„Eitthvað dásamlegt er að fara að gerast“ .. fyrirlestur!

Ég var með vel sóttan  fyrirlestur undir þessu heiti í Lausninni um miðjan júlí og hann verður nú endurtekinn fimmtudagskvöldið 23. ágúst kl. 20:00  – Fyrirlesturinn fjallar um það sem við öll viljum, þráum og eigum skilið:

HAMINGJU – Vellíðan og jafnvægi.  

Kvíði er andstæða eftirvæntingar eða tilhlökkunar.  Kvíðinn gerir okkur veik en tilhlökkun lætur okkur líða vel.

Við getum „nært“ kvíðann og óttann og við getum líka svelt hann,  en spurningin er hvernig? –  Hvað þurfum við að gera – og hvað stöðvar okkur frá því að gera það? –

Ég ætla að bjóða upp á fyrirlestur í Síðumúla 13,  3. hæð  fimmtudag 23. ágúst nk. kl. 20:00 – 22:00  og enda með skemmtilegu ívafi eða „tapping“ eða „EFT“  sem ég kynni fyrir þátttakendum í lokin.   Um að gera að lifa svolítið og fara örlítið út fyrir þægindarammann!  –

Verð fyrir fyrirlesturinn er 3000.- krónur. –  takið frá sæti með því að leggja inn á reikning 0303-26-189  kt. 211161-7019  – og senda svo tölvupóst á johanna@lausnin.is um að búið sé að greiða.    Eða hringja í síma 8956119 og símgreiða með korti.  Nánari upplýsingar johanna@lausnin.is

Það er alltaf eitthvað  til að hlakka til.

„Eitthvað dásamlegt er að fara að gerast!!!.. “ –  Hverju vilt þú trúa?

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s