Það eru margar manneskjur sem láta óttann ráða för, óttann við hið óþekkta rekur þær til að velja það sem þær þekkja, jafnvel þó þeim líki það ekkert sérlega vel.
Þetta getur líka átt við í pólitíkinni.
EKKI láta óttann stjórna hvernig þú kýst – láttu hjartað ráða, þannig að ef þig langar að kjósa eitthvað láttu það eftir þér, jafnvel þó það sé eitthvað alveg nýtt ..
Munum eftir fuglunum tveimur sem voru í búrinu og sungu um frelsið – svo var búrið opnað, annar fuglanna flaug syngjandi út en hinn færði sig innar í búrið. –
Hann vissi hvað hann hafði þar.
En var hann glaður? …