Flest vitum við svörin, – „já“ eða „nei“ … en við neitum stundum að trúa okkur sjálfum, eða hlusta á okkar svör, því þau eru of sársaukafull.
Barnið – hið innra reynir að kalla og segja okkur hvað er best fyrir okkur, en við hlustum ekki á barnið og brjótum þannig á því og það upplifir höfnun. Við sjálf upplifum skömm fyrir að hafna barninu, hafna innri rödd.
Þetta er vondur staður að vera á. Við erum orðin bæði gerendur og þolendur.
Sá/sú sem hafnar og sá/sú sem er hafnað …
Anita Moorjani, segir „You are your own guru“ .. en orðið guru þýðir frá myrkri til ljóss.
Þú ert sá eða sú sem leiðir þig í ljósið …
Leiðir þig í sannleikann, og með því að hlusta á barnið hið innra, að veita því athygli ertu að virða barnið. Gefa því tíma. –
Eins og áður sagði, er ein af ástæðum þess að við afneitum rödd barnsins að það sem það er að segja er vont. Það snertir okkur tilfinningalega og við erum ekki tilbúin til að fara þangað. – Við þöggum niður í barninu með „snuddu“ – með áfengi, með mat, með því að hlusta ekki. Við tökum fyrir eyrun og segjum „nananana“ .. en það kemur í okkur ójafnvægi sem við skynjum bæði líkamlega og andlega.
Stundum finnum við annað fólk til að þagga niður í okkar eigin barni, – gefum ábyrgðina á því frá okkur yfir á aðra. Finnum afsökun fyrir að hlusta ekki á okkar innra barn, – „það er sko honum að kenna“ – eða „það er henna um að kenna“ ..
Í raun græðum við ekkert á þessum „Blaming game“ – annað en firra okkur ábyrgð, og barnið sem þráir ást okkar og virðingu verður fórnarlamb þess að við hlustum á annarra raddir frekar en þess.
Svarið kemur innan frá, þegar við förum að hlusta heyrum við það. Við förum að lifa innan frá og út í stað þess að lifa utan frá og inn.
Fjársjóðurinn er hið innra, fjársjóðurinn er í okkar innra barni og við verðum að gefa því tækifæri, því ef við gerum það ekki særum við það meira og meira.
Þetta barn er á okkar ábyrgð, og þegar við göngumst við ábyrgðinni sýnum við barninu umhyggju, ást og virðingu.
Þetta barn er ég og þetta barn ert þú.
Það er kominn tími til að hlusta.
Það er kominn tími til að lifa í ljósinu.
Tími til að sleppa ytri röddum og öllu sem heldur aftur af frelsi okkar ❤
Ég veit svarið – og þú veist svarið.