Við vitum svarið …

10389999_786286368083030_1179768191775060625_nFlest vitum við svörin, – „já“ eða „nei“ …  en við neitum stundum að trúa okkur sjálfum, eða hlusta á okkar svör, því þau eru of sársaukafull.

Barnið – hið innra reynir að kalla og segja okkur hvað er best fyrir okkur,  en við hlustum ekki á barnið og brjótum þannig á því og það upplifir höfnun.  Við sjálf upplifum skömm fyrir að hafna barninu, hafna innri rödd.

Þetta er vondur staður að vera á.   Við erum orðin bæði gerendur og þolendur.

Sá/sú sem hafnar og sá/sú sem er hafnað …

Anita Moorjani, segir „You are your own guru“ .. en orðið guru þýðir frá myrkri til ljóss.

Þú ert sá eða sú sem leiðir þig í ljósið …

Leiðir þig í sannleikann, og með því að hlusta á barnið hið innra, að veita því athygli ertu að virða barnið.  Gefa því tíma. –

Eins og áður sagði, er ein af ástæðum þess að við afneitum rödd barnsins að það sem það er að segja er vont.  Það snertir okkur tilfinningalega og við erum ekki tilbúin til að fara þangað. – Við þöggum niður í barninu með „snuddu“ – með áfengi, með mat, með því að hlusta ekki.  Við tökum fyrir eyrun og segjum „nananana“ .. en það kemur í okkur ójafnvægi sem við skynjum bæði líkamlega og andlega.

Stundum finnum við annað fólk til að þagga niður í okkar eigin barni, – gefum ábyrgðina á því frá okkur yfir á aðra.  Finnum afsökun fyrir að hlusta ekki á okkar innra barn, – „það er sko honum að kenna“ – eða „það er henna um að kenna“ ..

Í raun græðum við ekkert á þessum „Blaming game“ – annað en firra okkur ábyrgð, og barnið sem þráir ást okkar og virðingu verður fórnarlamb þess að við hlustum á annarra raddir frekar en þess.

Svarið kemur innan frá, þegar við förum að hlusta heyrum við það.  Við förum að lifa innan frá og út í stað þess að lifa utan frá og inn. 

Fjársjóðurinn er hið innra, fjársjóðurinn er í okkar innra barni og við verðum að gefa því tækifæri,  því ef við gerum það ekki særum við það meira og meira.

Þetta barn er á okkar ábyrgð, og þegar við göngumst við ábyrgðinni sýnum við barninu umhyggju, ást og virðingu.

Þetta barn er ég og þetta barn ert þú.

Það er kominn tími til að hlusta.

Það er kominn tími til að lifa í ljósinu.

Tími til að sleppa ytri röddum og öllu sem heldur aftur af frelsi okkar   ❤

Ég veit svarið – og þú veist svarið.

Elsa-Concept-Art-disney-frozen-el-reino-del-hielo-walt-disney-clipart-imagen-promocional-let-it-go-2013

 

 

Elsku unga manneskja …

Þetta bréf er stílað á þig sem íhugar tilgang lífsins og finnst hann jafnvel enginn.  Þetta bréf er stílað á þig sem situr heima og hugsar um allt sem þú getur EKKI gert, og sekkur því dýpra og dýpra niður í „EKKIГ –

Ungar manneskjur eru á öllum aldri, ungar manneskjur sem hugsa um það sem þær geta „EKKI“ gert. – Louise Hay er kona sem er 87 ára ung, eins og hún segir sjálf, en hún hugsar ekki um það sem hún getur ekki, heldur um það sem hún getur.

Hvað ef að tilgangur lífsins er nú að NJÓTA lífsins?  Við fáum oft mótstöðu,  ytri mótstöðu og þá er ekki möguleiki að njóta, en mótstaðan endist sjaldnast að eilífu, og stundum er það okkar að koma okkur úr aðstæðum sem veita mótstöðu.

Hvað þegar ytri mótstaðan er farin og eina mótstaðan sem eftir er er hugarástand þar sem þú hugsar „Ég get EKKI“ –

Það er fórnarlambshugsun, sem þarf að snúast yfir í hugsun sigurvegarans,  því öll erum við, sem drögum andann, sigurvegarar lífsins.  Andardrátturinn er forsenda þess að við lifum.

Þakklæti fyrir lífið er eitthvað sem við megum iðka meira,  – og kannski er það pinku van-þakklæti fyrir lífð að hugsa alltaf um þetta „EKKI“ –

Fókusinn skiptir máli, að hugsa upp, hugsa ljós og hugsa gleði, – hugurinn ber þig hálfa leið og svo þarf að koma sér.  Nei, ekki hugsa „EKKI“ – heldur  Ég GET – ÆTLA – SKAL  o.s.frv. – og svo má bæta við  „Mér þykir vænt um sjálfa/n mig“ –

 

Hægt er að hlusta ókeypis á hana Louise L. Hay á Youtube,  að vísu á ensku, þar sem hún les efni bókarinnar  „I CAN DO IT“

Ég set hlekk á það HÉR

codependent-no-more

Hvernig iðkum við þakklæti?

Hvað er lífsfylling? –

Það hlýtur að fela í sér að við séum sátt og ánægð með það sem við höfum.

Andheiti við lífsfyllingu er lífstóm, ekki að það sé orð sem við notum.

En lífstómið er tómleikatilfinning.  Tilfinning að það vanti eitthvað í lífið, okkur skorti, við söknum o.s.frv. –

Í bók sem heitir „Women, food and God, an unexpected path to almost everything“ – lýsir höfundurinn Geneen Roth því hvernig við reynum stundum að fylla á þetta tilfinningatóm með mat. –

Við getum skipt út þeirri hugmynd með mörgu öðru sem við reynum að nota – en dugar ekki, því við erum að kalla eftir tilfinningalegri næringu en fyllum á með fastri fæðu  eða veraldlegum hlutum af ýmsum toga.

Það sem vantar er oftar en ekki friður, ást, sátt, gleði, – eitthvað andlegt sem ekki er hægt að fylla á með mat.

Hér er komið að þakklætinu.

Þegar við þökkum það sem við höfum, og stillum fókusinn á það, förum við að upplifa meiri fullnægju og minna tóm. –  Þá látum við af hugsuninni um skort. –

En þakklæti er ekki bara eitthvað sem við hugsum, heldur þurfum við að ganga lengra, og „praktisera“ þakklæti.  –

Ég er nú ein af þeim sem hefur fundist pinku „fyndið“ og e.t.v. öfgafullt að biðja borðbænir fyrir mat, en líklegast er það ein fallegasta þakkarbænin, að þakka fyrir að fá að borða, því það er ekki sjálfsagður hlutur alls staðar í heiminum. –

Þó við förum ekki að taka upp þá iðju, nema kannski hvert og eitt svona sér fyrir sig,  þá er það að iðka þakklæti eitthvað í þeim dúr.

Það sem ég hef kennt á námskeiðunum mínum er t.d. að halda þakklætisdagbók, – þá skrifar fólk niður daglega, yfirleitt á sama tíma dags það sem það er þakklátt fyrir,  e.t.v. þrjú til fimm atriði.  Þetta þarf að iðka til að það komist upp í vana.

Hugrækt virkar eins og líkamsrækt, – það dugar ekki að æfa skrokkinn einu sinni og halda að við séum komin í form.  Við þurfum að endurtaka æfingarnar aftur og aftur og gera það að lífsstíl eða nýjum sið í okkar lífi. –

Þakklætið virkar líka þannig, –  að þakka daglega eða a.m.k. reglulega þó það sé aðeins 2 -3 í viku. –

Það er nefnilega þannig að þakklæti er undirstaða lífsfyllingar, sáttar, gleði og ýmissa góðra tilfinninga.

Þakka þér fyrir að lesa!

Sáum fræjum þakklætis og uppskerum ………

971890_412903325485195_97787239_n

Eigum við að veita vandamálunum athygli?

„Það sem þú veitir athygli vex“  

„Ekki byggja á rusli fortíðar“  

Þetta eru setningar sem ég nota sjálf. 

En lífið er fullt af þversögnum, – og hvor er réttari fullyrðingin: „Oft má satt kyrrt liggja“  – eða „Sannleikurinn er sagna bestur“ .. ? 

Er ekki bara „bæði betra“  eins og börnin segja? – 

Þarf ekki að að skoða í hvaða samhengi við erum að tala?  

Það tel ég. 

Ef við verðum bensínlaus, dugar ekki að líma brosmerki yfir bensínmælinn og segja að allt sé í lagi og halda að við getum keyrt áfram. –   Eigum við að veita bensínmælinum athygli? –  Já auðvitað. 

En það er ekki þar með sagt að við þurfum að stara á hann allan tímann og óttast það að bensíntankurinn tæmist,  við gætum líklegast ekki keyrt ef við tækjum ekki augun af honum! .. 

Þegar við skoðum fortíð,  þá skönnum við hana – rennum augun yfir hana eins og bensínmælinn og höldum svo áfram.  Fortíðin er eins og fenjasvæði, við höldum áfram þegar við förum þar í gegn, en það er enginn staður til að reisa sér hús. – 

Ef við erum vansæl, þá þurfum við í mörgum tilfellum að vita orsök til að geta unnið í henni. – 

Afleiðingar eru pollurinn sem við erum alltaf að þurrka upp, – pollur sem e.t.v. stækkar og stækkar,  stækkar meira eftir hvert skiptið sem við þurrkum hann upp.  Kannski vegna þess að við erum alltaf með fókusinn á pollinum? –   Hvað ef við stilltum hann á orsökina, hinn leka krana?    Væri ekki rétt að gera við hann og þá hætti pollurinn að koma? 

Hér er ég að stinga upp á því að við þurfum að hætta að veita vandamálum athygli – sem eru í raun afleiðing, og veita orsökunum athygli.   Hvað ef við erum með slæman sjúkdóm,  við tölum sífellt um hann þegar við hittum einhvern,  við lesum um hann og spáum og spekúlerum,  sjúkdómurinn fær gríðarlega athygli og vex og vex, en kannski erum við ekki að íhuga orsök, eða hvað við getum gert sjálf.  

Jákvæðni hjálpar í öllum tilfellum.  Broskallinn skaðar engan, og það að hugsa á lækninganótum – eins og einhver sagði, „mitt bros lætur frumurnar mínar brosa“. –   

Allt tal um sjúkdóma – allt væl um vandamál, án þess að gera eitthvað í því er eins og að tala um að bíllinn sé bensínlaus og kvarta yfir því, jafnvel skammast yfir að einhver annar fyllti ekki á bílinn,  en sleppa því að setja bensín sjálf/ur – þrátt fyrir að vita að það er leiðin til að komast af stað aftur. – 

Ég hef mikið rætt um skömm, og skv. „skammarsérfræðingnum“ Brené Brown,  minnkar skömmin þegar við tölum um hana.  –  Skömmin er eins og hinn leki krani, hún orsakar vanlíðan og óhamingju. –  Viðgerðin er á þeim bæ að opinbera hana, gefa hana frá okkur, fyrirgefa okkur og með því skrúfum við kranann fastan. 

Það er ekki hægt að hunsa lekann krana, eða bensínlausan bíl.  Bíllinn keyrir ekki – af hverju? – Jú, hann er bensínlaus. –  Við bara tölum ekki um það út í hið óendanlega að hann keyri ekki, og gerum það að risa vandamáli. 

Gerum ekki úlfalda úr mýflugu, heimsstyrjöld úr rökræðum, fjall úr þúfu.  –  Það gerum við þegar við veitum vandamálinu of mikla athygli en hunsum orsakirnar,  eða gerum ekkert í þeim. 

„Oh ég er svo feit/ur“ –  hvað ætlar þú að gera í þvi og af hverju ertu of feit/ur? –   Ef þú ætlar ekkert að gera í því, hættu þá að tala um það, því  þú fitnar bara af því. – Já, svoleiðis er það. 

„Oh, ég er svo blönk/blankur, – hvað ætlar þú að gera í því og af hverju ertu of blönk/blankur? – Er það öðrum að kenna,  ertu þá fórnarlamb?  Gætir þú gert eitthvað í því? –  Verður þú ekki bara blankari ef þú ert alltaf að tala um vandamálið blankheit? –  

Niðurstaða mín (í bili – aldei endanleg):  – ekki stilla fókusinn vandamálin,  en um leið ekki afneita þeim,  það er nauðsynlegt að vita af þeim, sjá „sársaukann“ sem veldur þeim og vinna í honum. 

Fine Young Cannibals sungu: „What is wrong in my life that I must get drunk every night? –  Vandamálið er álitið drykkjan, eða alkóhólisminn sem fær vissulega mikla athygli, – en það er auðvitað þetta „what is wrong“ – „hvað er að?“  sem við ættum að spyrja og leitast við að gefa gaum.  

Meikar þetta sens? – svo ég tali góð íslensku? WEBBizCardFront

Hvað ertu að hugsa?

Hugsanir eru ekki staðreyndir, ekki heldur þær sem við höfum hvað ástarsambönd varðar.. Það er til alls konar hugmyndafræði um sambönd og ástina eins og:

– Ástin er sársaukafull   (Love hurts)
– Það er ekki hægt að treysta konum/körlum
– Ég er ekki nógu góð/ur
– Hjarta mitt er lokað eða ég get ekki opnað hjarta mitt
– Ég er ekki elskaður/elskuð
– Það er engin/n meðvituð/meðvitaður  kona/karl á lausu
– Sambönd eru bara drama
– Það er ekkert til sem heitir „sönn ást“
– Ég er ekki nógu flott/ur/kynþokkafull/ur/verðmæt/ur
– Ég er of ung/ur / gamall/gömul fyrir ástina

Áttum okkur á því að við erum mjög líklega ómeðvitað að hugsa eina eða fleiri af þessum hugsunum.  Þær hafa stundum orðið til við vonda og/eða sársaukafulla fyrri reynslu

Þess vegna heldur fólk áfram að sækja tilfinningar úr fortíð og varpa þeim yfir á framtíð og varpa tilfinningum sem það hefur upplifað í fortíð í fyrra sambandi yfir á nýtt samband og yfir á nýjan maka.  Sum okkar hafa samsamað sig svo fullkomlega með þessum gömlu hugsunum og tilfinningum að þær lita alla tilveruna og verða eins og álög eða spádómur um framtíð sem við erum sjálf að uppfylla. 

Þegar samband gengur skrykkjótt – er það stundum vegna þess að við erum að varpa á það fyrri reynslu, nota útrunnar hugsanir og tilfinningar sem tilheyrðu öðru og liðnu tímabili á það sem er að gerast í dag.

Þegar við vörpum sárum en þó útrunnum hugsunum og tilfinningum yfir á samband – er það eins og að nýta  ruslahaug.

Það er því kominn tími til að kveðja gömlu hugsanirnar sem ekki þjóna okkur lengur – og taka upp nýrri og bjartsýnni hugsanir.

Engum – eða fáum, dettur í hug að borða mat sem er kominn langt yfir síðasta neysludag? –  Af hverju að nota andlegt fæði sem er orðið ónýtt og er skaðlegt heilsu okkar og hamingju?

Gætum að hvað við hugsum ..

(Þessi grein er endursögn af grein á síðunni Ascended Relatiionships)

Ég skrifa minna þennan mánuð – en er að halda dagbók á framboðssíðunni minni www.kirkjankallar.wordpress.com  en ég er að sækja um stöðu sóknarprests á sunnanverður Snæfellsnesi, vonast til að ég geti skrifað þaðan frá 1. desember nk. 🙂  Það vantar ekki orkuna frá Jöklinum.

1237725_718572361489869_2098217819_n

Hugsaðu þig „Upp“ …

Þegar við erum langt niðri – er það stundum vegna þess að við höfum sokkið í kviksyndi. – Ekki raunverulegt kviksyndi, eða það sem við sjáum með berum augum, heldur kviksyndi neikvæðra hugsana. –

Ef við höfum náð að hugsa okkur niður,  hver er þá aðferðafræðin við að komast upp? –  Jú, við hugsum okkur upp.

Það er það sem við erum að gera með því að æfa jákvæðar staðhæfingar í stað neikvæðra,  það er það sem við erum að gera þegar við erum að sleppa tökum á því sem þyngir okkur og heldur aftur af okkur þannig að við erum föst í kviksyndinu. –

Að hugsa upp er „tækið“ – og ef við eigum erfitt með að gera það sjálf þurfum við leiðsögn við að læra á „tækið“ –

Nýtt námskeið  – „Ég get það“ –  hefst 21. október nk.  Verið velkomin! –  Skráning HÉR  ath, að það er hægt að fara fram á skiptingu greiðslna í 3 hluta.

971218_563124067057884_436886814_n(1)

Sársaukinn við að horfa upp á sorg annarra ..

Ég hef upplifað sárustu sorg, – en um leið skynja ég viðbrögð þeirra sem í kringum mig eru.  Mínir nánustu eru að sjálfsögðu að upplifa sína sorg við sinn missi, börnin, systkinin, pabbinn, frænkur, frændur, amman, vinir, vinkonur o.s.frv. –

Það er stór sorg að missa, – og það er sorg sem kannski ekki oft er rædd, en það er sorgin við að horfa upp á þau sem manni þykir vænt um,  missa.

Viðbrögðin eru misjöfn, – flestir vilja gera allt sem í þeirra valdi stendur til að lina sorg hinna, upplifa sig vanmáttug, og óska þess að geta gert meira.

Í raun er svo lítið hægt að gera, bara vera. Vera til staðar og vera vinir í raun eins og þar stendur, og getur varla staðið skýrar.  „Vinir í raun.“ –

Ekki hverfa, ekki týnast  – en þó ekki reyna að fara að laga eða bæta eitthvað sem ekki er hægt að laga eða bæta.

Stundum kveikir sorg vina okkar á okkar eigin sorg.  Það er skýrast þegar við förum í jarðarför hjá einhverjum sem er okkur ekkert endilega mjög tengdur – kannski fullorðinn afi, langafi saddur lífdaga,  en tónlistin, andinn og allt tal í kirkjunni um dauðann, eilífa lífið – það kveikir upp og vekur upp sárar tilfinningar og það er þá bara um að gera að gráta þær og skammast sín ekkert fyrir það.

Ég hef heyrt í fólki sem skammast sín fyrir að gráta í jarðarförum hjá fólki sem þeim er ekkert mjög náið. –  Skömmumst okkur aldrei fyrir að gráta, því að gráturinn er gjöf.  Gráturinn er losun á sorg og erfiðleikum.

Það er sama hver á í hlut, þegar stórkostlega grimmir og sorglegir atburðir gerast, eins og nú nýlega þegar  móðir lést og skilur eftir sig fjögur börn, þá skiptir máli fyrir þau sem sinna þeim að þau þurfa að fá fyrirmynd gleði og jákvæðni líka.   Mér fannst það svo mikilvægt þegar presturinn danski kom að tala við okkur Henrik,  nokkrum dögum eftir dauða Evu,  að minnast þess að börnin hennar þörfnuðust áfram heimilis sem ríkti gleði og uppbygging. –

Það hljómar mótsagnakennt að tala um gleði þegar að verið er að tala um svona sorglega hluti, – gleðin og sorgin eru systur, var mér kennt í sálgæslufræðum í Háskóla Íslands og ég hef fengið að kynnast þeim báðum mjög náið. –  Það hefur allt sinn tíma,  en við megum ekki ganga í burtu með sorginni og skilja gleðina eftir vinalausa. –

Vinir hjálpa með að halda áfram að sinna sér, fóðra hamingju sína og gleði, – styrkja sig – ekki síst til að hreinlega geta verið til staðar og stuðnings þegar á þau er kallað.

Ég er þakklát fyrir mína vini og vinkonur, fyrir fjölskyldu sem er bara frábær. Það er gott að ganga með og í gleðinni.

Ég mætti konu í gær sem var svo sorgmædd, vegna sorgar fjölskyldu sem hafði lent í mikilli sorg.  Það hafði haft veruleg áhrif á hennar líf.  Kannski var það eitthvað sem kviknaði innra með henni sjálfri, rifjaðist upp, eða að hún fann svona mikið til með fjölskyldunni, –  en það er mikilvægt að muna að samhygð hefur sín mörk – þ.e.a.s. að fara ekki of djúpt inn í sorg hinna þannig að það fari að verða okkar eigin sorg og þurfum jafnvel að fara að fá huggun frá þeim sem syrgir sinn nánasta. –  Þá er þessu alveg snúið á hvolf.

Þekkjum mörkin – að veita samhug þýðir að vera til staðar og sýna skilning en ekki gera sorg vinar eða vinkonu að okkar eigin sorg, þannig að huggunarhlutverkið snúist við. Ef þetta reynist okkur mjög erfitt þá er um að gera að leita sér hjálpar – en ekki hjá þeim sem við finnum til með.

Munum að vera bestu vinir og vinkonur okkar sjálfra, og að eins og vinátta er mikilvæg og hin ytri huggun – að sterkasta huggunin kemur innan frá. – við erum til staðar og leyfum fólki að huggast.á eigin forsendum.

Láttu þér líða vel – þetta líf er til þess gert. 🙂

533257_584256411631978_1561503500_n

Er slóðinn varðaður með kærleika? …

Næstum daglega stöndum við frammi fyrir einhvers konar vali, – veraldlegu vali eins og  hvað við eigum að hafa í matinn, og svo vali um viðhorf. –

Ákvarðanir eru teknar og við tökum stefnu samkvæmt þeim, og svo kemur eitthvað upp á og þá breytist stefnan.

Oft heyrum við sagt „Ég veit ekki hvað ég vil“ –  eða „Ég veit ekki hvert ég er að stefna“ –

Þetta þýðir þó varla að við vitum ekki neitt.

Við getum byrjað að stilla upp fyrir okkur það sem við vitum, – flest fólk vill t.d. frið, gleði, ást, styrk o.s.frv. –  Þá er hægt að setja fókusinn þangað, eins og fram kemur í síðustu færslu sem nefnist: Hókus Fókus.

Það eru nokkur ár síðan ég sá tilvitnun frá Carlos Castenada og er hún eftirfarandi:

„Does this path have a heart? If it does, the path is good; if it doesn’t it is of no use.“  

Það er gott að hafa svona vörður, vörður hjartans – kærleikans – á slóðanum okkar.  Ef við lendum á gatnamótum og þurfum að velja á milli tveggja leiða, að spyrja okkur hvor leiðin færi okkur meiri kærleika, meiri ást – og þá allt sem áður er nefnt; gleði, frið og styrk. ❤

6a00d8344a59a353ef00e54f4fbf2d8834-800wi

Einföld formúla ánægjunnar ..

1. Þakklæti fyrir það góða sem er í lífi okkar (upplagt að minnast þess á hverjum degi seinni partinn, og endilega virkja alla fjölskyldumeðlimi, æði fyrir börn að alast upp við þennan sið).

2. Gleði – ánægja er afrakstur þakklætis, og kemur vegna þess að við höfum nú stillt fókusinn meira á það sem við erum þakklát fyrir og ánægð með í lífinu.

3. Jafnvægi – næst mun frekar þegar við erum glöð – við nennum ekki að ergja okkur á smámunum, á öðru fólki sem er í fýlu o.s.frv. –  ef við förum í gremju eða fýlu byrjum aftur á stigi 1 og þökkum meira og ef við spólum í sama fari þurfum við e.t.v. að fyrirgefa meira (sjálfum okkur líka).

4. árangur –  næst nú í því sem við tökum okkur fyrir hendur og í samskiptum.

Gleðin er ekki einungis besta víman, hún er besta orkan sem kemur okkur áfram að því markmiði sem við stefnum og að ganga í gleði hlýtur að vera mikill lífsárangur!

Eigum góðan dag og leikum okkur! –

426349_4403581721455_1819512707_n