Bleikar rósir í Bónus í Borgarnesi …

Þar sem engin er verslun á Hvanneyri renndi ég í Borgarnes eftir nauðþurftum, brauð, kaffi og einhverju í kvöldmatinn.  Þá rakst ég á blómarekkann og sá að það var eitt búnt eftir af bleikum rósum,  – það kallaði: „kauptu mig“ – og ég svaraði kallinu!

Rósir gefa frá sér einhvern ómótstæðilegan ilm sem hefur áhrif á ánægjutilfinningar hjá mér,    liturinn er heillandi og rómantískur.   Það er ekki að ástæðulausu að ég hef valið bleikar rósir hér í „coverið“ á síðunni minni,  þó að það sé enginn ilmurinn sem fylgi þeim.

En hvert blogg hefur boðskap, eða svona næstum því – og boðskapurinn í þessu bloggi er að ef þig langar í (bleikar) rósir þá vertu þér úti um þær.

Leyfðu öðrum að ákveða hvað þeir vilja gefa þér eða gefa þér ekki.   Gjafir hafa ekki alltaf form, lit eða lögun,   gjafir geta komið í orðum eða gjörðum. –

Ég hef þegið mikið af gjöfum í gegnum ævina, – ein stærsta gjöfin er að fá að velja hugsun mína og viðhorf.

Þakkir til alheimsins.

complaining-quotes-graphics-6

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s