Verum hamingjusamari: 10 hlutir sem við ættum að fjarlægja úr lífi okkar

Be Happier: 10 Things to Stop Doing Right Now“ –  endursögn á pistli Jeff Hadens.

(Ath!  þetta er ekki bein þýðing,  heldur endursögn og ég bæti líka við frá eigin brjósti ;-))

„Stundum skiptir meira máli fyrir hamingju okkar hvað við gerum ekki en það sem við gerum.“

sad and happy smiley face cupcakes

„Hamingjan, hvort sem um ræðir í viðskiptum eða einkalífi byggist oft á því að draga frá en ekki það að bæta við.

Íhugaðu, til dæmis, hvað gerist þegar við hættum að gera eftirfarandi hluti:

1. Hættu að kenna öðrum um – finna sökudólga.

Fólk gerir mistök.  Starfsmenn mæta ekki alltaf væntingum þínum.   Byrgjar koma of seint með vörurnar.

Það skapar vandamál og við kennum þeim um vandamálið.

En hvað ef þú lítur í eigin barm og skoðar hvar þinn hlutur liggur í ferlinu?  Kannski þjálfaðir þú ekki starfsmanninn þinn nógu vel eða gafst nógu skýr skilaboð?  Kannski ertu að skipta við rangan birgja eða pantaðir of seint?“

Tökum þetta yfir á persónulegt svið,  t.d. um samskipti milli hjóna eða sambýlisfólks,  maki þinn kemur oft seint heim,  hann uppfyllir ekki væntingar þínar eins og þú hefðir óskað þér,   hann stundar sínar íþróttir en þú kemst aldrei í þínar o.s.frv.  –  Í staðinn fyrir að hefja ásakanir eða kenna honum um þína vansæld,  hvað getur þú gert? –  Gefið skýrari skilaboð um hvað þú vilt? –  Sett skýrari mörk þannig að hann upplifi afleiðingar af því t.d. að mæta of seint?    Hvernig á maki þinn að vita hvað þú vilt ef þú segir það ekki?

„Það að taka ábyrgðina þegar hlutirnir ganga ekki upp í stað þess að kenna öðrum um er ekki  sjálfspíslarháttur (masókismi)  heldur ætti það að gefa okkur tækifæri til að setja fókusinn á að gera hlutina betur eða sjá fyrir hvernig hægt er að gera þá á gáfulegri máta.

Þegar við verðum klárari, verðum við líka ánægðari.

2. Hættu að sækjast eftir viðurkenningu.

Engum líkar betur við ÞIG vegna fatanna þinni, bílsins, eignanna, titilsins eða vegna þess sem þú hefur áorkað.  Það eru allt „hlutir“  Það getur verið að fólki líki það sem þú hefur gert eða hlutirinir þínir – en það þýðir ekki að því líki við ÞIG.

Vissulega gæti það virst svo á yfirborðinu. Samband byggt á yfirborðsmennsku – er ekki byggt á góðum grunni og því ekki raunverulegt samband.“

Samband byggt á hlutum og því sem við gerum er samband byggt á sandi en ekki bjargi.

Raunverulegt (ekta) samband gerir þig hamingjusamari, og raunverulegt eða ekta samband verður til þegar þú hættir að reyna að ganga í augun á hinum aðilanum til að fá viðurkenningu og byrjar að reyna að vera þú sjálf/ur.“   (Hér myndi ég bara taka út orðið „reyna“ – verum bara við sjálf ;-)) .

3.  Hættu að vera háð fólki, stöðum o.s.frv.

Þegar við erum hrædd eða óörugg,  þegar við höldum fast í það sem við þekkjum,  jafnvel þegar við vitum að það er ekki sérstaklega gott fyrir okkur.

Fjarlægð við ótta og óöryggi skapar ekki hamingju: Það er bara fjarlægð við ótta og óöryggi.

Að halda í það sem við teljum okkur  þarfnast  gerir okkur ekki hamingjusamari;  að sleppa tökunum svo við höfum frjálsar hendur til að  teygja okkur í það sem við viljum gerir það.

Við verðum að sleppa hinu óæskilega til að hafa lausa hendi fyrir hið æskilega.

Jafnvel þó okkur takist ekki að eignast það sem við viljum, mun framkvæmdin við að reyna að gera það láta okkur líða betur.

(„Ekki gera ekki neitt“)

4. Hættu að skipta þér af.  (Vera beturvitrungur)

Að skipta sér af er ekki bara dónalegt.  Þegar þú truflar einhvern eða gefur óumbeðin ráð, ertu í rauninni að segja, „Ég er ekki að hlusta á þig til að ég geti skilið þig,  heldur „Ég er að hlusta á þig svo ég geti ákveðið hvað ég geti ákveðið hvað ÉG ætla að segja.“

Langar þig til að fólki líki við þig? – Hlustaðu þá á það sem það er að segja.  Veittu spurningum þeirra athygli.   Spyrðu spurninga svo þú skiljir hvað það það segir.

Það mun virða þig fyrir það og þú munt njóta þess hvernig það lætur þér líða.

5. Hættu að kvarta og kveina.

Orð þín hafa mátt, sérstaklega yfir þér.  Að kvarta eða kveina yfir vandamálum þínum lætur þér líða enn verr.  Ekki betur.

Ef eitthvað er að, ekki eyða tímanum í að kvarta. Settu orkuna í það að gera ástandið betra.  Þú verður að stoppa einhvern tímann, nema að þú viljir kvarta til eilífðar.  Hvers vegna að eyða tímanum.  Lagaðu það núna.

Ekki tala um það sem er EKKI í lagi.  Talaðu um hvernig þú munt gera hlutina betri,  jafnvel í samræðum við sjálfa/n þig.

Gerðu það sama við vini og vandamenn.  Ekki aðeins vera öxlin sem þeir gráta á.

Vinir ýta ekki undir kveinstafi vina, vinir hjálpa til að gera lífið betra.

(Ath! hér er ekki verið að tala um að byrgja inni vanlíðan, endilega losa um það sem er að angra þig,  en það er nóg að gera það einu sinni og gera það þá VEL, hágrenja yfir því,  en ekki kvarta og kveina endalaust yfir sama hlutnum og gera ekkert í því,  það fá allir nóg af þér og ekki síst þú sjálf/ur)!

6. Hættu að stjórna.

Já,  þú ert stjórinn.  Ert risinn í iðnaðinum.  Já,  þú ert litla skottið sem vaggar stórum hundi.   Samt sem áður, er það þannig að það eina sem þú raunverulega stjórnar ert þú sjálf/ur.  Ef þú upplifir að þú sért að reyna á fullu að stjórna eða stýra öðru fólki, hefur þú ákveðið að þú, þín markmið, þínir draumar, eða jafnvel þínar skoðanir séu mikilvægari en þeirra.

Fyrir utan það, að stjórnsemi er alltaf skammtímalausn, því hún þarfnast oft krafts, eða ótta, eða yfirvalds, eða einhverja tegund af þrýstingi – ekkert af þessu lætur þér líða vel með sjálfa/n þig.

Gangtu samferða þeim sem vilja ganga með þér.  Þeir vinna betur, skemmta sér betur og skapa betri viðskipti og betri persónuleg sambönd.

Allir verða hamingjusamari.

(Ath! Stjórnsemi er lúmskt „tæki“ hún getur litið út sem góðmennska í þinn garð,  einhver gefur þér eitthvað en þú veist að viðkomandi þarf að fá launað,  stjórnun getur verið í formi samviskustjórnunar, vorkunnarstjórnunar, valdstjórnunar o.fl.

Dæmi um samviskustjórnun: „Ég trúi ekki að þú svona yndisleg manneskja ætlir ekki að gera þetta fyrir mig“…(Það sem verið er að segja:  „Ef þú gerir ekki það sem ég bið um ertu vond“)

eða þú segir við barnið þitt með vandlætingartóni:

„Takk fyrir að taka úr uppþvottavélinni“ .. en það gerði það ekki, – þú stingur það með „samviskupílum“ þannig að því líði illa og þannig stjórnar þú líðan þess.  Allir tapa í svona samskiptum.

Dæmi um vorkunnarstjórnun: „Mér líður svo illa – pabbi þinn/mamma þín er svo vond/ur við mig“..   (Það sem verið er að segja; „ég er svo góð/ur stattu með mér en ekki honum).

 

7. Hættu að gagnrýna.

Já, já, þú hefur meiri menntun.  Já, já, þú hefur meiri reynslu.  Já, já, þú hefur klifrað fleiri fjöll og ferðast víðar og drepið fleiri dreka!

Það gerir þig ekki gáfaðri, betri eða með betra innsæi.

Það gerir þig bara þig: einstaka/n,  ósambærilega/n o.s.frv., en þegar upp er staðið, ert það alltaf þú.

Einstaka/n, eins og allir aðrir eru, eins og starfsfólkið þitt er,  vinir, maki o.s.frv.

Just like everyone else–including your employees.

Allir eru öðruvísi;  ekki betri eða verri, aðeins öðruvísi. Virðum fjölbreytileikann í stað þess að horfa í það sem vantar upp á og þú munt sjá fólk, og þig sjálfa/n í betra ljósi.

8.  Hættu að prédika.

Gagnrýnin á systur.  Hún heitir Prédikun.  Þær eiga sömu móður sem heitir:  Dómharka.

Þess hærra sem þú ríst og áorkar í lífinu,  þess líklegri ertu til að halda að þú vitir allt – og að þú segir fólki frá öllu sem þú veist.

Ef þú talar meira af yfirborði en einlægni, heyrir fólk en hlustar ekki.  Fátt skilur þig eftir sorgmæddari og lætur þér líða ver.

9. Hættu að dvelja í fortíð.

Fortíðin er verðmæt.  Lærðu af mistökum þínum.  Lærðu af mistökum annarra.

Slepptu síðan.

Auðveldara að segja en að gera?  Það fer eftir stefnu þinni.  Þegar eitthvað slæmt gerist fyrir þig,  sjáðu það sem tækifæri til að læra eitthvað sem þú vissir ekki áður.  Þegar einhver annar gerir mistök, sjáðu það sem tækifæri til að sýna góðmennsku, fyrirgefningu og skilning.

Fortíðin er bara þjálfun; hún skilgreinir þig ekki.  Hugsaðu um hvað það var sem klikkaði, en aðeins með þeim forsendum að þú tryggir, að næst kunnir þú og fólkið í kringum þig að hlutirnir fari rétt fram.

(Það er mikilvægt að viðurkenna fortíð, viðurkenna ef það eru sár þar, fara í skoðunarferð um hana en ekki reisa sér hús í fenjasvæði fortíðar).

10. Hættu að óttast.

Við erum öll hrædd:  við það sem gæti gerst eða gæti ekki gerst, við það sem við getum ekki breytt, eða það sem við munum ekki geta gert, eða við það hvernig aðrir gætu séð okkur.

Það er því betra að hika,  bíða eftir að rétta stundin renni upp, til að ákveða þurfum við að hugsa örlítið lengur eða gera fleiri athuganir eða að kanna fleiri möguleika.

Á meðan, líða dagar, vikur, mánuðir, og jafnvel heilu árin líða fram hjá okkur.

Það gera draumar okkar líka.

Ekki láta ótta þinn halda aftur af þér.  Hvað sem þú varst að skipuleggja, hvað sem þú varst að ímynda þér,  hvað sem þú varst að láta þig dreyma um, byrjað á því í dag.

Ef þú vilt byrja á einhverju viðskiptatækifæri,  taktu fyrsta skrefið. Ef þú vilt breyta um starf,  taktu fyrsta skrefið. Ef þú vilt breyta eða gera eitthvað nýtt, taktu fyrsta skrefið.

Leggðu ótta þinn til hliðar og byrjaðu.  Gerðu eitthvað.  Gerðu hvað sem er.

Annars, er dagurinn farinn.  Þegar morgundagurinn er risinn, er dagurinn í dag týndur að eilífu.

Dagurinn í dag er þín dýrmætasta eign,  þinn eigin dagur,  og er það sem þú ættir helst að óttast að eyða.

Við þetta má bæta að hugurinn flytur okkur hálfa leið, og breytt hugarfar er alltaf fyrsta skrefið að breytingum.  Ekki fara í panik að við séum ekki að „gera eitthvað“ –  byrjum á að stilla stefnuna – og stóra skrefið er e.t.v. að fara að tileinka okkur eitthvað af þessum punktum hér að ofan.

En umfram allt:

Lifum heil og njótum dagsins.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s