Fléttur og baldursbrár …

Sjö ára lá ég og kúrði með stóru systur,  með teygjur í hárinu með baldursbrám. – Við grétum pabba sem hafði drukknað á Spáni í fríinu með mömmu.  Hann var fjörutíuogeins.

Fimmtíuogeins lá ég og kúrði með manninum mínum,  mér fannst ég enn vera með flétturnar í hárinu og baldursbrárnar.  –  Ég grét dóttur mína.  Hún var þrjátíuogeins.

Þessi grátur fléttaðist saman og varð að einum,  ég varð barn og fullorðin á sama tíma.  Ég þarf að binda utan um þetta með baldursbrá.

Bíð eftir vori,  þegar grasið fer að spretta og grænka á ný og Baldursbrár vaxa og dafna í sól og regni,  oft á skrítnum stöðum eins og ég hef séð á göngutúrunum í Vesturbænum.

Þær koma á óvart,  koma með vorinu í hjartanu.

acceptance

 

 

7 hugrenningar um “Fléttur og baldursbrár …

  1. Ég sendi þér faðmlag og styrk í huganum, innilegar samúðarkveðjur. Það er erfitt að setja sig í spor þeirra sem misst hafa börnin sín, nema þeir sem reynt hafa, en tilhugsunin nýstir inn í merg og bein. Lífið er stundum svo ósanngjarnt, skilur okkur eftir með spurningar um tilgang, spurningar sem við getum ekki svarað. Eina sem við getum gert er að bíða eftir vorinu …..

  2. Elsku Jóhanna það skilur engin hvernig þér líður nema sá sem hefur sjálfur misst barnið sitt,sagt er að mesta sorgin sé að missa sitt eigið barn,guð gefi þér styrk!

  3. Stundum er þetta líf of erfitt til að lifa því. Að missa barnið sitt er erfiðara en allt annað í þessu lífi og ætti ekki að leggja á nokkurt foreldri. þetta er svo andsnúið öllum náttúrulögmálum. Sendi hjartaknús á þig og þína. Hef verið og er enn í þessum sporum.
    Lilja Hannesdóttir

  4. Bakvísun: Mest lesið á árinu 2013 | johannamagnusdottir

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s