Sárindi sannleikans ..

„Sannleikurinn frelsar þig, en fyrst um sinn getur það sem þú uppgötvar valdið þér vanlíðan“ …

 

 

Hvað þýðir þetta?

Það getur þýtt margt, en ein túlkunin er sú að við höfum stundum lifað í blekkingu, eða í vankunnáttu.  Vankunnáttan er sú að við teljum að allir aðrir en við sjálf stjórni eða eigi að stjórna því hvernig við lifum og hvernig okkur líður. –

Þegar sannleikurinn er opinberaður, þ.e.a.s. að við sjálf höfum miklu meira um það að segja hvernig okkur líður,  þá er það sárt.  Það er sárt að vita að maður hafi leyft einhverjum að koma illa fram við sig, eiginlega boðið upp á það í sumum tilfellum.  Það er sárt að átta sig á því að við sjálf höfum látið bjóða okkur upp á eitthvað sem okkur var alls ekkert bjóðandi.  Að við höfum gefið afslátt af sjálfsvirðingunni, að við höfum hreint út sagt ekki virt okkur, elskað né samþykkt okkur eins og við erum.

Þegar þessi uppgötvun er gerð,  förum við oft í það að berja okkur í hausinn og segja „ég er nú meira fíflið“ – en það er auðvitað ekki leiðin út úr vankunnáttunni,  það er bara til að auka hana.

Leiðin er að fyrirgefa sjálfum/sjálfri sér fyrir að vita ekki betur, kunna ekki  – enda kannski aldrei búin að læra það eða fá vitneskju um það fyrr. –

Leiðin er að sætta sig við að vera ófullkomin,  leiðin er að  elska sig og virða,  jafnframt að samþykkja sig í staðinn fyrir að hafna sér. –

Leiðin er að koma fram við sjálfa/n sig eins og við myndum koma fram við þá manneskju sem við viljum allt hið besta í lífinu. –

Fæst okkar myndu tala við vini sína eins og við tölum stundum við okkur sjálf.  –

Íhugaðu aðeins eigið sjálfstal.

….

Hversu oft hrósar þú þér eða þakkar þér fyrir það sem þú gerir?  Gerir þú einhvern tímann nóg,  eða nógu vel? –

Við þurfum að taka ábyrgð á eigin lífi,  ekki með niðurbroti á eigin sjálfi, ekki með því að stunda ásakanir í annarra garð eða vera upptekin af lífi annarra.

Ég lifi mínu lífi og þú lifir þínu lífi.  Um leið og við förum að lifa lífi annarra erum við farin að fjarlægjast okkur sjálf. –

Okkar einlægi ásetningur þarf að snúa að innri sátt, gleði, friði og kærleika.  Svoleiðis verðum við besta eintakið af okkur sjálfum og svoleiðis getum við gefið af okkur.

Sannleikurinn er sár,  hann er sá að við höfum lifað fjarri okkur allt of lengi.  Verið upptekin hvað aðrir eru að hugsa, hvað aðrir hafi nú gert okkur,  hvað aðrir eru ómögulegir og ef að aðrir hefðu ekki verið svona og hinsegin væri lífið öðru vísi.

Sárindin eru þau að við höfum e.t.v. lifað við aðstæður þar  sem okkur fannst við ættum ekkert gott skilið.  Þegar við höfum lélegt sjálfsmat þá teljum við okkur trú að við eigum ekkert betra skilið, stundum meðvitað en oftast ómeðvitað. –

Allir eiga allt gott skilið, en eina manneskjan sem getur tryggt það ert þú sjálf/ur.

Við getum valið viðhorf,  við getum valið sjónarhorn.  Það getur vel verið að við kunnum það ekki í dag,  en við getum þá valið að leita okkur hjálpar við að breyta sjónarhorni okkar.

Algengasta dæmið um það er það hvort við sjáum glasið hálffullt eða hálftómt. –

Það getur kostað átök og sárindi að breyta frá lygi yfir í sannleika, en auðvitað er það sannleikurinn sem frelsar.

Til að breyta þurfum við að vakna,  það að vakna getur verið eins og að fæðast til nýs lífs og fæðingu fylgja átök og sársauki.

Líka grátur – en síðan GLEÐI.

 

 

 

 

 

 

 

2 hugrenningar um “Sárindi sannleikans ..

  1. Bakvísun: Hvort er það rauða eða bláa pillan? .. | johannamagnusdottir

  2. Bakvísun: Fimm sjálfshjálparráð úr Biblíunni | JÓHANNA MAGNÚSDÓTTIR,

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s