Að setja sér markmið og skora ..

„The trouble with not having a goal is that you can spend
      your life running up and down the field and never score.“

        Bill Copeland
Þetta fékk ég sent í tölvupósti og eftirfarandi  (skáletraðan) texta fékk ég líka í tölvupósti frá náunga sem heitir Wes Hopper,  hann skrifaði mér reyndar ekki á íslensku (merkilegt nokk!) en ég hef þýtt það sem hann skrifaði og tek það til mín og langar að deila.
Er markmiðalistinn svona mikilvægur? –   Það er a.m.k. þekkt í sölumennsku að þeir sölumenn sem setja sér skrifleg markmið ná að meðaltali 70% meiri árangri en aðrir.   Hvers vegna ætti það ekki að eiga við annan árangur í lífinu.
Mér finnst þó mikilvægt í þessu sambandi að við munum að það er til eitthvað sem má greina í ytri og innri markmið.
Ytri markmið væri að eignast hús,  ná prófi,  eignast maka o.s.frv.
Innri markmið eru að fá lífsfyllingu og innri frið,  því að sama hveru miklum árangri við náum í ytri markmiðum – að ef við erum ekki sátt innra með okkur,  verðum við aldrei „södd“ af ytri markmiðum.
En vegna þess að lífið er svo skemmtilega flókið,  en um leið einfalt,  þá vinna ytri og innri markmið saman.  Þ.e.s.s.  með „sól í hjarta“ eða sátt er líklegra að við náum ytri markmiðum,  og e.t.v. hjálpar það að ná ytri eitthvað að ná innri,  en sjaldnast eitt og sér.  –
En hér er það sem Wes Hopper skrifar:

Taktu fram markmiðalistann þinn fyrir vikuna svo þú getir séð hvort þú ert að gera eitthvað af þessum þremur mistökum hvað markmið varðar.  

Ó,  áttu engan markmiðalista? – Það eru mistök #1  Hvernig veistu ef þér er að miða áfram ef þú hefur engin viðmið?  Langflestir sem hafa náð árangri hafa skrifað markmið sín niður.

Lítur markmiðalistinn þinn (reiknum með að þú búir hann til) út eins og verkefnalisti?  Það eru mistök #2

Það er ekkert að því að hafa svona „túdú“ lista,  en öflugur markmiðalisti er sterkari.  Markmiðin eru þess eðlis að ná einhverju fram – ekki bara verkefni sem þú  þarft að klára eða gera.

Ný markmið þurfa að vera mælanleg, en sumir setja sér svo stór og langsótt markmið og eru það mistök #3  að þau eru frekar svona eitthvað sem þú vilt láta minnast þín fyrir eftir þinn dag.

Það er gott að vita hvað maður vill, en stundum er erfitt að mæla framganginn. Svo settu þér markmið á leiðinni sem þú getur mælt og merkt við sem búið um leið og þú nærð þeim fram.

 Wes Hopper segir  „No goals – no glory“ ..  

Getum við nokkurn tímann skorað ef markið er ekki fyrir hendi?   Úr því við erum komin í fótboltalíkingamálið, – hverjir eru mótherjarnir í þínu lífi, varnarmenn, markmaður og hver er það sem hindrar að þú skorir?

Image

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s