Lífið er púsluspil ….

Púsluspil eru ólík og misflókin.  Einfaldasta púslið eru tvö stykki,  en það getur verið stór mynd á þessum tveimur púslum.  Svo er hægt að púsla úr mörgþúsund púslum, og það getur verið flókið og tímafrekt.

Enginn veit hvenær þeirra lífsins púsluspil er fullklárað,  en við finnum fljótt hvort það er flókið eða einfalt.  Stundum er flókið púsl okkur ofviða.

Við prófum oft að púsla fólki inn í okkar púsluspil,  við leggjum það við og það er sérlega ánægjulegt þegar púslin smella vel saman, en stundum passa þau bara alls ekki við – en sumir eru þrjóskir og fara að þrýsta púslunum saman,  –  ekki er hægt að breyta flipanum á púslinu eða klippa hann til þó margir haldi það,  til að það passi.

En fyrst og fremst erum við hönnuðir að eigin púsluspili.  Við tökum nýtt þegar við erum tilbúin og bætum í og stundum er kannski einhver „meistari“ sem bætir inn í hjá okkur.

Það er bara ákveðinn fjöldi púsluspila í hverju lífi og því fáum við ekki breytt.  En við fáum ekki að vita fyrirfram hversu mörg þau eru.

Þau eru ekki eins mörg og árin,  heldur eins og atburðirnir sem skipta máli eru margir.  Og þeir eru yfirleitt margir.

Svo, fyrr en varir er púslið tilbúið og þá er spurnig hvort að við hvolfum því við og byrjum nýtt eða bara stingum því svona inní skáp? –

Stundum er betra að bæta í púslið ef við höfum yfirsýn yfir það allt,  líka fyrstu púslin sem koma í bernskunni,  en margir hafa týnt bernskunni,  þ.e.a.s. þeir eru búnir að gleyma eða bæla.  Hún er í sumum tilfellum í móðu.  Sumir bæla meðvitað og aðrir ómeðvitað.   En sterkust erum við þegar við þekkjum okkar púsl, eða æsku,   það segir  hún Pia Mellody, sem skrifar um Breaking free from Co-dependence.

Já,  skemmtilegra að vita „Af hverju“ við erum háð,  af hverju við erum alltaf að kalla eftir elsku og af hverju við getum ekki trúað að við séum elsku verð? –  Þá meina ég svona án þess að gefa gjafir til að vera elskuð.

Sumar gjafir koma hvorki í hörðum né mjúkum pökkum,  þær eru ósýnilegar gjafir og að mínu mati þær mikilvægustu.

Það getur verið að það liggi ekki mörk milli sýnilegu gjafanna og þeirra ósýnilegu vegna þess að sýnilega gjöfin er gefin af ósýnilegri orsök,  að einhverjum þyki svo vænt um einhvern að hann fái löngun til að gefa.

Ekki gefa vegna þess að við „eigum“ að gefa, eða gefa til að vera elskuð,   heldur vegna þess að okkur langar að gefa.

Við getum gefið púsluspil.  😉

stock-photo-hands-and-puzzle-isolated-on-white-background-8482774

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s