Æðruleysið í storminum

Æðruleysi er ekki frelsi frá storminum heldur friður í miðjum stormi.

Flestir þekkja enska orðið „Serenity“ – sem á íslensku er þýtt æðruleysi.

Orðið Serenity er ættað frá latneska orðinu serenus,  sem þýðir skýr eða heiður (himinn).  Ef skoðað er lengra þýðir það logn eða „án storms“.. Við erum í ró eða logni – þrátt fyrir að stormur geysi allt í kringum okkur.

Æðruleysishugtakið er mikið notað nú til dags, m.a. vegna margra 12 spora prógramma þar sem segja má að æðruleysisbænin sé helsta stuðningstækið.

Nærtækasta gríska orðið hvað „serenity“ varðar eða æðruleysi er γαλήνη (galene)  og er orðið sem Jesús notar þegar hann stendur í bátnum og hastar á vindinn og það lægir.  (Matt 8:26).

Það má túlka þannig að æðruleysi sé gjöf frá æðra mætti.  Því að stormar lífsins geta verið yfirþyrmandi og tekið af okkur öll völd.  Þess vegna þurfum við á æðruleysi að halda frá æðra mætti.

Við getum aðeins fundið æðruleysi fyrir okkur sjálf en ekki aðra,  á sama máta og við getum aðeins breytt okkur sjálfum en ekki öðrum.  Ef aðrir breytast vegna okkar gjörða er það vegna þess að þeir ákveða það eða velja.

„Ef þú vilt innri frið, leitastu við að breyta sjálfum/sjálfri þér, ekki öðru fólki.  Það er auðveldara að vernda iljar þínar með inniskóm, en að teppaleggja allan heiminn.“   (höf. óþekktur)

Breytingin á heiminum byrjar hjá mér.

Það felst æðruleysi í því að halda sig á eigin braut og vinna að eigin málefnum.  Einbeita sér að sjálfum/sjálfri sér frekar en að vera upptekin í höfði eða lífi annarra. 

Það er líka æðruleysi í því að gera sér grein fyrir að það er engin/n fullkomin/n og að sætta sig við ófullkomleika sinn og ekki gera of miklar kröfur til sín né annarra.

Gremja rænir okkur æðruleysi okkar.  Óraunhæfar væntingar til okkar sjálfra og annarra valda oft gremju.

Eitt af stóru leyndarmálum æðruleysisins er að kynnast manninum/ konunni sem Guð/lífið skapaði ÞIG til að vera.

Einfaldlega að verða það sem ÞÉR er ætlað að vera, ÞÚ sjálf/ur,  er dýrmæt uppspretta æðruleysis.

Æðruleysi er að gera ekki úlfalda úr mýflugu, hafa hugarró,  jafnaðargeð – vera róleg/ur í storminum. 

Treysta.

(skrifin eru að mestu leyti endursögn/ frá þessari heimild  http://blog.adw.org/2012/03/what-is-serenity-and-how-can-i-grow-in-it/ auk eigin hugarsmíða).

4 hugrenningar um “Æðruleysið í storminum

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s