Næsta verk eftir að ég lauk við að skrifa og birta pistilinn „Og vitið til að greina þar á milli“ .. var að fara í pósthólfið mitt, en þar fæ ég senda speki frá náunga sem heitir „Wes Hopper“ .. Það má eiginlega segja að það sé framhald af mínum pistli, en mér þykja skilaboðin frá Wes hitta beint í mark: (Ath. það sem er skáletrað er mín viðbót).
„One pill makes you larger,
and one pill makes you small.
But the ones that Mother gives you,
don´t do anything at all.“
„Ein pilla stækkar þig,
og önnur pilla minnkar þig.
En þær sem Mamma gefur þér,
gera þér ekkert gagn.“
Grace Slick, „White Rabbit“
Wes Hopper segir síðan:
„Það er stórkostlegt hversu hægt er að finna brot af mikilli speki á hinum óvenjulegustu og ólíklegustu stöðum. Í þessu tilfelli, í upphafstexta sýrurokklags frá 1967.
Ég hef verið að skrifa um farangurinn sem við tökum með okkur frá æskuárunum, farangur í formi hugmynda sem við höfum um fjölskylduna okkar. Þetta eru hugmyndirnar sem hefta okkur og tengja við „reglur“ sem gilda innan okkar fjölskyldu.“ (Dæmi: að halda öllu leyndu innan fjölskyldunnar, „svona gerum við ekki í okkar fjölskyldu“ gæti einhver sagt.). „Þetta eru reglurnar sem hindra okkur oft í að finna sjálfsmynd okkar eða átta okkur á því hver við raunverulega erum.“ Því að við erum að sjálfsögðu ekki mamma, pabbi o.s.frv.
„Við getum rannsakað þetta og prófað okkur áfram, og við munum komast að því að sumt stækkar líf okkar en sumt minnkar það eða dregur það saman. En ef við sitjum föst með sögu fjölskyldunnar, sögurnar sem Mamma gaf okkur „the ones that Mother gives you,“ munum við vera föst í fjölskyldudramanu og aldrei vaxa.
„Sama líking var notuð 32 árum síðar í myndinni „The Matrix“ – Morfeus leyfir Neo að velja á milli tveggja pilla – eina sem færir honum öryggi, vel þekktan raunveruleika sem hann hefur áður upplifað, og annan sem leiðir hann út í hið óþekkta, sannleikann.“
„Hvort verður það, Neó? Rauða pillan eða bláa pillan?“
(þetta hefur ekkert með pólitík að gera ;-))
„Báðar líkingarnar gefa það í skyn að sá möguleiki sé fyrir hendi að allt sem við héldum að við vissum um lífið sé byggt á röngum forsendum, og getur það, að sjálfsögðu, virkað mjög óþægilegt í fyrstu. En léttirinn verður mikil þegar við sjáum skýrt með nýjum augum.“
(Nú væri freistandi að setja inn lagið „I can see clearly now, en bendi fólki bara á það á youtube!)
Wes segir frá því að fólkið sem leitar hjálpar hjá honum sé iðulega að „díla við“ pillurnar sem mamma þeirra gaf þeim.
„The ones that Mother gave you“ ..
„Við verðum að endurskoða hugmyndir okkar og trú – um allt.
Um okkur sjálf og hæfileika okkar, um heiminn og réttlæti hans og ranglæti, um það sem við getum og getum ekki gert, og um hvort við erum þess virði að ná árangri.
Fyrir hverja hugmynd eða trú spyrðu einfaldlega, „Hvað ef þetta er ekki satt?“ Lýstu svo svarinu við þeirri spurningu. Hvað myndi breytast. Gerðu þetta eins oft og þú þarft.“
(Dæmi um algengar ranghugmyndir er t.d. að við teljum okkur heimsk, við teljum okkur ekki nógu góð, dugleg, eða eiga neitt gott skilið, þetta er ekki árás á mömmur, mömmur gera sitt besta, en stundum kunnum við mömmur ekkert endilega allt og hvernig við hvetjum börnin til dáða og leyfum þeim að vera þau sjálf.
Förum hvorki að ásaka okkar mæður, eða okkur sjálfar (feður mega líka taka þetta til sín og „mamma“ er nokkurs konar erkitýpa fyrir söguna okkar eða þá sem hafa mótað okkur, gæti verið, pabbi, amma, afi eða aðrir fjölskyldumeðlimir, en merkilegt nokk, þá eru ansi margir að glíma við samskipti við móður, og eflaust vegna þess að mamma var og er oft meira „dóminerandi“ hvað uppeldi varðar og hefur meiri áhrif, pabbinn var (og stundum er) sá sem er meira til hliðar) þurfum aðeins að átta okkur á að í sumum tilfellum erum við e.t.v. spegilmyndir formæðra/ forfeðra okkar. Það sem lært er er saga, og við tölum og lifum samkvæmt þessari gömlu sögu og hugmyndafræði, þegar í boði er nýtt líf sem við sjálf).
Svo hvað verður það? Rauða pillan eða bláa pillan?
Hægt er að lesa nánar um sannleikann og sársaukann í þessum pistli: