„Sá yðar sem syndlaus er kasti fyrsta steininum“ …
Já, að ógleymdu flísinni og bjálkanum, – að sjá ekki bjálkann í eigin auga fyrir flísinni í auga náunga síns. –
Það eru til mörg orðatiltæki yfir sama hlutinn, þ.e.a.s. að á meðan við erum upptekin í því að dæma náungann erum við að beina athyglinni frá okkur sjálfum, eigin ófullkomleika, syndum eða verkum.
Höfum við lifað svo vammlausu lífi að okkur er stætt að benda á syndir náungans?
Verðum við ekki metin með sama mælikvarða og við notum? –
Erum við ekki að stinga nebbanum í loftið þegar við bendum á náungann og gera okkur æðri, og þá um leið telja okkur betri? Það merkilega við svona hegðun er að hún stafar iðulega af minnimáttarkennd, stundum jafnvel af öfund.
„Af hverju komst þessi upp með þetta en ekki ég?“ .. sama ástæða og oft liggur á bak við einelti. – Það eru iðulega þeir sem skara framúr eða þora að vera öðruvísi sem fá hörðustu dómana. – „Hver þykist þessi vera?“ ..
Ég ætla að taka þessi skilaboð til mín, – þ.e.a.s. að hætta að dæma og um leið að taka dóma fólks ekki persónulega .. það má eiginlega segja um þá: „return to sender“ ..
Ég er ekki fullkomin, og þarf ekki að vera það! … það er gjöf ófullkomleikans 😉