Viðhorfið mótar veröldina ..

Viðhorf þitt mótar veröld þína og allt sem þú gerir.  Það skilgreinir orkuna sem þú sendir út og tekur inn, og mótast og litast í aðstæðum þínum.

Ef þú hefur jákvætt viðhorf, tekur fólk frekar á móti þér og laðast að þér.  Jákvæðnin opnar flæði lífsins.  Ef við erum vansæl, reið eða gröm laðar þú ekki að þér fólk.  Þú fælir fólk og tækifæri frá þér.

Til að laða að sér, jákvæðar, gleðilegar og frjósamar aðstæður,  verður þú að vera þannig sjálf/ur –  að hafa jákvætt, opið og elskandi viðhorf.  Það er skapað af hugsunum okkar.  Á hverjum degi höfum við val um það hvernig við ætlum að vera.  Allt sem er okkur byrði í lífinu er hægt að létta.  Þess vegna er mikilvægt að gera sér grein fyrir skapi sínu. Við höfum val, á hverjum degi, hvernig skapi við ætlum að vera í og hvernig við hegðum okkur

Þannig að ef að þú vilt eitthvað í lífinu, verður þú fyrst að hugsa það (hugsunin er sköpunin), og styddu það með ásetningi þínum og haltu fókus.  Það er næstum eins og að baka köku.  Hugsunin er í ofninum og þú bakar hana með trú.  Þú verður að sjá hugsunina þína myndast og verða að veruleika.

Fylgdu hjarta þínu og vertu samkvæm/ur sjálfum þér.  Lifðu aldrei lífi annarra. Þú verður að skapa þinn eigin veg.  Þú hefur þeim skyldum að gegna að vera besta eintakið af sjálfum/sjálfri þér,  svo haltu huga og hjarta opnu fyrir hinni æðri verund þinni.  Og þú munt öðlast kraft til að lifa elskandi og fullnægjandi lífi með viðhorfi þínu. –

James Van Praagh  – þýðing Jóhanna Magnúsdóttir

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s