Heil og sæl þið sem lesið, – ég hef í boði dagskrá fyrir leikskóla, grunnskóla, háskóla eða fyrirtæki, þar sem ég kynni kjarnaatriði meðvirkni, fjalla um samskipti.
Eftirfarandi er dagskrá sem ég var með á starfsdegi í leikskólanum Andabæ á Hvanneyri, föstudag 1. mars og líkaði það vel, bæði mér og starfsfólki skólans sem tók þátt af einlægni og með opnum hug – og hjarta!
Leiðbeinandi Jóhanna Magnúsdóttir, guðfræðingur og fv. aðstoðarskólastjóri
9:00 – 12:00
Kynning á dagskrá, fyrirlesara og þátttakendum
Hugleiðsla – ljósið tekið inn og „strandarferð“ ..
Að læra og „aflæra“ .. hvað er það og hvers vegna?
Kjarnaatriði meðvirkni? – (Fyrirlestur, spuni og spurningar)
12:00 – 12:45 Hádegishlé
12:45 – 16:00
Hamingjustuðullinn (Fræðsla og spurningar)
Meðvirkni er ekki góðmennska, pistill lesinn og fjallað um meðvirkni og hvar hún kemur fram í lífi eða í kringum einstaklinga.
Jákvæð samskipti: “Þú ert svo neikvæð” .. hvernig get ég látið aðra manneskju vita að mér finnist hún neikvæð án þess að móðga hana? –
Framtíðardagbók og sýn.
Hópeflisæfing
Kynning á „Tapping“ ..
16:00 LOK
—————————————–
Ég get sérsniðið dagskrá (styttri eða lengri) eftir hvaða áherslum er óskað eftir, hópar geta tekið sig saman eða félagasamtök.
Leitið endilega upplýsinga. Tölvupóstur johanna.magnusdottir@gmail.com eða í síma 895-6119 😉 … Tek vel á móti ykkur.