Að lifa lífinu lifandi …. eða þrauka lífið

Það eru ákveðin augnablik í lífinu sem við finnum að við erum lifandi.  Hver og ein manneskja á þessi augnablik, og kannski ekki bara augnablik heldur mínútur, stundir, daga ….

Hver og ein/n ætti að þekkja hvað það er í hans eða hennar lífi sem vekur lífsneistann. –

„What makes you tick?“  …. eða eins og ég skrifaði einhvers staðar:

„Hvað lætur þig búbbla“ .. og þá á ég við gosbólurnar í gosinu. –

Hvað lífgar við tilveruna þína? –

Hvernig hafa þínar bestu stundir verið? –

Í samveru?   Í einveru?

Við getum svolítið valið það að gera stundir góðar eða vondar,  það fer eftir sjónarhorni okkar og viðmiðum. –  Það fer eftir því hvort við horfum á það sem okkur vantar eða það sem við höfum. –  Og það sem við veitum athygli vex.  Það er margsannað en aldrei of oft kveðið.

Falleg augnablik koma af innri vellíðan, en gott umhverfi og góður félagsskapur hjálpar til.  Við finnum fyrir okkar lífi þegar við snertum líf annarra. Þegar við komumst í snertingu við aðra sem eru á sömu bylgjulengd verður allt svo dásamlegt. –

„Ég er af því að þú ert“ –   Við njótum ekki lengi lífsins gæða ef við erum ein, ekki frekar en hann Palli sem vaknaði einn morguninn aleinn í heiminum  gat fengið allan heiminn,  allt nammi og allt dót heimsins,  en hafði engan til að njóta hans með.

Allt er gott í hófi,  samvera með sjálfum/sjálfri sér er líka mikilvæg, að finna fyrir sjálfum/sjálfri sér.

En það er gott að hugsa;  „Hvað er skemmtilegt og ánægjulegt í mínu lífi?“ .. Get ég svo fest á það fingur og get ég fundið tilfinninguna sem fylgir því að hugsa það? –

Ánægð manneskja er mun líklegri til árangurs en sú sem er óánægð.  Ekki aðeins árangurs eða gagns fyrir sjálfa sig,  heldur fyrir heiminn allan.  Ánægð manneskja hefur ekki þörf fyrir að öfundast,  beita ofbeldi, ásaka, sitja í gremjukasti o.s.frv. –

Ánægð manneskja er það sem heimurinn þarfnast,  og heimurinn þarfnast að sjálfsögðu kærleika og velvildar. –

Ánægðir foreldrar eru bestu fyrirmyndir fyrir ánægð börn. –

Þvi fleiri ánægðar manneskjur,  þess ánægðari heimur. –

Er ekki bara orðið ánægja komið af því að eiga nóg, eða upplifa sig að eiga nóg eða vera nóg?

Kannski förum við að lifa lífinu lifandi þegar við föttum að við eigum og erum nóg, – og af þeim stalli virkar allt auka sem bónus. –

Af þeim stalli getum við knúið á dyr „og fyrir yður mun upp lokið verða“ (eins og stendur í ágætri bók).   Það þarf ekki að ráðast á hurðina með offorsi eða reyna að brjóta hana upp! 😉  ….

 

Hvað lætur þig lifna við?  Hvað þarftu að gera?  Þarftu að breyta?  Til þess að breyta þarftu að sjá hvað heldur aftur af þér.  Til þess að breyta þarftu að fara að setja fókusinn á innri markmið,  markmiðið m.a. að lifa af heilindum og hugrekki.  Það er hagur okkar allra að við séum sem heil, ánægð og sátt,  helst ÖLL, engar undantekningar.

 

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s