Grátum, fyrirgefum, lærum og höldum áfram … tímalausar lexíur

  1. Fegurðin kemur innan frá. –  Þú verður aldrei eins falleg/ur og ég.  Þú getur aðeins verið eins falleg/ur og þú.  Við verðum ekki falleg með því að reyna að verða falleg.  Við verðum falleg með því að finna fegurðina sem þegar er til staðar innra með okkur.
  2. Þjáningin hefur tilgang. –  Þjáningin kemur ekki inn tilgangslaust inn í líf okkar. Hún er merki þess að eitthvað í lífinu þarf að breytast. Þessi breyting tekur á.  En munum, að það er ekki að þeir sem sterk eru kikni aldrei,  eða þurfi að taka andann á lofti.  Það er þannig að þó þau kikni taka þau annað skref og haldi áfram að anda.
  3. Það er til rétt fólk fyrir þig og rangt fólk fyrir þig. –  Það er falskt fólk, og svo eru sannir vinir og vinkonur.  Það eru þau sem slíta úr þér hjartað, og svo þau sem setja það á sinn stað aftur. Þú getur valið með hverjum þú verð tíma þínum.  Sannir vinir hafa heiðarlegt hjarta,  og munu leggja lykkju á leið sína til að hjálpa þér þegar þú þarft mest á þeim að halda. Haltu þig við fólkið sem bregst þér ekki og heldur loforð sín.  Það er ekki hægt að falsa það.
  4. Það sem þú veitir athygli vex. – Ekki láta neikvæðnina vaxa með þér.  Ekki láta biturðina stela sætleika þínum.  Haltu á lofti því sem þú elskar í staðinn fyrir að gefa því rými sem þér líkar ekki.  Þegar þú velur að veita athygli því sem þú elskar,  endar þú með því að finna meiri gleði og elsku í lífi þínu.
  5. Það sem þú byrjar ekki á í dag klárar þú ekki á morgun. – Það eru sjö dagar í viku og „one day“ er ekki einn af þeim. Spurðu þig hvað þú ætlar að gera í dag sem færir þig nær þeim stað sem þig langar að vera á morgun.
  6. Stundum er erfitt að fara að eigin ráðum. – Þú veist hvað þú þarft að gera,  en þú virðist ekki samþykkja þína eigin góðu dómgreind.   Þú hefur sagt það sama við aðra, en að hlusta á eigin ráð er átak.  Þess vegna eru vinir ómetanlegir. Vegna þess að stundum þarftu bara að heyra hlutina frá öðrum en sjálfum þér.
  7. Þú getur ekki lifað lífi þínu eingöngu fyrir annað fólk. –  Þegar þú skrifar ævisögu þína, ekki láta einhvern annan halda á pennanum.   Þú verður að gera það sem er rétt fyrir ÞIG,  jafnvel þó að fólkið sem þú elskar samþykki ekki drauma þína.  Lifðu lífi þínu þannig að þegar komin er stund til að spyrja í hvað tíminn fór, getir þú svarað: „Hann fór í dýrðlegar stundir sjálfsuppgötvana, í leit mína að ástríðu, að vinna að verkefnum sem ég upplifði sem leik, í að standa með því sem ég hef trú á, og að rannsaka þessa dásamlegu veröld af opnu hjarta.  Tími minn fór í það að lifa MíNU lífi!“
  8. Fyrirgefning er fyrsta skrefið að bata. –  Stundum fyrirgefum við fólki, ekki vegna þess að það eigi fyrirgefningu skilið; heldur vegna þess að það þarf á henni að halda,  við þurfum á henni að halda og við getum ekki haldið áfram án hennar. Grátum, fyrirgefum, lærum og höldum áfram.  Láttu tár þín væta vaxtarfræ framtíðar þinnar og hamingju.
  9. Það sem þú trúir verður raunveruleiki. –  Það sem þú trúir hefur meiri áhrif en það sem þig dreymir, óskar eða vonar.  Þú verður það sem þú trúir að þú verðir.  Jafnvel þótt þú getir ekki stjórnað öllu sem gerist, getur þú stjórnað viðhorfi þínu til þess sem gerist.  Og í því,  munt þú ráða breytingunum í stað þess að breytingarnar ráði yfir þér.  („Faith it till you make it“ ;-))
  10. Að ná árangri er sjaldnast auðvelt, en ávallt þess virði. – Þeir sem hafa náð að upplifa drauma sína vita að það krefst viljastyrks og þrautseigju.  Það felst í því að gefa ekki upp von þegar hjartað hefur fengið nóg, og gefa jafnvel enn meira þegar hugur og líkami vilja gefast upp.  Já, hvert skref getur virst erfiðara,  en útsýnið af toppnum er óborganlegt, og vel þess virði að þrauka ferðalagið til að komast þangað.

Endursagt frá:

Marc and Angel Hack Life.


Heimild: http://positive-thoughts.typepad.com/positive-thoughts/2012/10/timeless-lessons-everyone-learns-eventually.html

Ein hugrenning um “Grátum, fyrirgefum, lærum og höldum áfram … tímalausar lexíur

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s