Gleðiganga ..

Ég var að hlusta á mann sem var spurður einni af stærstu spurningunum sem hvíla á okkur, en það er spurningin um tilgang lífsins.

Maðurinn svaraði án þess að hika „Gleði“ –  eða réttara sagt svaraði hann „Joy“  og það má kannski líka þýða það ánægja.

Mér finnst orðið ánægja segja meira,  því að láta sér nægja þýðir að hafa nóg og þegar við erum nóg og höfum nóg erum við ánægð.

Ég hef verið að æfa mig í því sem ég kalla „skilyrðislausa“ gleði.

Það er gleðin sem verður til úr engu.  Bara með því að sitja kyrr, loka augunum, hleypa góðum straumum að, sjá fyrir sér eitthvað sem veldur gleði og finna það í líkamanum. –

Það er alveg sama aðferðafræðin og við kvíða, nema bara öfugt.  Þegar okkur kvíðir erum við búin að búa til mynd í hausnum af því sem við kvíðum og þá herpist líkaminn og myndast spenna og hnútar.

Það er því hægt að velja gleði, með hugarfarinu.  Þetta er hægt svona dags daglega, en við erum, sem betur fer ekki í erfiðum aðstæðum alla daga.

Gleði, ánægja, hamingja er forsenda árangurs og lífið á að vera gleðiganga en ekki þrautarganga.

Við getum ekki gert að hindrunum sem koma utan frá,  en við getum gert eitthvað í þeim hindrunum sem koma innan frá.

„Ekki ÞÚ vera ástæðan fyrir því að þú náir ekki árangri“ …

Gleði-eða ánægjuhugleiðsla – þar sem við losum um hindranirnar er góð leið til að komast áfram.  Við sleppum tökum á fólki – atburðum  og aðstæðum sem eru „ógleðilegar“ – ásökum ekki – fyrirgefum –  elskum persónuna sem þarfnast mestrar ástar okkar,  okkur sjálf – því án þess að fylla á eigin ástarbikar eigum við svo lítið að gefa.

Gleðin er besta víman.

Gleðin kemur innan frá – hún kemur frá þér.

534261_670592472968030_1982821090_n

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s