REIÐIN
Ég var að kafna
þurfti loft
Gekk upp Túngötuna
Í átt að kirkjunni
Nei ekki Landakoti
Langaði að brjóta rúðu
En sá þá týru í kirkjugarðinum
á Hvanneyri
rest af ljósi frá jólunum sem aldrei komu
Klifraðii inn í garðinn og sagði
í hverju skrefi:
„Hjálp, Hjálp, Hjálp, Hjálp …. “
og
„Helvítis, Fokking Heimur“ ..
braut því á bergmáli lífsins
Langaði að hitta draug
sem beindi fókusnum af reiðinni
en ég horfði upp í himininn
hann var dökkur en fagur
stjörnur og skýjabólstrar
myndaði skýið hjarta?
það fallegasta sem ég hafði séð
þann daginn
fyrir utan marsípanhjartað
sem beið heima á eldhúsborði
Takk
Kærleik til þín
Milla