Okkur langar öllum að gera rétt. Okkur langar öllum að fara rétt að, vera sanngjörn, góð, full af samhug o.s.frv. –
Okkur langar öllum að vera „sigurvegarar“ standa stolt og stór og taka á móti lífinu.
Við vitum þetta allt, eða a.m.k. flest, en svo koma tilfinningarnar og trufla allt.
Tilfinningar um höfnun, um trúanaðarbrest, afbrýðisemi, reiði, gremja o.s.frv. Stundum allar og stundum bara sumar. –
Þegar við erum í tilfinningalegu uppnámi þá er voðalega erfitt að vera faglegur og gera allt skv. bókinni. – Þá er sama hversu mikið við höfum lesið eða kynnt okkur, það er eins og það fjúki út í bláinn. –
En auðvitað erum við misjöfn, – og auðvitað eigum við mismikla innri ró og eftir því sem við erum sáttari við okkur sjálf, þess fyrr blæs þetta tilfinningalega ójafnvægi yfir. –
Aðal málið er að viðurkenna tilfinningarnar og fara í gegnum þær, þess fyrr sem við gerum það því betra. Aðal málið er líka að því fyrr sem við snúum okkur að okkur sjálfum, horfum inn á við en erum ekki í höfði annarra eða í lífi annarra, því fyrr sem við förum að lifa OKKAR lífi, en ekki fyrrverandi maka þess betra.
Það tekur tíma og vinnu að skilja. Það er ekki hægt að flýja tilfinningarnar, hvorki við skilnað né við aðra sorg. – Það verður þá bara frestun og/eða bæling. – Einhvers staðar kemur það fram.
Hin yfirveguðustu geta breyst í óargadýr við skilnað, svoleiðis virkar sársaukinn. En þegar við öndum inn og öndum út og róum okkur, finnum fókusinn – og hugsum um eigin vellíðan og hamingju, tökum ábyrgð á henni en látum ekki fyrrverandi vera að stjórna því þess betra. –
„Ég er svo fegin að finna að ég er ekki ein/n“ er algengasta setning sem ég heyri, sem ráðgjafi á námskeiðinu „Sátt eftir skilnað“
Hvað þýðir það?
Það þýðir að við flest förum i gegnum sama tilfinningaferlið – sorgarferlið, við skilnað og flest upplifum svipaðar tilfinningar. Stundum „ljótar“ tilfinningar sem við helst viljum ekki viðurkenna eða yrða upphátt.
Sum berja sig fyrir að hafa gert eitthað sem þau ætluðu ekki að gera. Þau ætluðu ekki að njósna um fyrrverandi, þau ætluðu ekki að fylgjast með honum/henni á Facebook. Ekki að öskra á fyrrverandi í símann, eða jafnvel fara og rústa einhverju heima hjá honum/henni. –
Það er ótrúlega margt sem fólk ætlar ekki og aldrei að gera en gerir svo. Langar að vera svoooo faglegt og skynsamt, en svo fara tilfinningarnar alveg með allt í steik!
En það þýðir ekki að berja sig niður fyrir það, ekki að ergja sig eða gremjast. Eins og í öllu tökum við daginn í dag fyrir, einn dag í einu. –
Þetta tekur allt sinn tíma, og allir ná að jafna sig með tíð og tíma EF unnið er úr tilfinningunum, þær viðurkenndar og við viðurkennum að við erum ófullkomin og getum gert mistök. –
Við þurfum að taka ábyrgð á eigin líðan og hætta því sem kallað er „blaming game“ – eða að lifa í ásökun eða píslarvætti. –
Lausn eftir skilnað felst m.a. í því að fara að lifa eigin lífi, en ekki lifi fyrrverand maka. – … En sýndu þér skilning, farðu í gegnum tilfinningarnar – í gegnum sorgarferlið sem verður með því þroskaferli. –