Þegar hið óhugsandi varð óbærilegt ..

Hluti af eftirfarandi skrifumi er endursögn af enskum texta sem ég fann eftir móður sem hafði misst son sinn 35 ára. –  Maður leitar ósjálfrátt að lýsingarorðum yfir tilfinningar sínar og leitar í þá merkilegu huggun að einhver skilji hvað á gengur í sálartetrinu við þær aðstæður að missa barnið sem þú hefur alið af þér.  Framtíðardraumar þeir sem innihéldu son þinn, eða dóttur þína, hrynja eins og spilaborg og það þarf að byggja upp á nýtt. –

Og ég þekkti framtíðardrauma Evu Lindar,  því síðast í lok nóvember sátum við saman yfir kertaljósi og hún skrifaði upp drauma sína, hvers hún óskaði og hvar hún vildi vera stödd eftir ár.  Hennar draumar,  voru líka mínir draumar henni til handa,  því foreldra dreymir um hamingju fyrir börn sín,  hamingju og heilsu.

Heimsmyndin riðlast,  það brakar og brestur í grunninum.

„Þú kvaddir þessa jarðvist og það sem virtist óhugsandi varð  óbærilegt. –

Ég finn mig svamla í framandi vatni sem er djúpt, dimmt og ógnandi.  Ég reyni að halda mér á floti, en þá kemur þung alda sorgar af stærðargráðu sem er ómælanleg.   Ég sogast niður með henni, og ég gef eftir því ég veit ég ræð ekki við hana.  En þegar ég á ekkert loft eftir í lungunum sleppir hún mér og ég flýt upp á yfirborðið á ný,  tek andköf,  er lifandi.  Ég ætti að vera þakklát,  en þegar ég skima eftir þér ertu horfin og ég finn tómleikann nísta.

Hjarta mitt er brostið.

Það er liðin vika,  það er liðin lífstíð.“

En ég er ekki ein.

—-

“When it is dark enough, you can see the stars.” – Charles Beard

Fyrirlestrar_lífshamingjan

7 hugrenningar um “Þegar hið óhugsandi varð óbærilegt ..

  1. Þú ert ekki ein – meðlíðan og huggunarorð koma til þín úr ýmsum áttum, en sorgin dvelur í húsi þínu, sár og þung um sinn -en svo birtist ein og ein stjarna í myrkrinu….og kannski getum við hin sent þér og þínum nánustu örlitla birtu. Guð gefi þér æðruleysi og þolgæði. Kveðja, K. Hulda G.

  2. Bakvísun: Mest lesið á árinu 2013 | johannamagnusdottir

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s