem má dansa án þess að einhver gagnrýni, barnið sem má hlæja þó að öðrum líði illa útí heimi,  barnið sem segir „ég má“ – og barnið sem má njóta athygli – hvað sem á gengur.

Þegar við förum að koma út,  hætta að vera önnur en við erum og leiðrétta þannig skekkjuna, þá bregst heimurinn stundum við sem skakkur heimur,  með ákveðnar væntingar til okkar,  sem við vissulega vorum búin að blekkja hann með – og láta vita að við værum öðruvísi en við værum.  Alveg eins og sá sem er gay telur öðrum trú – eða lætur í það skína að hann sé straight. –  (Afsakið slangið)

Stundum er fólk alls ekkert visst hvað það er og hver það er.  Það er þessi týnda spegilmynd.  En þegar við erum búin að átta okkur,  þá verðum við að hafa hugrekki til að stíga út,  „hér er ég“ – og standa með okkur sjálfum.

Það felst m.a. í mættinum að elska sjálfan sig.  Elska sig nógu mikið til að vera við sjálf.  Við erum best þannig, því ef við erum að reyna að vera einhverjir aðrir erum við að takmarka okkur sjálf,  því við getum aldrei verið fullkomin aðrir.

Bara fullkomin í ófullkomleika okkar, sem við sjálf.

Ef við óskum þess að vera ekki við sjálf, að vera eins og einhver annar eða að vera öðruvísi en við erum erum við að afneita sjálfum okkur og það lætur okkur líða illa.  Þá verðum við verri útgáfa af okkur og vítahringurinn hefst.

Elskaðu þig, líkama þinn, anda og sál.  Því þú ert elsku þinnar verð/ur. –

Hvernig aðrir taka því er þeirra mál.

En góðu fréttirnar eru auðvitað að það er fullt af fólki sem elskar þig eins og þú ert í raun og veru og hlakkar til að hitta þig.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s