Aldrei of seint til að breyta ..

Eftirfarandi er lausleg þýðing á grein úr „Positive Thoughts.“  .. Hægt er að sjá hlekkinn neðst.

Það að breyta er ákvörðun, ákvörðun um að skipta um fókus og sortéra það sem viðheldur okkur í betri farvegi eða siðum en við höfum áður stundað.  Farðu á nýjan slóða.  Þú ert sú eina/sá eini sem raunverulega veist hvað þú vilt út úr lífinu og þú ert á þínum rétta vegi fyrir þig.  Það á enginn annar þann veg.  Þú ert sú eina/sá eini sem getur látið drauma þína rætast og upplifað hamingjuna og gleðina við að ná því að uppfylla þessa drauma.

Ekki vænta þess af öðrum að bera ábyrgð á hamingju þinni og árangri.  Þú stjórnar því með því meðal annars að hætta að hindra för þína og leyfa hlutunum að gerast.   Að sjálfsögðu hlustum við á ráð annarra og misjöfn sjónvamið og hvað veldur þeim efasemdum,  því oft er gott að fá fram mismunandi sjónarhorn.  En gefðu sjálfri/sjálfum þér gildi með þín eigin viðmið og skoðanir.  

 

Þú verður að ná að hlusta á þig til að vita hvað þú vilt út úr lífinu, hvaða langanir þú trúir að séu nógu mikilvægar fyrir framtíðina.  Þú verður að læra að treysta á sjálfa/n þig og hæfileika þína.  Virtu aðra fyrir það sem þeir leggja til málanna, en haltu fókus á þínum eigin styrkleika og orku.  Lífið er of stutt til að eyða í áhyggjur yfir hvernig öðrum gengur eða til að vænta þess að einhver annar sé ábyrgur fyrir að bæta líf þitt.

Ef þú hefur drauma hefur þú tilgang.  Þú hefur eitthvað til að trúa á og að vinna að.  Verðu tíma þínum í þig.   Lofaðu þér lífi sem er fyllt elsku, þannig að sama hvaða vegi sem þú velur að fara, verða þeir vegirnir sem þú vilt að þeir verði.

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s