Súkkulaðihugleiðsla! ….

Ég var að grínast á Facebook með „súkkulaðihugsleiðslu“  – en ákvað síðan að vita hvort að slíkt væri til – og viti menn, auðvitað fann ég slíkt, enda ekkert nýtt undir sólinni.  Ég er reyndar oft búin að tala um muninn á því að borða einn mola hægt eða marga hratt. – Það er líkingin mín á því hvernig við lifum lífinu.  Hvort er betra? –   Að borða lítið í einu finna lykt, bragð og njóta eða að gleypa í sig hratt og án umhugsunar?   Þetta, hvernig við borðum,  er auðvitað bara birtingarmynd á því að lifa með eða án meðvitundar.
En eftirfarandi súkkulaðihugleiðsu fann ég á netinu og þýddi.
Tími : 5-15 mínútur

Hvernig:

 1. Fyrir súkkulaðihugleiðslu þarftu, auðvitað,  bita af súkkulaði.  Mælt er með dökku súkkulaði með hárri prósentu af ekta súkkulaði.   Einn biti er nóg.
 2. Næst, andaðu nokkrum sinnum djúpt til að slaka á líkamanum.  Þú vilt byrja á súkkulaðihugleiðslunni eins slök/slakur eins og möguleiki er!
 3. Settu upp í þig molann og lokaðu augunum.  Láttu hann liggja á tungunni og bráðna í munninum.  Veittu athygli bragðinu, og finndu hvað þú ert að upplifa nákvæmlega núna!   Haltu áfram að anda djúpt og finna upplifunina í munninum.
 4. Þegar þú kyngir fókuseraðu hvernig það fer niður.  Taktu eftir tómum munninum.  Taktu síðan annan bita, finndu fyrir handleggnum þegar þú lyftir honum til að fá þér,  veittu athygli bitanum milli fingra þinna og svo í munninum.  Veittu aftur athygli upplifun stundarinnar þegar súkkulaðið er í munninum.
 5. Ef aðrar hugsanir koma í hugann á meðan þú ert í súkkulaðihugleiðslu, færðu hugann aftur að bragðinu og tilfinningunni við að borða súkkulaðið.  Hugmyndin er að dvelja við núið eins og möguleiki er á.
 6. Eigðu þessa tilfinningu.  Þegar þú ert búin/n, mundu eftir tilfinningunni við og við yfir daginn og upplifðu þig afslappaðri.  Þú getur valið að halda áfram hugleiðslunni eftir að súkkulaðið er búið eða komið til baka eftir að þú hefur kyngt og upplifað tilfinninguna við það.

ath:

 1. Þú þarft ekki að borða mikið súkkulaði í þessari æfingu.  Staðreyndin er að þú þarft ekki mikið til að njóta.
 2. Ef þér finnst súkkulaði vont (líklegt?) eða mátt ekki borða sykur getur þú reynt þetta með rúsínu – eða eitthvað annað sem hentar þér.
 3. Ef þú hugleiðir á hverjum degi, munt þú upplifa varanlegan árangur og jafnvel ná betri tökum á stressi.

Hvað þarftu:

 • Bita af dökku súkkulaði
 • Vilja til að borða með núvitund/gjörhygli
 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s