Lögmál ásetnings og löngunar

Innifalið í öllum ásetningi og löngunum eru tækin til að uppfylla ásetning og langanir.

Gerðu lista með því sem þig langar. Treystu því að þegar hlutirnir virðast ekki fara eins og þú óskaðir eftir sé ástæða til þess.  Leggðu fram ásetning þinn og láttu hann síðan vera. (Slepptu tökunum).   Þú ert búin/n að láta vita hvað þú vilt og þarft ekki meira í bili. Þig langar virkilega aðeins í eina niðurstöðu og álítur það hið besta fyrir þig, en ef það gerist ekki er það yfirleitt vegna þess að eitthvað betra er í pípunum fyrir þig. 

Ef þú neyðir það til að gerast eða stjórnast of mikið í því getur vel verið að það gerist, en það gerir þig ekki hamingjusama/n eða verður það sem þú heldur að það yrði. 

Leggðu óhrædd/ur  fram ásetning þinn og langanir, það sem þú álítur best fyrir þig. 

Endursagt úr einu af sjö lögmálum velgengninnar eftir Deepak Chopra, ég mun skrifa um hin sex fljótlega.

Skilaboð: Verum ekki of stjórnsöm, sleppum tökunum og treystum því að hlutirnir gerist og tökum ekki völdin af æðra mætti.  Höfum trú.

Ein hugrenning um “Lögmál ásetnings og löngunar

  1. Það má allt eins búast við, að fólk setji fram óskir og langanir, sem ekki eru í samhljómi með því sem er fyrir bestu.
    Hvað á þá hinn æðri máttur að taka sem viðmið.
    Langanir hins lægra sjálfs, eða langanir hins æðra sjálfs.
    Þetta er vandinn sem við er að etja.
    Svarið hlýtur að vera að þær langanir sem bornar eru fram af mestri ákefð verði látnar ráða svarinu og þá erum við komin í hið eðlilega far einstaklingsins, eins og hann er staddur siðferðislega og þroskalega á þessu augnabliki.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s